Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 11
Lilja Kristjánsdóttir, Erla Strand og Halldór Gunnarsson, voru meðal þeirra sem átskrifuðust úr MFA-skól- anum ífebrúar. Myndin er tekin í gamla stýrimannaskólanum í Reykja- vík sem er kennsluhúsnœði MFA. 1 í;. | m' 1 Sjfe *R Pá '.:: ||i . MFA-skólinn skilar árangri Menningar- og fræðslusam- band alþýðu starfrækir hinn svokallaða MFA-skóla sem ætlaður er atvinnulausu fólki. Markmið skólans er að auka hæfni nemenda á vinnumark- aði, sjálfstraust þeirra og þekkingu. Ljóst þykir að skól- inn skilar árangri þvf kannanir sýna að 60-70% þeirra ein- staklinga sem Ijúka náminu eru komnir í frekara nám eða vinnu innan skamms tíma. MFA-skólinn er skólaform sem hef- ur verið að þróast frá árinu 1993, að sögn Vilborgar Einarsdóttur, skóla- stjóra skólans. Alls hafa verið haldnir átta skólar þar sem 110 nemendur hafa útskrifast en sá níundi er nú í gangi á Sauðárkróki. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um skólastarfið og hefur fengið styrki til starfseminnar. Fé- lagsmálaráðuneytið hefur greitt kostnað við sjö skóla en mennta- málaráðuneytið kostaði tvo skóla. Vilborg Einarsdóttir. skólastjóri MFA-skólans, segist vonast eftir áframhaldandi samstarfi við félags- málaráðuneytið „enda er MFA- skólinn úrræði sem þjóðin getur ekki hafnað“, eins og hún orðar það. Vilborg segir að MFA-skólinn sé ætlaður atvinnulausu fólki eldra en 20 ára. Hann er 350 til 400 kennslu- stundir sem svarar til einnar annar í framhaldsskóla. „Markmið skólans er að auka hæfni nemenda á vinnu- markaði, efla sjálfstraust þeirra og þjálfa þá í að tileinka sér nýja þekk- ingu“, segir Vilborg. I skólanum er kennd íslenska, enska, stærðfræði, tölvuvinnsla og verkefnavinna. Einnig er lögð áhersla á sjálfsstyrk- ingu, hvemig veita eigi góða þjón- ustu, starfsráðgjöf og atvinnuum- sóknir. Vilborg bendir á að öll verkefni skólans miði að því að styrkja ein- staklinginn og gera hann skipulagð- an og sjálfstæðan í vinnubrögðum. Reynt sé að skapa gott og hlýlegt andrúmsloft þar sem nemendur taki virkan þátt í öllu starfi skólans. Kennslan sé síðan miðuð við þarfrr og getu hvers og eins. Vilborg bendir sérstaklega á að það em eng- in próf í MFA-skólanum heldur fá nemendur í hendur meðmælabréf í lok skólans sem þeir geta notfært sér í atvinnuleitinni. Flestir halda áfram I vetur voru tveir hópar í gangi í gamla stýrimannaskólanum í Reykjavík. Þeir útskrifuðust í lok febrúar og um miðjan mars. Auk þess hófst MFA-skóli á Sauðárkróki 23. mars og stendur hann til 5. júní. Vilborg segir skólann hafa breyst nokkuð frá því hann var fyrst hald- inn veturinn 1993-94. Nú sé meiri áhersla lögð á starfsráðgjöf og at- vinnuumsóknir og bætt hafi verið við kennslustundum í tölvufræðslu og þjónusm. Námsefnið og kennsl- an em þannig í stöðugri endurskoð- un að sögn Vilborgar. Gerð er könnun tvisvar í hverjum skóla þar sem athugað er hvemig nemendum líkar við kennsluna, námsefnið og annað er við kemur skólanum. Þannig geta kennarar auðveldlega fylgst með og bætt skólann í sam- vinnu við nemendur. Einnig hefur verið kannað hvernig nemendum reiðir af að skólanum loknum. Síð- astliðið vor var gerð könnun á hög- um nemenda sem lokið höfðu námi úr MFA-skólanum. I ljós kom að rúm 60% voru í vinnu eða skóla þann 1. maí á sl. ári. Einnig var gerð könnun í febrúar sl. á hópi sem út- skrifaðist í fyrra og þá reyndust um 69% vera í vinnu eða námi. EjH e 11 A Risasamtök í Þýskalandi Sex þýsk verkalýðssamtök eru ákveðin í að sameinast í risasam- band sem mun verða það stærsta í heiminum með um 3,6 milljónir félags- manna. Um er að ræða DAG (verslun- ar- og skrifstofufólk), OeTV (opinberir starfsmenn), DPG (póst- og fjarskifta- starfsmenn), GEW (kennarar og fræði- menn), HBV (starfsmenn banka og tryggingafélaga) og IG Medien (fólk í grafiskri vinnu, fjölmiðlastarfsmenn og hluti blaðamanna). Uppbygging sam- bandsins á að liggja fyrir við árslok og fyrsta þing þess verður haldið árið 2000. Hafnarverkamenn reknir í Ástralíu r Astralska lögreglan hefur beitt sér gegn hafnarverkamönnum í Sidney og mótmælum þeirra gagnvart ófélags- bundnum verkamönnum. 35 manns voru handteknir en sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Aðgerðir hafnarverkamann- anna fólust í því að hindra vörubíla í að aka að þeim stöðum við höfnina þar sem ófélagsbundnir verkamenn voru við störf. Upphaf deilunnar var það að fyrir- tækið Patrick Stevedores sagði öllum 1400 starfsmönnum sínum upp störfum og réð ófélagsbundið fólk í þeirra stað. Kvennasigur f Nicaragua Konum í verkalýðshreyfingu Nicaragua hefur tekist að fá ríkis- stjórn og alþjóðleg fyrirtæki til að skrifa undir siðareglur fyrir frjálsu efnahags- svæðin í landinu, eða hin svokölluðu maquilaene. Að sögn Söndru Ramos eru þetta sögulegir viðburðir. Nicaragua er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem skrif- ar undir slíkan sáttmála. Konur fá rétt tii sömu launa og karlar, lagt er bann við mismunun barnshafandi kvenna og konur eru tryggðar gegn misnotkun at- vinnurekenda. Osturfyrir hvert tilefnii Ostur er aubugur af kalki. En þab erufleiri tilefni til að borða ost! Ostur er þœgilegur og fljótlegur kostur og úrval bragðgóðra, íslenskra osta afar fjölbreytt. í ) Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.