Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 26
í alvöm ta 1 að • Brynhildup Þórarinsdðttir skrifar Pollabnxna- stj ornendnr Flest hættum við að nota pollabuxur þegar við útskrifumst úr leikskóla. Þá þykjumst við sjálf geta varið okkur vatni og vindum. Sumir vaxa þó aldrei upp úr drullupollunum og ganga í grænum gúmmíbuxum þrátt fyrir grá hár og hækkandi enni. Einu sinni hefðu slíkir menn verið taldir „seinir“ eða „eftirá“. í dag em þeir settir í stjómunarstöður. Það þykir nefnilega nauðsynlegur eiginleiki stjómenda að geta klætt sig í pollabuxur. Menn í ábyrgðarstöðum verða að hafa gaman af því að sulla, þeir verða að þola vatn upp fyrir við- kvæma staði og þekkja haus frá sporði á fisk- um. Fiskvinnsla eða sjómennska þykja þó frem- ur óheppilegur undirbúningur. Ahuginn þarf að vera fágaðri en svo. Þetta snýst nefnilega alltsaman um áhuga. Stjómendur þurfa að hafa áhugamál því annars brenna þeir út í starfi. Kjami málsins er sumsé vinnu- og heilsuvernd þessara stjórnenda. Þannig em áhugamál ríkisskipaðra stjómenda sem iðkuð em í vinnunni á kostnað okkar alha ekki spurning um sukk og spillingu heldur vinnuvemd þeirra, að þeir geti sameinað vinnu og fjölskyldu / tómstundalíf, eins og verkalýðs- hreyfingin leggur svo mikla áherslu á. Laxveiðar em síðan, auk þess að vera vinnu- vemdaratriði, fyrst og fremst iðkaðar til hags- bóta fyrir viðkomandi fyrirtæki / stofnun. Það gefur til dæmis auga leið að þeir sem eiga fullt af peningum leggja þá ekki inn í banka eða láni þá ekki nema þeir hafi áður fengið að prófa pollabuxur útí á. Það segir sig sjálft. Þess vegna og eingöngu þess vegna bjóða bankastjórar stórlöxum í lax. Frímenkjasöfnun eða laxveiðar Maður hins vegar veltir því fyrir sér af hverju þessir menn hafa ekki venjuleg áhugamál, eins og frímerkjasöfnun eða fótbolta? Það hlýtur að vera hægt að afla sér viðskiptatengsla sitjandi með pulsu í stúkunni á vellinum eins og sull- andi í pollabuxum útí á. Reyndar hlýtur það að vera miklu einfaldara, þegar maður fer að velta því fyrir sér. Það er að minnsta kosti hægt að ræða málin í stúkunni, jafnvel skiptast á pappír- um og kvitta á snepla á bakinu á næsta manni. Færi fyrir slíkt gefst ekki í veiðinni, nema jú kannski yfir konjaksglasi á kvöldin þegar hetj- umar setjast við arininn / sjónvarpið / í heita pottinn og ræða um afrek dagsins, þann stóra sem þær misstu og þann litla sem þær fengu. Þá er kannski hægt að skjóta inn orði og orði um viðskipti meðan volgu konjakinu er velt í glas- inu og nýveiddur laxinn snarkar á pönnu kokks- ins. -Ef menn em ekki of þreyttir. Þreytan getur verið dýrkeypt. Þá er frí- merkjasöfnun miklu betur til þess fallin að afla viðskiptatengsla. Bankastjóri sem lagt hefur sig eftir því að safna seríunni um Díönu prinsessu eða fugla norðursins er augljóslega sérstaklega hæfur til þess að laða að nýja viðskiptavini. Hann hefur þá þolinmæði sem þarf til að þola Almenningur hefur haldið stjórunum uppi enda erfitt fyrir menn að stíga í lappirnar þegar þeir hafa gengið í gúmmísokkahuxum allan daginn. duttlunga viðmælandans og hægt er að ræða málin án þess að hinir mikilvægu viðskiptavinir fái soðnar lappir vegna gúmmisokkabuxna. Þeir þurfa ekki að rjúka upp klukkan 6 á morgnana til að vaða útí ískalda á né þræða ánamaðka á öngul. Með viðskiptatengslin á prjonunum Það gefur samt auga leið þegar á allt er litið að skynsamlegasta áhugamálið sem bankastjóri getur haft er handavinna. Bankastjóri sem hefur reynslu af saumaklúbbum, að ekki sé nú talað um prjónaklúbba, er alfærastur í að tala ein- hvern inn á að taka upp viðskipti. Sá banka- stjóri getur spjallað um allt og ekkert, þóst hafa áhuga á öllu og tekið allar sögur trúanlegar. Hann hefur einstakt lag á því að tala fólk til og vill alltaf hafa síðasta orðið. Hann veit allt um alla og er alveg með ástand hvers og eins á tæm, fjármál, fjölskyldumál og mittismál. Þessi bankastjóri veit upp á hár hver er þess virði að eiga viðskipti við, á hverjum er hægt að græða og hver er um það bil að missa sitt vegna skiln- aðar / fjárhættuspila / fyllerís. Það er bara einn galli við slíkan bankastjóra. Hann getur ekki tekið til starfa fyrr en karlmenn fara að mynda saumaklúbba. En hvers vegna em konur þá ekki banka- stjórar? I fyrsta lagi þá er erfitt að klæðast vöðlum utan yfir þröngu pilsin sem bankakonur eiga að vera í. I öðm lagi eru ekki háir hælar á vöðlum og fótleggir kvenna em ekki gerðir fyrir aðrar skótegundir. I þriðja lagi er konum ekki eðlis- lægt að veiða. Þær geta í mesta lagi að tínt ber við árbakkann. Og það verða engin viðskipta- tengsl til í berjamó. Bara sulta. ! Ý- Hý ■ 6c Ikl 5TR/TA HLI/lfi 8LEY BL/KR AR v/£> ej'BLL Y/vD/ Lfif/zT/ fíSMfi 'KY/t/fí LYfi E//2> Gfí 1— áoPflR 92 71 m I ~=-±S- b l % \ Í5fi Ló'6 KÝJVUR £/</</ faSTfiR 9 3 ■ ^ Sj'fiVAR. AFi.1 h£/ll /3U5L- 5lJ>A L'/Tfit ftTr H l /6 S HflVA'Bl u/nGER P/R ? 'OHfíPp (, PRorr /n/v 5 RGK/R 2t/f/£L. zt/vr f£/?V 6EL-T FoRSK. V 7 \ é 'fæb/r 11 S _ /<LÆT)D„ uR T/^Afi/V Sr/BV/R FoRSoótí !Z 9 T/á/hn> K/MZ>//lfl f ST/LL/R Upp Rl/GL /rssS lo /<v£/Z ÍU6LAR LfiErff HopfiR KZSV/M m'rl. GEflfi KL^P! H FÁfi-flá 6fíH6l GERlR HuNÞ UR 1/ vnpjfi s 3 BfeTA V/Z> /0 /X UHfiPuR > K£RL /rs<5 HflR 5KERRR PRFÐ /3 STFRKfi /3 HúS &Ö6K 2 E/tíS /5 /y SoRGfíR LéÞJR BRAUD 1 >5 íiLURl)fi SPOR figRfiR /6 Lausnarorð síðustu krussgátu eru: Gamlir eru elstir öendum baráttukveðjur í tilefni 1. maí Sveinafálag járniðnaðarmanna, Húsavík iðyggingamannafálagið Arvakur, Húsavík Verslunarmannafálag Húsavíkur Verkalýðsfálag Húsavíkur Celsíus ehf KÆLIVÉLAVERKSTÆÐI GÍSLA F. ÞORSTEINSSONAR Símboði: 845-4583 Vinnusími:564-3333 Bílasími: 852-2890 Kælikerfi - Frystikerfi - Uppsetningar Hönnun - þjónusta til sjós og lands Smiðjuvegi 26, Rauð gata, Kópavogi Handsími: 892-2890 26 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.