Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 28
% Það eru ýmiss konar gullkorn sem grafa má upp úr frumvarpi félagsmálaráðherra um húsnæð- ismál. Þótt frumvarpið sé sorg- lega illa unnið er ekki hægt ann- að en brosa út í annað þegar stöðugleikinn á að vera svo mik- ill umhverfis lántakendur að þeir sem flokkast sem einstæðar mæður við lántöku eru enn ein- stæðar mæður þegar lánin eiga að hafa verið greidd upp 40 árum síðar! Trúlega munu fáar ein- stæðar mæður sækja um hlut- verk í þessum veruleik ráðherr- ans. - Að vera enn að basla við að koma barnkrílunum í pössun á leiðinni í vinnuna þótt þau séu orðin fertug, jafnvel fimmtug og að vera algerlega útilokaðar frá sambúð eða hjónabandi um alla ævi. Vísitölubinding húsaleigu verði afnumin ASÍ og VSÍ hafa í sameiningu vakið athygli félagsmálaráð- herra á miklum og tíðum breyt- ingum á húsaleigu. Samtökin benda á að hækkanirnar stafi af víðtækri vísitölubindingu húsaleigu en hana megi rekja megi til verðbólguþjóðfélags sem nú tilheyri liðinni tíð. Þau kref jast þess að lög um vísi- tölubindingu húsaleigu verði afnumin og hætt verði að hvetja til verðtryggingar húsa- leigu. Pappakrakkar á Listahátíð! Tómstundaskólinn og Listasafn ASÍ eru meðal fjölmargra þátttak- enda í Listahátíð í Reykjavík í ár. Listasafnið leggur til sýningu á portret myndum en framlag Tómstundaskólans felst í glænýjum lista- verkum eftir upprennandi listamenn landsins. Nokkrir krakkar sem sótt hafa myndlistarnámskeið hjá Tómstunda- skólanum voru í óða önn að búa til myndastyttur úr pappa þegar Vinn- an leit í heimsókn til þeirra á Grensásveginum. Styttunum verður síðar stillt upp í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. Verk barnanna munu skreyta „Tilraun um tilgerðarleysi", sýningu á portretmyndum eftir Ágúst Petersen sem opnuð verður þann 23. maí nk. í tengslum við Listahátíð. ASÍ og VSI nefna sem dæmi að húsaleiguliður vísitölu neysluverðs hækkaði um 4,9% í apríl og olli 0,12% hækkun vísitölunnar sem hækkaði alls um 0,19%. Þannig nam hækkun húsnæðisliðarins tveimur þriðju af heildarhækkun verðlags í apríl. Frá því í október 1996, eða á sl. einu og hálfu ári, nam verðbótahækkun húsaleigu tæpum 14% á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði aðeins um 2%. Þessar hækkanir á húsaleigu eiga sér hvorki skýringar í auknurn kostnaði við rekstur íbúðarhúsnæðis né markaðslegum forsendum svo sem skorti á húsnæði. Hækkanimar styðjast við tvennt: Annars vegar lög nr. 62/1984 um húsaleigu sem fylgir breytingum á vísitölu hús- næðiskostnaðar. Hins vegar eyðu- blað sem gefið er út skv. húsaleigu- lögum nr. 36/1984 og býður upp á þann valkost að leiguupphæðin tengist verðbótahækkun húsaleigu. Það hefur orðið til þess að mikill meirihluti húsaleigusamninga er nú verðtryggður samkvæmt þessari vísitölu. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, líkir þessum lögum um vísi- tölubindingu húsaleigu við nátttröll og segir að þau verði að afnema. Við þetta ástand verði ekki unað. Löggjöfin sé úrelt og í raun ófram- kvæmanleg. Þess vegna fari ASÍ og VSÍ fram á að ráðherra beiti sér fyr- ir því að lög nr. 62/1984 verði felld niður og fyrmefndu eyðublaði verði breytt þannig að engin hvatning verði til verðtryggingar húsaleigu. Samið verði nýtt frumvarp Frumvarp félagsmálaráðherra um húsnæðismál er hroðvirknislega unnið og algerlega óásættanlegt. Þær 40 breytingatillögur sem ráðherra hefur sett fram gera fátt annað en staðfesta þetta mat, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns húsnæðisnefndar ASÍ. Kristján ítrekar að draga verði frumvarpið til baka og býður fram aðstoð við gerð nýs frumvarps. - Breytingatillögumar snúa fyrst og fremst að orðalagi og tækniatriðum, segir Kristján. - Þær eru eins og dropi í hafið og sýna hversu illa unnið frumvarpið var. Kristján segir frumvarpið hafa alvarlega galla sem snerti þá sem helst þurfa á Nú þegar störfum Alþingis er að Ijúka þetta vorið bendir allt til þess að ekkert verði af fullgild- ingu samþykktar ILO, Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, nr. 138 um bann við barnavinnu. Fé- lagsmálaráðherra virðist þannig ekki ætla að standa við fyrirheit sín frá liðnu hausti um að taka þessa samþykkt til afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Framkvæmd íslenskra stjómvalda á samþykktum ILO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, er alls ekki ásættanleg. Islensk stjórn- völd hafa aðeins fullgilt 18 af um 180 samþykktum ILO meðan til dæmis Norðmenn hafa fullgilt yfír eitthund- rað. Stjómvöld í hverju ríki eiga að kynna nýjar samþykktir ILO heima fyrir og gera um leið tillögu um hvort og þá hvemig samþykktirnar verða félagslegum lánum að halda. Verði það að lögum muni um 1.000 fjöl- skyldur standa utan kerfisins. -Breytingatillögurnar taka ekki á þessum galla, segir Kristján. - Þess- ar fjölskyldur verða mjög illa settar og þær skiptir engu máli hver fullgiltar. Hérlendis er þessu kynn- ingarstarfi illa sinnt. Sú töf sem orðið hefur á fullgild- ingu samþykktarinnar um bamavinnu hérlendis þykir undarleg því fullgild- ing hennar bætir engu við okkur í skyldum. Þær höfum við þegar und- irgengist með staðfestingu Bamasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og Mann- réttindayfirlýsingar Evrópu. Með því að fullgilda ekki sam- þykktina erum við að skipa okkur á bekk með þjóðum á borð við Indland og Pakistan þar sem bamavinna er al- varlegt vandamál. Viðurkenning þjóða heims á þessari samþykkt getur einmitt orðið til þess að aðstoða fólk í þessum löndum við að uppræta bamavinnu og gera bömunum kleift að sækja skóla í staðinn. Bamavinna verður ekki upprætt nema með al- þjóðlegri samvinnu, eins og Alþjóða verkalýðshreyfingin hefur margoft bent á. greiðslubyrði lánanna verður. Þær munu ekki geta fengið lán. Það er alveg ástæðulaust að loka núverandi kerfi. Hægt hefði verið að taka upp nýtt kerfi íbúðalána, eins og ASI og BSRB hafa lagt til, til hliðar við það. Kristján nefnir þó tvær breytingatillögur sem talist geta jákvæðar. Sveitarfélögin geti ekki skyldað skjólstæðinga sína til að kaupa þær íbúðir sem fyrir eru í kerfinu og stofnuð verði nefnd með aðilum vinnumarkaðarins sem kanna á leigumarkaðinn. Þessar tillögur breyta þó í engu afstöðu verkalýðshreyfingarinnar, að sögn Kristjáns. - Frumvarpið er greinilega samið til bjargar kerfinu sjálfu og sveitarfélögunum fremur en fólkinu sem það á að þjóna. Draga verður frumvarpið til baka og hafa sam- vinnu við hreyfinguna um smíði nýs. L. k aiin) i ð íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast. ■Slráliar vissuð þið að það verður sjónvarpað irá leiknum1 Hvað varð um fullgild- ingu samþykktarinnar gegn barnavinnu? Þín verslun er á eftirtöldum stöðum: Arnarbakka, Reykjavík • Vesturbergi, Reykjavík • Hagamel, Reykjavík Mjóddinni, Reykjavík • Seljabraut, Reykjavík • Suðurveri, Reykjavik Grímsbæ, Reykjavík • Hringbraut, Keflavík • Miðbæ, Akranesi Borgarbraut, Stykkishólmi • Vallholt, Ólafsvík • Ólafsbraut, Ólafsvík Skeiði, Isafirði • Silfurgötu, Isafirði • ísafjarðarvegi, Hnífsdal Vitastíg, Bolungarvík • Lækjargötu, Siglufirði • Aðalgötu, Ólafsfirði Kaupangi, Akureyri • Hafnarbyggð, Vopnafirði • Álaugarvegi, Höfn Breiðumörk, Hveragerði • Tryggvagötu, Selfossi. L E I Ð 1 N N 1 HEIM U M L A N P A L L T

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.