Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 7
Ágrip af sögu félagsmála í ESB Félagsmál hafa verið með í far- angri Evrópusambandsins allar götur frá upphafi (hér verður nafnið Evrópusambandið eða ESB notað sem samnefnari hinna ólíku heita sem þessi samtök Evrópuþjóða hafa borið frá byrjun). Það er hins vegar ljóst að þær tilvísanir í félagsmál sem fundust á stangli í Rómarsátt- málanum 1957 jafngilda ekki stefnu í félagsmálum. Hún mótaðist síðar með yfirlýsingum leiðtogafunda ESB og öll ESB löndin urðu loks sammála um félagsmálastefnu í Amsterdam 1997. Sum aðildarlönd ESB og fram- kvæmdastjórn þess töldu snemma að nauðsynlegt væri fyrir samband- ið að hafa pólitíska og lagalega stöðu til að að setja lög og reglur um félagsmál, bæði sem hluta af lagasetningu um markaðinn og til að sýna skýrt í verki að ESB fengist við að bæta lífskjör fólks. A leið- inni frá Róm 1957 til Amsterdam 1997 voru harðar deilur um félags- málin af bæði menningarlegum og pólitískum toga, ekki síst í kringum 1990, þegar þau voru hluti djúp- stæðs ágreinings milli Margaretar Thatchers og hinna Evrópuleiðtog- anna um þróun sambandsins. Róm 1957 I Rómarsáttmálanum, sem stundum er kallaður stofnsáttmáli ESB, er á nokkrum stöðum minnst á félags- mál, m.a. sömu laun kvenna og karla fyrir sömu vinnu og öryggi á vinnustöðum. En umfjöllunin markast greinilega af megináhersl- um sáttmálans sem voru um aukin tengsl og samstarf ríkjanna í efna- hagsmálum. Af nauðsynlegri end- urskipulagningu í atvinnumálum gat orðið röskun á högum fólks og um félagsmálasjóðinn, sem kveðið var á um í sáttmálanum, segir t.d að hon- um sé ætlað að auðvelda fólki að flytja sig milli staða eða starfsgreina til að afla sér atvinnu. Vorið 1968 urðu stúdentaóeirðirnar frægu í París, sem skóku alla Vestur Evrópu. Á leiðtogafundi í Haag 1969 virtist í fyrsta sinn almenn samstaða um að sambandinu bæri að setja sér skýr markmið í félags- málum. Versnandi hagvöxtur og aðildarviðræður við Breta, Dani og Norðmenn kunna að hafa gefið fé- lagsmálunum enn betri byr, því að á fundi sínum í París 1972 fólu leið- togarnir framkvæmdastjórninni að undirbúa tillögur um aðgerðir. Af- raksturinn varð fyrsta félagsmálaá- ætlunin, sem sá dagsins ljós árið 1974. Vegna olíukreppunnar 1973 og mikillar efnahagsröskunar sem kom í kjölfarið færðust félagsmálin aftur neðar á forgangslistann en með áætlun þessari var þó hreyft ýmsum áformum um lagasetningu á félagsmálasviðinu sem héldust í umræðunni næstu árin og var flagg- að aftur í síðari félagsmálaáætlun- um. En félagsmálin komast aftur á dagskrá þegar samin eru lögin um innri markaðinn á árunum 1985 og 1986. Þar er tekið fastar en áður á ýmsu er varðar málaflokkinn, s.s öryggi á vinnustöðum og ýmsar jöfnunaraðgerðir milli ríkra og fá- tækra svæða. Og framkvæmda- stjóminni var meðal annars falið að styðja formlegt samráð Evrópusam- taka aðila vinnumarkaðarins (hin svokölluðu félagslegu samtöl). Framkvæmdastjórnin samdi viðamikla álitsgerð um félagsþátt- inn í innri markaðnum (Social Dimension) þar sem m.a. var lagður grunnur að áætlunum eins og Comett og Erasmus, sem styrktu tæknimenntun og stúdentaskipti Strassborg 1989 Upp úr álitsgerðinni um félagsþátt- inn samdi framkvæmdastjómin síð- an félagsmálaskrá ESB um grunn- réttindi launþega í félagsmálum (Social Charter) og lagði fyrir leið- togafundinn í Strassborg. Þar urðu deilur harðar og svo fór að allir leið- togamir skrifuðu undir nema Marg- aret Thatcher. Skráin var var ekki lagalega bindandi, en var pólitísk yfirlýsing um að samkomulag í fé- lagsmálum væri forsenda efnahags- framfara og innihélt lista yfir rétt- indi á ýmsum sviðum, s.s réttindi fólks í hlutastörfum, verkmenntun og jafnrétti. Maastrictit 1991 Á leiðtogafundinum í Maastricht tveimur árum síðar var vilji meiri- hluta ESB landanna sá að fella fé- lagsmálaskrána frá 1989 í megin- dráttum inn í ESB löggjöfina sem sérstakan félagsmálakafla (Social Chapter). Bretar samþykktu það ekki svo að í staðinn var samþykkt- ur félagsmálaviðauki (Social Protcol), þar sem kveðið var á um að ESB ríkjunum 11, sem studdu kaflann, væri heimilt að lögfesta einstaka þætti hans og nota til þess stofnanir ESB, án þátttöku Breta. Lagasetning af þessu tagi myndi þá að sjálfsögðu ekki gilda í Bretlandi. I félagsmálaviðaukanum var sam- ráði Evrópusamtaka aðila vinnu- markaðarins gert en hærra undir höfði en áður og áhrif þeirra á laga- setningu ESB um félagsmál styrkt. Amsterdam 1997 Þegar leiðtogar ESB komu til fund- ar í Amsterdam 1997 var ríkisstjóm Tony Blair komin til valda í Bret- landi. I Amsterdam var félagsmála- viðaukinn frá Maastricht felldur inn á ESB löggjöfina og ríkin urðu þar með sammála um stóru línurnar í þróun ESB félagsmála í nánustu framtíð. Það þýðir hinsvegar ekki að samkomulag sé um einstakar að- gerðir í félagsmálum. í Amsterd- amsáttmálanum fá aðilar vinnu- markaðarins enn aukna möguleika til að hafa áhrif á framtíðarstefnuna. I sáttmálanum er sérstakur kafli um atvinnumál. Hvað nú? Baráttan við atvinnuleysið í aðilda- ríkjum ESB er forgangsmál um þessar mundir. Evrópumyntin og stækkun ESB til austurs munu hafa gríðarleg áhrif á félags og vinnu- markaðsmál í ESB. Atvinnumál eru Guðmundur Einarsson, skrifar frá Briissel á forræði heimamanna en augljóst er að framkvæmdastjóminni er þar ætlað það hlutverk að samræma að- gerðir. Á félagsmálasviðinu verður því ekki tíðindalaust á næstunni. Evrópusamtökum vinnumarkaðsað- ilanna er ætlað veigamikið hlutverk innan ESB við að bregðast rétt við aðsteðjandi verkefnum og móta við- brögð sambandsins. Það verður fróðlegt að fylgjast með áfram. Við bíðum næsta leiðtogafundar. Guðmundur Einarsson staifar við vinnumarkaðsmál á skrifstofu EFTA í Briissel Stéttarfélög veita félagslegt öryggi Kjarasamningar stéttarfélaga veita launafólki og fjölskyldum þess dýrmæt réttindi sem stuðla að félagslegu öryggi. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land allt með um 5500 félagsmenn. Hver vill missa laun í veikindum, eiga von á fyrirvaralausum uppsögnum, fá ekki greiðslur í orlofi eða missa rétt til sjúkrabóta? Samiðn hvetur iðnaðarmenn til að standa vörð um stéttarfélag sitt. Teflum ekki félagslegu öryggi fjölskyldunnar í tvísýnu. JllL 1||lr Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGA Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026. Heimasíða: http://www.rl.is/samidn.html HHakútar& rafmagnsofnar Stærð Afl TILBOÐ Rétt verð Hitakútur CB50 50 lítra 1600 W 22.800 28.750 Hitakútur CB 75 75 lítra 1800 W 26.800 33.300 Hitakútur CB 100 100 lítra 1800 W 28.900 38.470 HitakúturCB 150 150 lítra 2400 W 32.900 42.704 Hitakútur M200 200 lítra 2400 W 35.900 46.812 Rafmagnsofn RT 40x40 300 W 6.590 7.600 Rafmagnsofn RT 80x40 800 W 7.580 8.700 Rafmagnsofn RT 100x40 1000 W 7.980 9.200 Rafmagnsofn RT 120x40 1200 W 8.680 9.980 RÖNNING Borgartúni S4 • S: 56S 4011 Vinnan 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.