Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 17
Ern fótboltarnir lyiir heimsmeisíara- keppnina bnnir til af börnum? ICFTU, alþjóðasamtök frjálsra verka- lýðsfélaga, birti nýlega myndbönd sem sýna ung pakistönsk börn að vinnu við að sauma saman fótbolta. Á boltunum má sjá merki heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem haldin verður í Frakk- landi í sumar. Sumir boltanna eru með merki Mastercard, sumir Total-bensín- stöðvanna, aðrir með áletrun brasilíska knattspyrnusnillingsins Peles. Talið er að í mörgum tilvikum sé um fölsun að ræða. Bömin eru talin fá um 30 sent fyrir boltann (um 20 krónur) sem síðan er seldur á allt að því 75 dali (5000 krónur). I mars sl. heimsótti blaðamaður, sem rann- sakar barnavinnu fyrir verkalýðshreyfinguna, heimili og vinnustaði nærri þorpinu Sialkot í Pakistan þar sem flestir fótboltar em framleidd- ir í heiminum. Hann tók myndir af heilu fjöl- skyldunum sem vinna við að sauma saman bolta. I Jarawalli þorpinu tók hann mynd af ungum drengjum að sauma fótbolta og tók við- tal við fjölskyldu sex ungra stúlkna á aldrinum 5-12 ára. Sú 5 ára var að gera göt á leðurbútana sem systur hennar síðan saumuðu saman. „Þrátt fyrir alþjóðlega baráttu gegn þessari misnotkun bama sl. tvö ár, em sumir atvinnu- rekendur staðráðnir í að halda áfram að græða á bamavinnu, þvert á stefnu FIFA, Alþjóða knatt- spymusambandsins“, segir Bill Jordan, aðalrit- ari ICFTU. Alþjóðleg verkalýðshreyfing mun funda með FIFA vegna þess að innlend fyrirtæki reyna að komast hjá rannsóknum FIFA og ILO, Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem hrundið var af stað á sl. ári með það að markmiði að binda endi á misnotkun bama í alþjóðlegri fót- boltaframleiðslu. Fótboltabörnin og Evrópukeppnin 1996 I júní 1996, kvöldið sem Evrópukeppnin í knattspyrnu hófst, birti verkalýðshreyfingin myndir sem sýndu 8 ára börn frá Sialkot í Pakistan sauma fótbolta með merkjum FIFA og UEFA, Evrópska knattspymusambandsins. Það leiddi til þess að FIFA og verkalýðshreyfmgin settu siðareglur um notkun vinnuafls fyrir fram- leiðslu þeirra vara sem FIFA fullgildir. Regl- umar eiga að tryggja grundvallarréttindi verka- fólks og binda endi á vinnu bama. „ILO, FIFA og sum fyrirtækjanna vinna nú hörðum höndum að því að leysa þetta vanda- mál. Fyrirtæki sem halda að þau geti haldið áfram að misnota böm meðan þúsundir fullorð- inna heimamanna em atvinnulausar ættu ekki að komast upp með það“, segir Bill Jordan. „Við höfum einnig áhyggjur af því að það geti verið fölsuð merki eða lógó í umferð og á því Verðum við að taka í samvinnu við FIFA og viðkomandi fyrirtæki.“ Reynt hefur verið að taka á vandanum I ágúst 1997 setti Alþjóðasamband íþróttavöm- framleiðenda reglur um framferði í alþjóðleg- um viðskiptum sem ætlað var að útrýma bama- vinnu við fótboltaframleiðslu. Auk þess var áætlun ILO um útrýmingu barnavinnu hrint í framkvæmd í Sialkot og samþykktu alþjóðleg fyrirtæki að vinna að algerri út- rýmingu fyrir heimsmeistara- keppnina árið 1998. Fulltrúar ILO hafa farið í hundmði heimsókna en samt sem áður virðast sumir atvinnurekendur á svæðinu reyna að forðast rannsókn með því að dreifa framleiðslunni út í smærri þorp þar sem fjölskyldur sjá um saumaskapinn. Ljóst er að bamavinnu verður ekki útrýmt á einu bretti. Verka- lýðshreyfingin heldur því fram að nýs áhlaups sé þörf þar sem allt of margir atvinnurekendur svindli á skuldbindingunum sem gerðar hafa verið. Verkalýðsfélög í Pakistan em farin að skipuleggja fólkið í þessum iðnaði í félög. Fulltrúar verkalýðsfélaga munu sjá til þess að grundvallarréttindin verði virt í framleiðslunni. Verka- lýðsfélögin telja að fjölþjóðleg fyr- irtæki beri ábyrgð á því að bama- vinna er enn til staðar og að stór- fyrirtæki ættu að leggja fé til áætl- ana um að koma vinnandi bömum í skóla. Nokkrir sjóðir hafa þegar verið stofnaðir í iðnaðinum en þörf er á mun meira framlagi frá iðnað- inum og pakistönskum yfirvöld- um. Alltaf ódýrast O Þ A Ð M U N A R U M M I N N A ! Sendum vinnandi fólki til lands og sjávar kveójur á fiátíóisdegi alþjóólegrar verkalýósfireyfingar 1. niíii MATVÍS Matvæla- og veitingasamband íslands Félag framreiðslumanna Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna Félag matreiðslumanna Bakarasveinafélag íslands Þökkum samstarfið á árinu Félag nema í matvæla og veitingagreinum V vinnumAla STOFNUN Svæðisvinnumiðlanir eru staðsettar á eftirfarandi stöðum: Svæðisvinnumiðlun Vesturlands Kirkjubraut 40 - sími 431-1809, fax 431-2841 300 Akranes Svæðsivinnumiðlun Austurlands Miðvangi 2-4 , slmi 471-2288, fax 471-2287 700 Egilsstaðir forstm. Sigrún Harðardóttir. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra Þverbraut 1 , sími 455-4200, fax 455-4201 540 Blönduós forstm. Gunnar Richardsson. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra Glerárgötu 26 , sími 460-1474, fax 460-1475 600 Akureyri forstm. Helena Þuríður Karlsdóttir. Svæðisvinnumiðlun Suðurlands Eyrarvegi 29 , sími 482-3725, fax 482-2775 800 Selfoss forstm. Svavar Stefánsson. Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 , sími 421-6750, fax 421-6199 230 Reykjanesbær forstm. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða Stjórnsýsluhúsinu , sími 456-5660, fax 456-5665 400 Ísafjörður forstm. Guðrún Stella Gissurardóttir. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins Engjateigi 11 , sími 588-2580, fax 588-2587 105 Reykjavík forstm. Oddrún Kristjánsdóttir. V vinimumAla STOFNUN Vinnan 17

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.