Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 2

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 2
Starfsmenntun er mikilvægt kjaramál Menntamál eru stór þáttur af kjaramálunum og við verðum að auka hlutfall menntaðs launafólks. Bæta þarf að- stöðu félagsmanna utan löggiltra iðngreina til að stunda nám og stofna starfsnámssjóði fyrir þessar greinar. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu menntanefndar ASÍ um stöðu og starf verkalýðshreyfingarinnar að starfsmenntamálum sem haldin var þann 28. maí sl. Lögð var áhersla á menntun sem kjaramál á ráðstefnu ASI. - Að í menntamálunum leyndust sóknarfœri og að menn þyrftu að taka höndum saman til að ná árangri. Markmiðið með ráðstefnunni var að stilla saman strengi þeirra sem vinna að menntamálum innan verkalýðshreyfing- arinnar og huga að framhaldinu. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ og Garðar Vilhjálmsson, skrifstofustjóri Iðju, fóru yfir stöðu starfsmenntamáianna í upphafi dag- skrár en síðan kynntu fjölmargir aðilar starf sinna samtaka. „Menntun starfsmanna stéttarfélaganna er mikilvæg", benti Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður MFA og Sóknar á. „Það verður sífellt flóknara að sinna upplýsinga- starfi til félagsmannanna“. Þórunn sagði markmið MFA vera að auka hlutfall menntaðs launafólks. „MFA vill vera í far- arbroddi þeirra stofnana sem bjóða metn- aðarfullt sínárn", sagði hún. Þórunn sagði að rannsaka þyrfti brottfall úr námi og stefna að því að metin yrði bæði náms- og starfsreynsla þegar fólk vildi taka aftur upp þráðinn. Jón Ami Rúnarsson, skólastjóri Rafiðn- aðarskólans, sagði símenntunarkerfið vera fjöregg launþega. Það gæti aldrei orðið fjöregg atvinnurekenda. Jón Ámi sagði að könnun meðal útskrifaðra nemenda skól- ans hefði sýnt að um tveir af hverjum þrem hefðu komið í nám á fyrstu fimm ámm sín- um á vinnumarkaði sem benti til þess að skólakerfið væri ekki í takt við þarfir at- vinnulífsins. Jón Árni ræddi um styttri starfsnámsbrautir og sagði fólk ekki tilbúið í þær fyrr en það hefði náð ákveðnum aldri og félagslegum þroska. Þannig væri meðal- aldur í Viðskipta- og tölvuskólanum 27 ár. „Samt erum við alltaf að reyna að troða þessu inn í framhaldsskólana“, sagði hann. „Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt.“ Starfsnám utan löggiltra iðngreina Kristján Bragason, VMSÍ, Þórunn Svein- björnsdóttir, Sókn, og Jóhann Geirdal, LIV, ræddu um starfsnám fólks utan lög- giltra iðngreina. Kristján ræddi um starf samstarfsnefndar um starfsmenntun utan löggiltra starfsgreina en nefndin komst m.a. að því að byggja þyrfti upp kerfi starfsmenntunar í tengslum við hið al- menna skólakerfi. Kristján sagði nokkuð í land með að landssambönd og félög utan löggiltra iðngreina hefðu skapað félags- mönnum sínum sambærileg skilyrði til náms og iðngreinarnar. Skilning hefði vantað og fólk, bæði innan og utan verka- lýðshreyfingarinnar, hefði áttað sig seint á mikilvægi menntamála fyrir þennan hóp. Kristján sagði að vegna þessarar slöku stöðu hefði verið samið um það í síðustu kjarasamningum að stofnaður yrði sam- ráðshópur um menntamál með atvinnurek- endum. Næst þyrfti að semja um fræðslu- gjald eins og í iðngreinunum. „Lítið sem ekkert gerist í menntamálum verkafólks fyrr en menn taka höndum saman,“ sagði Kristján að lokum. „Menntunin á að vera helsta kjaramál verkafólks, annars myndast hyldýpi milli þeirra sem vald hafa á tækn- innni og hinna sem ekki hafa tök á að mennta sig“. Þórunn sagði Sókn hafa kynnt sér starfsmenntun í Osló, fyrir starfsfólk á leik- skólum og í heimaþjónustu, en veruleg þörf væri hér á landi á slíku starfsnámi. „Stefna félagsins er að bæta við sérhæfðu námi,“ sagði hún. „Eins konar fagbréf gætu hentað á íslenskum vinnumarkaði og liðk- að til fyrir eldra starfsfólk með reynslu, til dæmis á leikskólunum". Þórunn ítrekaði að allir þyrftu að eiga kost á að sækja nám. Fólk yrði ánægðara í starfi og öruggara og vildi halda áfram námi, jafnvel þótt erfitt hefði verið að brjóta ísinn vegna skóla- fælni. Þama fengi það sjálfstraust og styrk og aukinn þrótt til vinnu. Jóhann sagði skipulega fræðslu fyrir verslunarfólk ekki nægilega. Hann benti á að í síðustu samningum hefði verið gerð bókun um tveggja daga námskeið fyrir stjórnendur verslana þar sem kynna ætti fyrir þeim starfsnám verslunarfólks. Það væri merki um undarlega skammsýni að þörf væri á slíkri bókun og lýsti skilnings- leysi einstakra fyrirtækja. Það væri því al- ger nauðsyn að knýja stjómvöld til að stað- festa rétt launafólks til að sækja námskeið í vinnutímanum. Jóhann vildi, eins og Krist- ján, koma á fót starfsmenntasjóði fyrir sitt fólk. „Verkalýðshreyfingin verður ekki í forystu nema þessum málum verði gefinn aukinn gaumur,“ sagði hann síðan. „Markmiðið er ekki að reka skóla, held- ur að reka góða skóla, veita góða mennt- un,“ sagði Haukur Harðarson um fræðslu- miðstöð bílgreina. „Menntamál eru stór þáttur af kjaramálunum og munu verða eitt af því sem fólk horfir á þegar það ákveður hvort það ætlar að vera í stéttarfélagi“. Þá ræddi hann aðkomu stéttarfélaga að menntamálunum og sagði betra að borga í hlulunum og hafa áhrif en að láta aðra borga og heimta að ráða. „Við þurfum að stýra starfsnáminu því tenging inn í at- vinnulífið verður að vera til staðar“. MJÓLKURSAMLAG KS SAUÐÁRKRÓKI JÓN ARNAR MAGNÚSSON: súrmjólkin mín!“ „/ tugþrautirvni er nauðsynlegt að vera í toppformi. Grunnurinn er hollur og næringarríkur matur. íþróttasúrmjólkin stenst mínar kröfur um fæðu sem gefur orku, byggir upp og er þar að auki bragðgóð og mettandi. “ Próteinrík íþróttasúrmjólk með ekta vanillukornum! Vinnan L e i ö a r i • IKjarabætur framtíðarinnar Kjarabarátta verkalýðshreyfingarinnar snýst ekki ein- göngu um krónurnar í launaumslaginu eins og margoft hefur komið fram. Hún snýst um lífskjörin öll. I nýliðnum mánuði voru haldnar þrjár ráðstefnur á vegum ASÍ þar sem fjallað var um mikilvæg kjaramál þótt ekki væri rætt um taxta og tölur. í fyrsta lagi var fjallað um aukna mögu- leika fólks á að vera samvistum við börn sín á fyrstu ævi- árum þeirra, í öðru lagi um tryggingar félagsmanna í verkalýðshreyfingunni og loks um menntamálin en þar leynast að margra mati helstu sóknarfærin í kjarabaráttu næstu ára. Réttarbætur fyrir útivinnandi foreldra ASÍ kynnti stefnu sína um heildstætt réttindakerfi fyrir úti- vinnandi foreldra á ráðstefnu um samræmingu atvinnu- þátttöku og fjölskyldulífs. Það er mat ASÍ að gagngerra endurbóta sé þörf á réttindakerfi íslenskra foreldra á vinnumarkaði. Við stöndum nágrannaþjóðunum langt að baki hvað lengd fæðingar- og foreldraorlofs varðar og það er staðreynd að ísland er eina landið á Evrópska efna- hagssvæðinu sem ekki er með tekjutengdar greiðslur í fæðingarorlofi. Kröfur samtímans eru um fjölskylduvænni vinnumarkað, styttri vinnutíma, dagvinnulaun sem duga til framfærslu. Þær eru um aukin tækifæri fólks, ekki síst karla, til fjölskyldulífs og aukna möguleika fólks, ekki síst kvenna, til þátttöku á vinnumarkaðnum. í stefnu ASÍ kemur fram að líta ber á réttindakerfi for- eldra á vinnumarkaði sem félags- og vinnumarkaðsmál en ekki sem almannatrygginga- eða framfærslumál. Færa þarf kerfið nær áherslum verkalýðshreyfingarinnar um fjöl- skylduvænni vinnumarkað. Lengja þarf fæðingarorlofið, bæta rétt feðra og staðfesta rétt foreldra samkvæmt Evr- óputilskipun um foreldraorlof. Síðast en ekki síst þarf að jafna rétt fólks til greiðslna í fæðingarorlofi, hvort sem það er milli karla og kvenna eða milli félagsmanna í stéttarfé- lögum starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum og félags- manna í stéttarfélögum á almenna vinnumarkaðnum. Brýnt að vinna að tryggingamálunum Eitt af brýnustu verkefnum verkalýðshreyfingarinnar er að sjá til þess að félagsmenn hennar eigi kost á betri alhliða tryggingavemd, til dæmis gegn slysum í frítíma og tjóni á eignum, líkt og sænska alþýðusambandið býður félags- mönnum sínum. Á ráðstefnu ASÍ um tryggingamál kom meðal annars fram að iðgjaldasparnaður sænsks launa- fólks af því að kaupa félagsmannatryggingar er meiri en sem nemur félagsgjaldinu árlega. Þannig margborgar sig að vera í stéttarfélagi. Tryggingarnar hafa því bæði mikið ; gildi fyrir einstaklingana í félögunum og verkalýðshreyf- inguna. Þær veita félagsmönnunum örugga trygginga- vernd á mjög hagstæðum kjörum og hafa átt mikilvægan þátt í að treysta stöðu verkalýðshreyfingarinnar og skapa jákvæðari viðhorf til hennar. Grundvallaratriði er að um samstöðutryggingar er að ræða. Það ætti ekki að koma á óvart því reynsla okkar af lífeyrissjóðunum sannar hag- kvæmni hóptrygginga/samtrygginga. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að íslensk verka- j lýðshreyfing bjóði félagsmönnum sínum hagstæða alhliða tryggingavernd. Mikillar undirbúningsvinnu er þó þörf eigi að ráðast í slíkt stórverkefni. Vilji er nú til þess innan ASI I að hefja þegar í stað undirbúning að þessu verkefni, ekki síst með tilliti til þess að stjórnvöld vinna markvisst að því að draga úr hlutverki velferðarkerfisins sem veldur því að þörfin á öflugri tryggingavernd eykst jafnt og þétt. Starfsmenntun er mikiivægt kjaramál Mikilvægi menntunar fyrir verkafólk var staðfest með ráð- stefnu ASÍ í lok sl. mánaðar. Menntamálin eru stór þáttur af kjaramálunum og þar eru sóknarfærin einna mest. Nauðsynlegt er að auka hlutfall menntaðs launafólks en í því sambandi þarf að horfa til launafólks utan löggiltra iðn- greina sem staðið hefur höllum fæti þegar kemur að möguleikum til starfsnáms. Þá má ekki gleymast hversu mikilvægt er að mennta starfsmenn og trúnaðarmenn stéttarfélaganna. Menntun er eitt helsta kjaramál verkafólks. Sinni verkalýðshreyfingin henni ekki myndast hyldýpi milli þeirra sem valda hafa á tækninni og hinna sem ekki hafa tök á að mennta sig. En eigi að vera hægt að taka stór skref fram á við í fræðslumálum verkalýðshreyfingarinnar þurfa menn að taka höndum saman. Allt launafólk þarf að eiga kost á að sækja nám, hvar í félagi sem það stendur. Það blasir við að verkalýðshreyfingin verður ekki í forystu nema þessum málum verði sinnt af krafti. Útgefandi: Alþýðusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir. Ljósm.: G. Róbert Ágústsson o.fl. Utlit: Sævar Guð- björnsson. Prófarkalestur: Ingimar Helgason. Afgreiðsla: Grensásvegur 16a, 108 Reykja- vík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen og Guðmundur Jóhann- esson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.