Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 3
/ Afundi með Vlf. Norðfirðinga sátu síðustu kjarasamningar í fólki. Sumir sögðust ekki hafa orðið varir við neina kaupmáttaraukningu. - Það verður dýrara og dýrara að versla í matinn, var haldið fram. -Þetta er einn dýrasti staðurinn á landinu. Gestirnir minntu á að stöðugt væri reynt að semja um auk- inn kaupmátt, það væru ekki bara krónutölurnar sem giltu. Kannski væri skýringin á því að kaupmáttar- aukningin fyndist ekki sú að við erum að koma út úr tímabili þar sem við söfnuðum skuldum. - Mælingar á hækkunum launa annars vegar og verðlags hins vegar sýna að við höf- um náð árangri, sagði forsetinn. Björn Grétar sagði í framhaldi af þessu frá starfi verkalýðsfélagsins á Höfn þegar hann var formaður þar. -Við vorum alltaf með verðkannanir í gangi. Félagsmenn fóru reglulega í verslanir og könnuðu verð á ákveðn- um vörum. Þetta skilaði árangri við að halda verðlaginu stöðugu. Aðstæður bamafólks bmnnu líka mjög á fólki. - Það þarf að hækka kaupmátt barnafólks, var sagt. - Af hverju mega foreldrar ekki nota skattkort barnanna? - Það væri óskaplega gaman að geta ráðið þessu, svaraði Björn Grétar, - þá myndi ég breyta þessu, en það eru ákveðin mál sem snúa að pólitíska valdinu. Þá þyngdi yfir fundarmönn- um: — Við höfum bara engan sem tal- ar máli okkar á Alþingi, sögðu þeir. Bjöm Grétar minnti þá á að með samstöðu gæti launafólk þrýst á um breytingar. Fundamenn vildu sjá bætt réttindi, fyrst og fremst þyrfti að fjölga veik- indadögum barnafólks, sjö dagar „Hrejfingin er eins og eplakassi“ væm allt of fáir. - Það deilir enginn um það, sagði Grétar. Hann bætti við að margt hefði breyst í umhverfi fjöl- skyldnanna sem setti auknar byrðar á foreldra. Til að mynda fengju ung- lingar ekki lengur vinnu yfir sumarið og gjaldtaka fyrir ýmiss konar æsku- lýðs- og tómstundastarf hefði hækk- að. - Það eru mýmörg mál sem við eigum eftir að koma í höfn, sagði Grétar að lokum. - Við megum ekki bera bara kjörin samnan við ná- grannaþjóðirnar. Við verðum að skoða bardagaaðferðir þeirra og skipulag, vopn þeirra til að ná ár- angri. Verkalýðshreyfingin úti er að glíma við það sama og við, aukna gjaldtöku fyrir þjónustu hins opin- bera. Svíar hafa til dæmis svarað með áherslu á tryggingamál launa- fólks. Þeir hafa sitt eigið trygginga- kerfi þar sem spamaðurinn í iðgjald- inu er meiri en nemur félagsgjaldinu á ári. - Af hverju getum við ekki tek- ið þetta upp? var skotið inn í. — Ég tel að við eigum að gera það, svaraði Grétar að bragði. - Tryggingamálin eru meðal sameiginlegra mála sem heildarsamtökin þurfa að vinna að. Málmiðnaðarmenn á Norðfirði ræddu meðal annars um að fé- lög yrðu að hafa tækifæri til að veita þá þjónustu sem þau vildu veita, sum félög væru of lítil til þess. Það þyrfti að stækka félög til þess að þau gætu veitt öfluga þjónustu og unnið betra starf. en jafnvel þótt félög hefðu bol- magn til að ráða sér starfsmann væri vafasamt að þau stæðu undir öllum kröfum um sérþekkingu. Bent var á að verkefni ASI væm hið sameigin- lega, það sem snerti alla. Félögin ættu fyrst og fremst um samskipti við félagsmennina. - En á aðild að ASI að tryggja ákveðin gæði þjón- ustunnar? Enn á ný kom spumingin um agavaldið upp. Sumum þótti það sjálfsagt. - Hreyfingin er eins og eplakassi, útsýrði Hervar. - Ef eitt eplið skemmmist, skemmir það út frá sér. Og þótt það geri það ekki, getur það eyðilagt ásjónuna og vörumerk- ið. Enn heldur skipulagsmálaferðalag forystunnar áfram. Norður- og Austur- land em nú að baki og verður þráðurinn tekin upp á Vestfjörðum með haustinu. Hingað til hafa nokkur hundruð manns mætt á fundi forsetanna og fylgdarliðs og tekið þátt í umræðunum um framtíð og stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar. Sumir komu með hugmyndir, aðrir gagnrýni, enn aðrir fyrir for- vitnisakir. Ávöxtur fundanna mun síðan birtast á þingi ASI árið 2000 þar sem móta á stefnu og vinnulag í skipulagsmálunum. Vinnan var með í för á Norðfirði og Reyðarfirði. Það vom Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, Hervar Gunnarsson, fyrsti varaforseti ASI og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, sem heimsóttu þessa staði í fylgd Sigurðar Ingvarssonar, formanns Alþýðusambands Austurlands. Lars Olsen, formaður Verkalýðs- félagsins á Reyðarfirði, Hervar Gunnarsson og Sigurður Ingvarsson, kynna sér starfsemi KK-matvæla. Reyðfirðingar bentu m.a. á að at- vinnulífið í bænum hefur verið að breytast undanfarin ár. Minna hefur verið um að vera í sjávarútvegi en í nágrannabæjunum þannig að at- vinnulífið er jafnara. Kaupfélagið er reyndar farið en fyrirtæki bæjarins hafa verið að sækja inn á höfuðborg- arsvæðið, einkum í matvælafram- leiðslu. Þá var bent á að hæsta hlut- fallið af háskólamenntuðu fólki á svæðinu væri á Reyðarfirði. Hvað framtíðina varðar hefur mikið verið litið til stórrar verksmiðju. Menn töldu unga fólkið sjá í henni mögu- leika á að koma aftur. - Umræðan um verksmiðju hefur komið upp á fjögurra ára fresti, var þá skotið inn. Austfirðirnir eru að verða stórt má nefna að Reyðfírðingar vinna við að byggja kirkju, íþróttahús og íbúðir á Þórshöfn. Stjórnarmönnum í Verkalýðsfé- lagi Reyðarfjarðar þótti áhyggjuefni hve fundarsókn væri lítil í heyfing- unni. Grétar benti á að félagsfundir væru ekki algildur mælikvarði á virkni. Félög væru í sífellt meira mæli að leggja áherslu á vinnustaði, að heimsækja þá og fara til fólksins. - Ef fundarsókn er slök verðum við að slá á aðra strengi til að ná til fólks, sagði hann. Hann sagði það vera misskilning að allt hafi verið svo miklu betra áður fyrr. - Víða er mun meira starf í félögunum en fyrir 30 árum. Heildarstarfið er mun meira yfir árið og upplýsingastarf öflugra. En áður fyrr voru kannski haldnir tveir fundir á ári og þá mættu allir. samfellt atvinnusvæði og sem dæmi Akureyrar " Utibú í Xi/1 ;ringum landið^^Q ... 425-0300 .. 461-3000 ..437-1618 .. 456-4072 ... 452-4500 .... 453-5828 .. 471-1369 i 478-1303 A Isafjörður Blönduós SaudarKrokur Egilsstaðir........ k Höfn. Hornafirði... Vestmannaeyjar VELKOMIN I VIÐSKIPTI H0LDUR hf. interRent Europcar 111111111111111111111111 • £ • 111111111111111111111111*. UTVEGGJAKERFI úr stáli - 40% ódýrara en hefðbundin iiS)V aðferð á fokheldu byggingarstigi LINDAB útveggjakerFið er traust og eintöld byggingaraðferð • 60-70% styttri byggingartími • AHt efni fyrirfram tilsniðið og tilbúið á byggingarstað • Byggingaraðferð óháð veðurfarslegum skilyrðum • LINDAB útveggjakerfið þolir vel rakasveiflur • Er unniö úr umhverftsvænum efnum • Er eldtraust (A-60 veggur) -.„--f • Með frábæra hita- og hljóðeinangrun • Samþykkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. .• Hafid óliikad samband við sérfróða Ueknimenn • TRAUST • EINFALT • VARANLEGT TÆKNIDEILD 0.1*1\ okkarogfáið upplýsingar ,n(d'11 öid'0 Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavik Simi 587 5699 • Fax 567 4699 iiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit Vinnan 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.