Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 23
Mikil þörf á samstöðu Alþjóðleg samvinna skiptir stöðugt meira máli í staifi verkalýðshreyfingarinnar. Alþjóðlegt samstarf er sívax- andi þáttur í starfi ASÍ. Eitt það mikilvægasta á því sviði er samstarfið innan ETUC, Evrópu- samtaka verkalýðshreyfingar- innar, en ASÍ hefur tekið mjög virkan þátt í því á sl. árum. Fulltrúar ASÍ hittu J-Michel Miller, kynningarstjóra ETUC, í Briissel og fræddust um starf og stefnumál samtakanna. Þar kom meðal annars fram að Miller telur sérstaklega mikla þörf á samstöðu nú á dögum. Hann telur vægi og ábyrgð evr- ópsku verkalýðshreyfingarinnar vera að aukast og hvetur aðild- arsamtök ETUC til að efla starf sitt að Evrópumálum svo sam- tökin geti tekist á við þetta nýja hlutverk. „Staða evrópsku verkalýðshreyf- ingarinnar hefur verið að styrkjast á undanfömum missemm“, segir Mill- er. „Aðilar vinnumarkaðarins í Evr- ópu hafa náð viðurkenningu stjóm- vaida og ETUC, evrópusamtök verkafólks, hafa hlotið einskorðaða viðurkenningu ESB sem Verkalýðs- samtök Evrópu með stórum staf.“ Miller bendir á að aðilar vinnumark- aðarins gegna nú sérstöku hlutverki sem staðfest var með Amsterdamsátt- málanum á sl. ári. Þá hlutu atvinnu- málin og félagsmálin verðskuldaðan sess, þ.e. þau voru færð inn í stofnsáttmála ESB sem jafnmikilvæg efnahagsmálunum. Samkvæmt Amsterdamsáttmálanum fá samning- ar aðila vinnumarkaðarins löggild- ingu og ber aðildarríkjum EES að taka þá inn í landslög. Það gildir um þá tvo samninga sem þegar hafa ver- ið gerðir, þ.e. um hlutastarfsfólk og foreldraorlof og nú er beðið samn- inga um starfsfólk með bundna ráðn- ingarsamninga. flllin verða að taka þátt Miller segir að stefna ETUC byggist einkum á samþykktum þings samtak- anna 1995. Forgangsverkefnin eru at- vinnuleysið, aðbúnaður og lífsgæði. „Atvinnuleysið hefur verið mikið á- hyggjuefni sl. ár“, segir hann. „í ESB eru 18 milljónir manna án atvinnu og ETUC ETUC, evrópusamtök verka- lýðshreyfingarinnar, voru stofnuð árið 1973. Þróun mála í Evrópu hafði breytt starfsumhverfi verkalýðsfé- laga og þörfin á því að þau væru samtaka í aðgerðum sínum og töluðu einum rómi var orðin knýjandi. Markmið- ið var að vinna að því að samvinna í félagsmálum yrði talin jafnmikilvæg og í efna- hagsmálunum svo réttindi verkafólks yrðu tryggð. Árið 1997 voru 61 samtök frá 28 löndum í ETUC, 14 evrópsk verkalýðssamtök, auk þriggja samtaka með áheyrnaraðild. Alls talaði ETUC rómi 57 milljóna manna. Samsetning ETUC hefur breyst á liðnum árum því fjölmörg verkalýðssamtök í Mið- og Austur-Evrópu hafa gengið í ETUC. ETUC eru viðurkennd af ESB, Evrópuráðinu og EFTA, sem eini alhliða fulltrúi evrópskra samtaka verka- fólks. þær mynda í raun sjötta stærsta aðild- arríkið. Þetta eru 10,4% vinnuaflsins. Langtímaatvinnuleysi og atvinnu- leysi ungs fólks eru ný einkenni vandans. Sífellt fleira fólk hefur ekki þjálfun eða menntun til að fá viðun- andi störf. Baráttan við atvinnuleysið á því að fá forgang að mati ETUC.“ Miller segir mikilvægt að sem flest aðildarsamtök ETUC komi að málum til þess að starfið verði sem öflugast og flest sjónarmið heyrist. Hann lýsir mikilli ánægju með veru- lega aukna þátttöku ASI í starfi sam- takanna á síðustu árum. Að sögn Millers fer meginhlutinn af starfi ETUC í að reka málstaðinn frá degi til dags, fyrst og fremst gagn- vart stofnunum ESB. „En þegar rök- semdir duga ekki skipuleggjum við læti á götum úti“, segir Miller og tekur nokkur dæmi: Samúðarverkföll hafa verið skipulögð í Ungverjalandi og á Italíu og mikil fjöldaganga í Par- ís. Sam-evrópskur baráttudagur gegn atvinnuleysi var haldinn þann 28. maí 1997. „Við reynum að ná athygli stjórnmálamanna og atvinnurekenda, finna nýjar leiðir“, segir hann. „Þetta starf hefur skilað árangri eins og sjá má á Amsterdamsáttmálanum sem er niðurstaða langrar vinnu okkar og baráttu", segir Miller. „Sá árangur datt ekki af himnum ofan“. Sótt að félagslega kerfinu Miller segist verða var við breytingar á stjómunarháttum í löndum álfunn- ar. „Það sem einkennir þau ríki Evr- ópu sem best standa, svo sem Norð- urlöndin", segir hann, „er að hag- vöxtur hefur verið tiltölulega hár, fé- lagslega kerfið nokkuð gott, stöðugt hefur verið unnið að því að stytta vinnutímann, laun eru tiltölulega há og samráð aðila vinnumarkaðarins með ágætum. Nú er hins vegar sótt að félagslega módelinu því tilhneig- ing er til að draga úr og afnema regl- ur. Þar hafa Bretar gengið einna lengst. Nú eru þar langir biðlistar eft- ir sjúkrahússvist nema fólk kaupi sig inn á einkasjúkrahús. ETUC krefst lágmarksþjónustu fyrir alla, til dæmis varðandi margt sem verið hefur einkavætt; heilbrigðisþjónustu, póst, orku og þess háttar.“ Miller ítrekar að menn verði að standa saman að slíkum verkefnum. „Við lifum á tímum sem þörf er á mikilli samstöðu því einstaklings- hyggja er að verða algeng í pólitík“, segir hann. „Hver á að vera sinnar gæfu smiður. Við í verkalýðshreyf- ingunni segjum að markaðsöflin séu blind og því eigi opinber stjómvöld á öllum stigum að gegna ákveðnu hlut- verki. Það þarf að styrkja völd hins opinbera sem á að skapa ramma um félagsleg ákvæði og endurbætur í samfélaginu. Eins þurfum við annars konar hagkerfi, aðra hugsun og við þurfum að horfa meira á atvinnu- sköpun þeirra verkefna sem hrinda á í framkvæmd en beinan kostnað.“ Þurfum virka vinnu- markaðsstefnu Eins og mikið hefur verið rætt um að undanfömu er vinnumarkaðurinn að breytast. Að sögn Millers sést það fyrst og fremst á nýjum einkennum atvinnuleysis, breyttu ráðningarformi og að fólk er ekki alla ævi í sama starfi í sama fyrirtæki eins og áður var. ESB telur að 80% af þekkingu okkar úreldist á 10 ámm. „Við verð- um að búa fólk undir þessar breyting- ar með símenntun“, segir hann. „Við viljum líka að atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og stjómvöld ræði hvemig störf þurfi að skapa og hver megi missa sín. Við þurfum virka vinnumarkaðsstefnu og jákvæðan sveigjanleika eða aðlögunarhæfni, að fólk geti nýtt sköpunarkraft sinn og átt fjölskyldulíf. Að allir geti skapað sér tækifæri og gert sem mest úr sínu. Það þarf að endurskipuleggja vinn- una, stytta vinnuvikuna eða gera fólki kleift að hætta störfum fyrr eða taka námshlé." Krafan um 35 stunda vinnuviku var samþykkt á síðasta þingi ETUC. Miller leggur áherslu á að stytting vinnuvikunnar sé hluti evrópska módelsins og muni ekki rústa efnahag álfunnar. „Þetta er bara spurning um hvað framleiðniaukn- ingin er notuð í, gróða, hærri laun eða styttri vinnutíma", segir hann. Víðtækt start Starf evrópsku verkalýðshreyfingar- innar er víðtækt. Eitt af því sem ETUC hefur unnið að undanfarið er að tryggja hlutastarfsfólki réttindi. 25 milljónir manna vinna hlutastörf í Evrópu, þar af 6,5 milljónir í Bret- landi. Þetta fólk er að miklum meiri- hluta konur. Miller ítrekar nauðsyn þess að tryggja þessu fólki hlutfalls- leg réttindi eins og gert hefur verið með samninginn sem ETUC stóð að nú nýverið. Hann nefnir einnig samn- inginn um foreldraorlof sem mun bæta stöðu mála í fimm Evrópuríkj- um, þar á meðal Islandi. Sem mikilvæg verkefni, utan fé- lagslegra samninga, nefnir Miller evrópsku samstarfsráðin. Hann segir að aukinn samruni fyrirtækja og stofnun dótturfyrirtækja hafi leitt til þess að samskiptakerfi vantaði. Nú eru evrópsku samstarfsráðin hins vegar orðin að reglu og munu hafa á- hrif á um 1200 fyrirtæki. Þau hafa þegar sannað gildi sitt því starfsmenn Renault verksmiðjanna unnu í fyrra mál vegna þess að ekki var haft við þá samráð. Eins hafa verið settar reglur um vinnuaðstæður í hálfopin- berum fyrirtækjum. Miller nefnir einnig áherslur ETUC í sambandi við opinbera styrki til fyrirtækja. ETUC hefur krafist þess að gerð verði krafa um félagsleg réttindi og vinnuskilyrði í sambandi við opinbera styrki til fyr- irtækja og að gerð verði krafa um að fyrirtæki haldi starfsemi að lágmarki uppi í fimm ár á sama stað fái það opinbera styrki til starfseminnar. Evrópsk Mapshall aðstoð? Það em miklar breytingar í vændum í starfsumhverfi ETUC. Sameiginleg mynt er að verða staðreynd í flestum ríkjum ESB. Myntsamstarfið, EMU, mun að sögn Millers auðvelda sam- anburð á kaupi og kjörum. Kjara- samningar hafa hins vegar stoppað við landamæri og þama sér hreyfing- in nýtt verkefni. „Við viljum fá verk- fallsrétt út fyrir landamæri", segir hann. Varðandi stækkun ESB segir Miller: „I raun má segja að hagkerfi og félagslegt kerfi ESB hafi verið byggt upp með Marshallaðstoðinni. Nú þarf svipaða aðstoð við Austur- og Mið-Evrópu. Sumir óttast þetta mjög en í raun og vem er viðskipta- jöfnuður við þessi lönd mjög hag- stæður. Ahrifin verða því ekki nei- kvæð heldur tryggja frekari viðskipti og þar af leiðandi fjölgun starfa hjá okkur. Það verður að byggja þessi ríki upp, það verður að flytja innri markaðinn til fólksins til þess að það þurfi ekki að flytja sig um set til þess að öðlast þau lífskjör og réttindi sem við hin höfum.“ Það er að mati Millers augljóst að heildarsamtakanna í Evrópu bíða aukin verkefni og meiri ábyrgð með fyrirhuguðum breytingum í Evrópu. „Vegna þessa verða aðildarfélög okk- ar að Evrópuvæða sig og auka áhersl- una á Evrópumálin, við þurfum meira fólk og meira fé“, segir hann. f icfic/i/irt Acis+cíttuAssecf/tis^ / tíle/ric crf* & Bíliönafélagiö rtn Landssaamband !■ v iðnverkafólks Rafiönaðarsamband Islands ÞJONUSTUSAMBAND ÍSLANDS w Landssamband íslenzkra verzlunarmanna Sjómannasamband íslands wn Verkamannasamband Islands =»s Samiðn ^lll” SAMBANDIÐNFÉLAGA IÐJA félag verksmiðjufólks Reyk'avík Vinnan 23

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.