Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 12
Karl Áoiísl fékk SteMnsstyrkíim Stefánsstyrkur MFA og Félags bóka- gerðarmanna var veittur þann 1. maí sl. Styrkinn hlaut Karl Ágúst Ulfsson, leik- ari, til þess að fullvinna leikþátt um karlinn og fjölskylduna til sýninga á vinnustöðum. Stefánsstyrk var úthlutað í fyrsta sinn þann 1. maí 1990 en að styrkveitingunni standa Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna til minningar um Stefán Ögmundsson prent- ara. Stefán var fyrsti formaður MFA og lét verulega til sín taka á vettvangi Hins ís- lenska prentarafélags, síðar Félags bóka- gerðarmanna. Tilgangurinn er að styðja einstakling, einstaklinga, félag eða sam- tök vegna viðfangsefnis sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Samkvæmt samkomulagi milli MFA og FBM var Stefánsstyrkur nú veittur í síð- asta sinn. Aðstandendur þessara sam- taka segja ánægjulegt að síðasti styrkur- inn skuli falla til leikritagerðar þar sem Stefán Ögmundsson hafi verið mjög á- hugasamur um að fræðslu- og menning- arstarfið færi út á meðal fólksins og var frumkvöðull að því að MFA beitti sér fyrir lifandi starfi á vinnustöðum. E r l e h t $ Júgóslavneskir verka- menn í hungurverkfalli jörutíu og átta verka- menn við stærstu vopna- verksmiðjuna í Belgrad í Júgóslavíu hófu hungurverk- fall þann 15. maí sl. til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um meiri vinnu og að þeir fái greidd þau laun sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Aðgerðirnar eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að koma Zastava vopnaverksmiðjunni til bjargar en þar hafa 1.000 verkamenn haft uppi hávær mótmæli frá því 15. apríl en án árangurs. Zoran Nedeljkovic, foringi verka- lýðsfélags starfsmannanna, Nezavisnost, segir kröfurnar vera fyrst og fremst þær að launaskuldirnar sem nema um 44 milljónum íkr. ($618.000) verði greiddar þegar í stað. Herinn sem áður keypti 90% framleiðslunnar hefur nú ekki efni á innkaupum og viðskipti við Króatíu og Bosníu hafa verið stöðvuð. Zastava vopnaverksmiðjurn- ar halda nú aðeins uppi 10% af framleiðslugetu sinni með 40% af fyrra starfsafli og nú eru sport- og veiðivopn meirihluti framleiðslunnar. Okkar vöru stoppa stutt Forsenda lágs vöruverðs er mikill veltuhraði, Ástralirnír endurráðnir w Aströlsku hafnarverkamenn- irnir sem reknir voru vegna aðildar sinnar að stéttarfélagi hafa nú verið endurráðnir. Það var hæstiréttur Ástralíu sem skipaði fyrirtækinu Patrick Stevedores að ráða alla verka- mennina 1400 talsins að nýju en fyrirtækið hafði áfrýjað til hæstaréttar eftir að hafa tapað málinu fyrir lægra dómsstigi. Þessi niðurstaða þykir sigur fyrir verkalýðshreyfinguna í Ástralíu en að sama skapi mikil niður- læging fyrir fyrirtækið og íhalds- sama ríkisstjórn landsins. Verkalýðsfélög komin á matseðil McDonalds Starfsfólk McDonalds í Macedóníu í Bandaríkjun- um er á leið í verkalýðsfélög, aðeins rúmum mánuði eftir að fyrsta verkfallinu við fyrirtækið lauk. Áhuginn á félagsaðild jókst verulega eftir verkfallið en það er í raun fyrsta verkfallið sem beinist gegn fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Kröfur starfs- mannanna snerust um hærri laun, betri þjálfun yfirmanna og bætt samskipti. Ef það tekst að gera alla starfsmenn staðarins að félög- um í stéttarfélagi yrði það fyrsti McDonalds staðurinn þar sem slíkt tíðkast síðan á fyrri hluta 8. áratugarins þegar starfsfólkið í Mason City, lowa, var í stéttar- félagi í um fjögur ár. hagkvæm eigin framleiðsla og trygg viðskiptasambönd erlendis. Mikill veltuhraði ræðst meðal annars af öruggum flutningum. Það er eitt af okkar aðal markmiðum að afhenda vörur til viðskiptavina okkar eins fljótt og hægt er. Það er okkar trú að þannig fáum við fleiri ánægða viðskiptavini og lægra vöruverð. 515 5100 Pantaðu strax AÐEINS EITT SÍMTAL 515 5100 II r é s Vi iiniiiiii;ii' fá Austfirðingamir sem komu á fundi forseta og fylgdarliðs um skipulagsmálin í mánuðinum og lögðu þar með sitt af mörkum til mótunar verkalýðshreyfingar framtíðarinnar. Félagsmálaráðherra sem virtist átta sig á því á ráðstefnu ASÍ um samræmingu atvinnu- og fjöl- skyldulífs, að endurbóta er þörf á íslenska fæðingarorlofskerfinu. Það hlýtur því að reynast vilji til þess að koma til móts við verka- lýðshreyfinguna og auðvelda for- eldrum þátttöku á vinnumarkaði. Samiðnarmenn fyrir að gera jafnréttis- og fjölskyldumál að mikilvægu máli á þingi sínu og samþykkja ályktun þar sem m.a. er bent á að í jafnréttisumræðu sl. ára hafi lítið verið rætt um rétt karla til fjölskyldulífs. Dagsbrún/Framsókn fyrir að standa, ásamt fleiri samtökum, fyrir opnum fundi um kjör láglaunakvenna. Staða verka- kvenna er áhyggjuefni eins og bent hefur verið á í úttektum Vinn- unnar. ambandsstjórnarfundur Verkamannasambandsins fyr- ir sama áhuga á kjörum láglauna- kvenna - fyrir að beina athyglinni sérstaklega að því í kjaramáiaá- lyktun sinni að launaskrið nái ekki í sama mæli til kvenna og karla. 12 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.