Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 4
E r 1 e ii t Franskir atvinnuleysingjar hafa beitt herskáum aðferðum við að vekja athygli á vanda sínum. Myndin var tekin er atvinnulaust fólk hertók skrifstofu atvinnuleysisbóta fyrr á árinu. Þýsk og frönsk verkalýðs- hreyfing saman gegn atvinnuleysi Þýsk og frönsk verkalýðsfélög hafa boðað til sameiginlegra mótmæla gegn atvinnnuleysi þann 8. Maí nk. Með þessu vilja þau gagnrýna það sem þau kalla misheppnaðar tilraunir ESB til uppbyggjandi aðgerða gegn atvinnuleysi en atvinnu- lausir í Vestur-Evrópu eru nú 19 milljðnir. Þýskir og franskir verkamenn munu fara í sameiginlegar mót- mælagöngur þann 8. Maí nk. Auk þess er búið að skipuleggja aðgerðir á borð við yfirtöku opinberra skrif- stofa. Talsmenn verkalýðshreyfingar- innar í Þýskalandi scgja að mótmælin muni eiga sér stað í bæjum meðfram þýsk-frönsku landamærunum og á brúm yfir ána Rín. Áætlunin um þessar aðgerðir þvert yfir landamæri var kynnt í Þýskalandi eftir enn ein mótmælin þar í landi gegn atvinnuleysi sem er það mesta í sögu Þýskalands eða 12,1%. Mótmælin fóru að þessu sinni fram í 300 þýskum borgum og bæj- um og fullyrtu ræðumenn á mót- mælafundunum að raunveruleg minnkun atvinnuleysis væri ekki fyr- Er öryggistrúnaðarmaður á þínum vinnustað ? / • A vinnustöðum þar sem vinna 10 manns eða fleiri skulu starfsmenn kjósa öryggistrúnaðarmann og atvinnurekandi skal skipa öryggisvörð. Þeir eiga að fylgjast með að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við vinnuverndarlögin. • Þar sem vinna 50 manns eða fleiri skal starfa öryggisnefnd • Þar sem starfa færri en 10 manns skal atvinnurekandi eða verkstjóri hans annast vinnuverndarmál í samstarfi við starfsmenn og félagslegan trúnaðarmann. Öryggistrúnaðarmaður! Öryggisvörður! Trúnaðarmaður stéttarfélags! Til að auðvelda ykkur ábyrgðarmikil vinnuverndarstörf heldur Vinnueftirlit ríkisins reglulega Námskeið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Leitið upplýsinga um hvenær næsta námskeið verður haldið. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Bíldshöfða 16,112 Reykjavík Sími: 567 2500 Fax 567 4086 Netfang: vinnueftirlit@ver.is Heimasíða: http://www.ver.is irsjáanleg næstu 10-15 árin nema far- ið yrði að beita nýjum aðferðum í baráttunni gegn því. Nýjustú atvinnuleysistölur í Þýskalandi sýna að atvinnulausum fækkaði um 196.000 milli mánað- anna febrúar og mars. Samt sem áður hefur atvinnuleysi í marsmánuði aldrei mælst jafnmikið. Nú eru 4.623.400 á atvinnuleyisskrá. Mestu framfarirnar hafa orðið í Vestur- Þýskalandi en í fyrrum Austur- Þýskalandi hafa litlar breytingar orð- ið og útlitið er slæmt. Ríkisstjórnin brást við þessum nýju tölum með því að lýsa því yfir að vendipunktinum væri náð í Vest- ur-Þýskalandi. Verkalýðssamtök málmiðnaðarmanna vísuðu þessari skoðun á bug sem kosningaárs-klisju. Samtökin bentu á að sams konar fækkun atvinnulausra á sl. ári hefði fylgt gríðarleg fjölgun skömmu síðar. í kjölfarið sagði formaður samtaka atvinnurekenda í málmiðnaði, Wem- er Stumpfe, að án nýrra hugmynda yrðu engar lausnir í bráð á atvinnu- leysisvandanum í Þýskalandi og í raun í allri Evrópu. Búist er við því að atvinnuleysið verði lykilatriði í þýsku kosningabar- áttunni í september þegar Kohl kanslari býður fram krafta sína til fimmta kjörtímabils síns í embætti. Andstæðingur hans, sósíaldemókrat- inn Gerhard Schroeder, fullyrðir að atvinnuleysið sé afleiðing misheppn- aðrar efnahagsstjómar Kohl-stjómar- innar á 16 ára valdatíma hennar. Nýir nýlenduherrar í Afríku? Alþjóðleg fyrirtæki reyna að gera Afríku að nýlendu á ný að því er samtökunin Third World Network, halda fram. Þau vísa til þess að mörg þróunarlönd virðast reiðubúin að selja skrattanum sál sína fyrir er- lendar fjárfestingar. Á hinar erlendu fjárfestingar er litið sem björgun frá öllu sem illt er, þau þurfi ekki lengur að vera háð þróunarhjálp, lágum hagvexti, litlum sparnaði innanlands og litlum fjárfestingum. Talið er að erlendar fjárfestingar opni leiðina að alþjóðlegum mörkuðum, nýrri tækni og þekkingu, atvinnutækifærum og auknum þjóðartekjum. Til þess að laða að fjárfesta keppast Afríkuþjóðirnar við að einka- væða auðlindir sínar og galopna markaðinn. Pressa er á ríkisstjórn- irnar að afsala sér stjórninni yfir verslunar- og viðskiptastefnu lands- ins, sköttum og skilyrðum stóru fyrir- tækjanna. Third World Network varar við þeséari þróun og benda á að það geti verið skaðlegt efnahag þjóð- anna að stefnan sé rekin með hags- muni erlendra fyrirtækja í huga frem- ur en innlendra aðila. Félagarnir í verkalýðsfélögun- um á Austurlandi sem mættu til að ræða skipulag og framtíð verkalýðshreyfingarinnar við for- seta Alþýðusambandsins og aðra forystumenn þess í apríl. Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks fyrir að ætla að taka af alvöru á starfsmenntamálunum. Mynd- bandið sem þau hafa látið þýða og talsetja um dönsku aðferðina í starfsmenntamálum getur komið að góðu gagni. 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.