Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 11
Menntun er lykíllinn að árangnrsrfkri samvinnn Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndunum rekur skóla í tengslum við árlegt þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf. Frakkinn Jean-Claude Le Douaron er að taka við sem skólastjóri Genfarskólans. Jean Claude bjó lengi vel í Svíþjóð og segist í raun vera orðinn afar norrænn í hugsun. Hann er starfsmaður ETUCO, menntastofnunar evrópsku verkalýðs- hreyfingarinnar, með aðsetur í Briissel. Jean-Claude telur að gott fræðslustarf sé forsenda árangurs f alþjóðlegri sam- vinnu og leggur áherslu á að verkalýðs- hreyfingin mennti sitt fólk. Sem starfsmaður ETUCO sér Jean-Claude fyrst og fremst um að skipuleggja námskeið fyrir fulltnia starfsmanna í evrópsku samstarfs- ráðunum sem nú er verið að stofna víða um álfuna. í starfi sínu sinnir hann því jöfnum höndum menntamálum fulltrúa launafólks og ýtir undir alþjóðlega samvinnu þeirra. Hann segir að menntun fyrir fólk í verkalýðshreyfing- unni verði stöðugt mikilvægari. Gott mennta- starf innan hreyfingarinnar sé lykillinn að því að alþjóðleg samskipti geti skilað hámarksár- angri. - Menntunin er meginatriði fyrir ungt fólk sem starfar fyrir verkalýðshreyfinguna upp á allt samstarf að gera, segir hann. - Hún er mikilvæg því ef það á að skapa alvöru alþjóðleg tengsl þá verðum við að skilja hvað tengslin snúast um, við verðum að læra að skilja hvert annað og skilja hver tækifæri okkar em. Jean-Claude bendir á að mörg verkefna verkalýðshreyfingarinnar í dag séu með þeim hætti að ekki sé hægt að leysa þau eingöngu á landsvísu. Sömu þróunar verði vart alls staðar í Evrópu, til að mynda þegar litið sé á launa- hækkanir í kjarasamningum sem hafi verið mjög svipaðar alls staðar í Evrópu sl. 2-3 ár. Sama gildi um vinnuskilyrði og aðstæður launafólks. - Ég heyrði fyrir skömmu að 70% þeirra starfa sem skapast hafa í Finnlandi á sl. tveimur ámm séu hlutastörf. Hlutfallið er svip- að í Frakklandi. Við verðum greinilega að leita lausna í þessum málum á Evrópuvettvangi, leiða saman mismunandi stofnanir og samtök, segir Jean-Claude. - Vegna aukins mikilvægis samstarfs og samráðs skipuleggjum við nám- skeið og reynum að þjálfa fólk sem getur séð um kennslu á Evrópuvettvangi. Námskeiðin em til dæmis um myntbandalagið, atvinnumál, op- inbera þjónustu, samninga aðila vinnumarkað- arins í Evrópu o.s.frv. Það má heldur ekki gleymast að boðið er upp á nám í hverju landi fyrir sig. Geinarskólinn sem (yrirmynd að Evrópuskóla Genfarskólinn, eins og hann kallast, hefur verið starffæktur frá árinu 1931. Hann stóð lengi vel yfir í þrjá mánuði í senn en nú er kennt í um það bil mánuð meðan á þingi ILO, Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, stendur. Meginmark- mið skólans er að nemendur fái að fylgjast með þinghaldinu. Kennsla byrjar reyndar viku áður en þinghald hefst. Að sögn Jean-Claudes er þessi fyrsta vika notuð til að nemendur læri að skilja hver annan, menningu, tungumál og hefð- ir. - Það er töluverður munur á því hvernig verkalýðshreyfingin er uppbyggð á Norður- löndunum og það er eitt af því sem við veltum fyrir okkur í skólanum, segir Jean-Claude. -Utan frá séð er uppbyggingin svipuð, til að mynda í augum Belga og Frakka sem tala um norræna módelið. En ef litið er á málið frá sjón- arhóli Svía, Norðmanna eða Islendinga er mun- urinn töluverður. Fólk þarf því að ná að skilja hvert annað. Þegar sameiginlegum skilningi hefur verið náð er síðan hægt að takast á við vandamálin í sameiningu. Nú hafa Eystrasaltsnkin lagt áherslu á tengsl sín við Norðurlöndin og Jean-Claude segir að rætt hafi verið um að þessi ríki fengju að senda fulltrúa á skólann í ár. Stjóm skólans hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um það. Hann segist trúa því að þetta gæti verið leið til að aðstoða þessi ríki við að endurreisa verkalýðshreyfing- una sem á víða undir högg að sækja eftir að löndin urðu sjálfstæð ríki. Jean-Claude segir að vissulega gæti Genfar- skólinn verið fyrirmynd að sam-evrópskum verkalýðsskóla. - Frá sjónarhóli evrópsku verkalýðshreyfingarinnar tel ég að við ættum að nýta okkur reynsluna af norræna skólanum, segir hann. - En það getur orðið erfitt að ætla sér að endurskapa hann fyrir Evrópu alla því skólinn byggir á þeirri gömlu hefð Norðurland- anna að standa saman og efla samstöðuna sín á milli, ekki síst innan evrópsks eða alþjóðlegs samstarfs. Nú er þörf á slíkri samstöðu innan Evrópu en sagan geymir ekki slíkt samstarf eins og á Norðurlöndunum, hefðin er ekki fyrir hendi. Nopræna samstarfið í skugga Evrópusamstarísins Það sem er bagalegt er að tilfinningin fyrir gildi norrænu samvinnunnar er að minnka, sam- kenndin er á undanhaldi. Þannig er norræna tungumálið ekki eins allsráðandi í samskiptum og áður því vel flestir tala ensku. Mér sýnist á- huginn á norrænu samstarfi fara dvínandi, til dæmis meðal Svía, vegna þess að öll athyglin beinist að Evrópuvettvanginum. Evrópa er mik- ilvæg, það er ekki það sem ég á við, en það verður stöðugt erfiðara að fá þátttakendur á Genfarskólann vegna þess að athyglin beinist fyrst og fremst að þeirri kennslu sem á sér stað í Brússel. Vissulega verður verkalýðshreyfingin að velja hvemig kröftunum er beitt, það er dýrt að senda fólk á skóla í heilan mánuð og sumum finnst það ekki lengur vera mikilvægt forgangs- verkefni. Þessi skóli og starfið í kringum ILO skiptir hins vegar vaxandi máli. Norðurlöndin Jean-Claude Le Douaron er skóla- stjóri norrœna Genfarskólans sem haldinn er í tengsl- um við þing AI- þjóðavinnumála- stofnunarinnar ár hvert. hafa á margan hátt verið til fyrirmyndar þegar kemur að félags- og atvinnumálum. En þau skera sig ekki lengur úr. I raun og veru held ég að Norðurlandabúar séu kannski í fyrsta sinn að horfa fram á það núna að samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar geti bætt stöðu verka- fólks á Norðurlöndunum. Það var útilokað fyrir um fimm ámm því þá stóðu Norðurlöndin svo miklu betur en þær kröfur sem verið var að setja innan ILO. Ég get tekið eitt dæmi. Það muna margir eftir umræðum um stöðu starfs- fólksins við ákveðið hótel í Aabo í Finnlandi. Eigandi hótelsins stofnaði fjölda fyrirtækja, um 30 talsins, þannig að starfsfólkið vann aldrei hjá hótelinu formlega séð heldur sem verktakar hjá mismunandi fyrirtækjum, eina viku í senn. Þar með gat eigandinn komist hjá því að greiða sjúkrabætur, í lífeyrissjóð o.fl. vegna ákvæða í finnskum lögum. Þetta fólk vann því við mjög léleg skilyrði og réttindi þess voru afar lök. I fyrra var fyrri umræða um samþykkt um launa- verktöku á þingi ILO. Samþykktin gengur út á það að fólk sem ráðið er sem launaverktakar eigi að búa við sömu réttindi og launafólk. Ef þessi ILO samþykkt verður samþykkt og Finn- land staðfestir hana í kjölfarið yrði ekki lengur hægt að standa svona að málum þar í landi. Evpópa ep aðeins skpef á leiðinni - Við lifum á þannig tímum að breytingamar koma utan frá, úr alþjóðlegu samstarfi. Það er mikill þrýstingur vegna alþjóðavæðingarinnar og við getum ekki verið viss um það lengur að við getum haft áhrif á vinnuaðstæður félaga okkar með starfinu innanlands einu saman. Fyr- irtæki eru að verða fjölþjóðlegri og færa sig um eftir því hvar skattalegt umhverfi er hentugast. Möguleikar okkar til áhrifa á landsvísu hafa því minnkað og við verðum að horfa frekar á al- þjóðlega samvinnu. Við verðum að finna nýjar leiðir. Það tók okkur um 100 ár að byggja lands- samtök sem hafa áhrif svo það tekur auðvitað tíma að byggja upp virk alþjóðleg samtök. Jaen Claude játar að þörf sé á að sinna báðum þess- um verkefnum. - Við verðum að gera hvort tveggja, segir hann, - styrkja landssamtökin og efla alþjóðastarfið. En áherslurnar í alþjóða- starfinu eru að breytast. Þegar litið er til baka allt til áttunda áratugarins var mikill áhugi á al- þjóðlegri samvinnu og samstöðu alls staðar í heiminum, samvinna var um aðstoð við þriðja heiminn o.s.frv. Alls kyns nefndir og ráð voru starfandi. Nú virðist hins vegar Evrópa ein hafa athyglina. Fólk einbeitir sér að einu í einu. Ég held að verkalýðshreyfingin verði að líta á allan heiminn sem starfssvæði sitt því fyrirtækin em farin að líta á heiminn sem eina heild. Evrópa er aðeins skref á leiðinni, segir Jean-Claude Le Douaron. Efnahagsumræða a traustum grunm Traustar heimildir eru nauðsynlegur grunnur fyrir vandaða umræðu um efnahagsmál. ( ritum Seðlabanka (slands eru birtar upplýsingar, greinargerðir og álit um hina ýmsu þætti sem snerta gang efnahagsmála: I Hagtölum mánaðarins eru birtar upplýsingar í tölum, myndum og stuttum greinum um peninga- og lánamál, verðlag, gengi og vexti, viðskipti við útlönd og erlendar skuldir, fjármál hins opinbera, framleiðslu, fjárfestingu og atvinnu. Fjármálatíðindi miðla niðurstöðum rannsókna á sviði efnahagsmála og eru vettvangur fyrir faglega umræðu og skoðanaskipti um efnahagsleg úrlausnarefni. ( efnahagsumræðunni er vitnað til þessara rita. Pantaðu áskrift eða kynntu þér efnið á heimasíðu bankans. Áskriftarsíminn er 569 9785 Vinnan 11

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.