Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 1
Vanþekking Ummæli Friöriks Sophussonar, fyrrverandi fjár- málaráðherra, um atvinnulaust fólk hafa vakið mikla undrun og reiði. Á morgunverðarfundi Versl- unarráðs þann 31. mars sl. velti Friðrik því upp hvort atvinnuleysisbætur væru það háar að fólk vildi fremur þiggja þær en leita sér vinnu. Þessi vanþekking Friðriks þykir ótrúleg. Atvinnuleysis- bætur eru hlutfallslega lægri hérlendis en nokkurs staðar [ Norður-Evrópu. Meðaltekjur verkafólks eru um 120 þúsund kr. Lágmarksdagvinnulaun eru 70 þúsund. Fullar atvinnuleysisbætur eru tæplega 60 þúsund en meðalbótaréttur líklega nær 40.000 kr. Það er Ijóst að þessar upphæðir letja engan til vinnu. Atvinnuleysi mældist 3,1% í byrjun apríl sem jafngildir því að um 4700 manns séu án vinnu. Enginn þeirra hefur valið sér að vera atvinnulaus. Það er greinilega þörf á því að árétta einu sinni enn að það eru ekki hinir atvinnulausu sem eru vanda- mál heldur atvinnuleysið! Sterkari saman Úr ávarpi 1. maí-nefndar Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, INSI og KÍ: Samtök launafólks ganga nú fram undir kjörorðinu: Sterk- ari saman. A þessari öld hef- ur samstaða launafólks skil- að verulegum árangri við uppbyggingu velferðarþjóð- félagsins. Þeirri baráttu lýk- ur aldrei. í umróti samtfm- ans eru sterk öfl að verki sem vilja feiga þá hugsun sem velferðarkerfið er reist á. Þess vegna er mikilvægt að launafólk standi vörð og snúi bökum saman í sameig- inlegum hagsmunamálum. Mörg sóknarfæri eru sjáanleg ef við berum gæfu til að sameina krafta okkar: • Utrýmum atvinnuleysi • Tryggjum réttlátari skiptingu þjóðarauðsins • Eflum velferðarþjónustuna • Sanngjamara skattakerfi • Sátt um húnsæðiskerfið • Eyðum launamisrétti • Enga launaleynd sem hylur launamisrétti • Burt með gervifyrirtæki og gerviverktöku • Upprætum svarta atvinnustarf- semi • Fjölskylduvænt samfélag Islenskt þjóðfélag tekur örum breytingum. Verkalýðshreyfing á þar stóran þátt. Með kjarasamn- ingum í byrjun þessa áratugar lagði verkalýðshreyfingin grunn- inn að þeim stöðugleika í verðlagi sem nú ríkir. I síðustu samningum náði verkalýðshreyfingin fram nokkurri kaupmáttaraukningu en mikið vantar á að almenn taxtalaun séu viðunandi. Enn höggva stjórnvöld í vel- ferðarkerfið. Sameiginleg velferð er betur tryggð með velferðarkerfi en markaðskerfi. Heilbrigði er ekki markaðsvara heldur náttúrulegt ástand sem fer hvorki eftir framboði né eftirspum. Samtök launafólks fordæma harðlega „svarta atvinnustarf- semi“ þar sem skattsvikarar koma sér undan samfélagslegum skyld- um en ætlast samt til þess að eiga rétt á samfélagslegri þjónustu. Þrátt fyrir að í síðustu kjara- samningum hafi náðst fram breyt- ingar á skattlagningu heimilis- tekna em þær skattlagðar meir en aðrar tekjur. Samtök launafólks leggja ríka áherslu á réttlátari skattlagningu og gera þar af leið- andi kröfu til þess að atvinnuveg- irnir greiði meira til reksturs sam- félagsins. Ef við stefnum á þekkingar- samfélagið þurfum við að breyta m.a. skattastefnunni. Því er nauð- synlegt að gera skatta af rekstri, umhverfi og auðlindum gildari skattstofna en nú. Skattar eiga að vera stjórntæki til umhverfis- vemdar auk þess að standa undir kostnaði við velferðarkerfið og þekkingarsamfélagið. Þá verður vel menntað launafólk að auðlind sem gerir okkur samkeppnishæf á erlendum vettvangi. Til þess er nauðsynlegt að byggja upp fjöl- breytt starfsmenntakerfi og öfluga símenntun sem mun leiða landið inn í nýja öld tækni, framfara og tækifæra. Samtök launafólks hafa alla tíð gert kröfu til mannsæmandi launa fyrir 8 stunda vinnudag. Atvinnu- rekendur og ríkisvald hafa verið helsta hindrunin í vegi þess. Alltaf þegar verkalýðshreyfingin er ásökuð um óbilgjarnar kaup- kröfur er launafólk að gera kröfur um mannsæmandi laun fyrir dag- vinnu. Þá er verkalýðshreyfingin að gera kröfu til betra fjölskyldu- lífs. Þá er launafólk að gera kröfu til meiri samveru foreldra og bama. Einmitt þá eru atvinnurek- endur helsta hindmnin fyrir betra fjölskyldulífi launafólks. Samkvæmt kjarasamningum fá karlar og konur sömu laun fyrir sömu vinnu. Hins vegar ákveða atvinnurekendur að greiða körlum og konum ekki sömu laun fyrir sömu vinnu. Það munu þeir gera á meðan hefðbundinn og lögbund- inn munur er á fjölskylduábyrgð karla og kvenna. Akvæði kjarasamninga um rétt til fjarvista og launa vegna veikinda barna ber að stórbæta. Aðkallandi er að jafna rétt og skyldur foreldra til fæðingarorlofs. Sögulegur 1. maí 75 ár eru liðin frá því fyrst var farið í kröfu- göngu hérlendis á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Dagurinn varð þó ekki lög- bundinn frídagur fyrr en árið 1972. Innlendir og erlendir fróðleiksmolar um 1. maí. Bls. 14-15 MFA-skólinn skilar árangri MFA rekur skóla fyrir atvinnulaust fólk. 60- 70% nemendanna halda áfram námi eða eru komnir í vinnu skömmu eftir að náminu lýkur. „MFA-skólinn skilar árangri og er úrræði sem þjóðin getur ekki hafnað", segir skólastjórinn Vilborg Einarsdóttir. Bls. 11 Flakkað um landið Fundaherferð forseta ASÍ og annarra forystu- manna sambandsins um skipulag og framtíð verkalýðshreyfingarinnar heldur áfram. Nú hafa félög á Norður- og Austurlandi verið heimsótt, fundað hefur verið með stjórnum þeirra og félagsmönnum og kíkt inn á vinnu- staði. Myndavélin var með í för. Bls. 12-13 Á bás í þjóðarf jósinu? Eitt þeirra verkefna sem verkalýðshreyfingin þarf að glíma við er að lífeyrisaldur lengist. Fólk mun fara fyrr af vinnumarkaði og vegna góðra lífskjara og betri heilsugæslu og lækn- isþjónustu mun lífeyrisaldurinn lengjast. Fólk mun almennt eiga fleiri góð ár eftir verklok. Að takast á við þessa staðreynd verður eitt stærsta verkefni verkalýðshreyfingarinnar í upphafi nýrrar aldar. Hrafn Sæmundsson skrifar. Bls. 19 Vinnutímatilskipunin fyrir allt launafólk Vinnutímatilskipunin á að gilda fyrir allt launa- fólk, þar á meðal þá sem standa núna utan gildissviðs hennar. Ljóst er að ekki verður samið á Evrópuvettvangi um samráð og upp- lýsingar við starfsfólk þar sem atvinnurek- endasamtökin eru á móti því. ESB vill taka á svartri atvinnustarfsemi. - Það er margt að frétta frá Evrópu. Bls. 9 LAN.TIL GOÐRA VERKA Só/P“I/uri„„ ^ygging tuR">y>u/irj íslandsbanki veitir góðum verkum brautargengi með lánum til allt að 25 ára á skjótan og öruggan hátt. Langtímalánin henta t.d. þeim sem vilja endurnýja eða sinna viðhaldi fasteigna eða endurskipuleggja fjárhaginn. Komdu við hjá okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. ISLANDSBANKI www.isbank.is

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.