Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 13
Farsköli Meimiiigar- og fræðslu- sambands alþýðu á Sauðárkröki MFA-skólinn er starfsræktur af Menningar- og fræðslusambandi al- þýðu og ætlaður atvinnulausu fólki, yfir tvítugu. Markmið skólans er að auka hæfni nemenda á vinnumark- aði, sjálfstraust þeirra og þekkingu. Hver skóli er 350 til 400 kennslu- stundir sem svarar til einnar annar í framhaldsskóla. Markmið skólans er að auka hæfni nemenda á vinnu- markaði, efla sjálfstraust þeirra og þjálfa þá í að tileinka sér nýja þekk- ingu. I skólanum er kennd íslenska, enska, stærðfræði, tölvuvinnsla og verkefnavinna. Einnig er lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, hvemig veita eigi góða þjónustu, starfsráðgjöf og at- vinnuumsóknir. I vetur voru tveir hópar í MFA- skólanum. Fyrri hópurinn fékk kennslu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist í lok febrú- ar og um miðjan mars. Seinni hópur- inn sækir skólann á Sauðárkróki og útskrifast þann 5. júní nk. Vinnan ræddi við fjóra nemendur skólans á Sauðárkróki, þau Daníel, Hafstein, Valdísi og Önnu. Spurt var um: vœntingar til námsins hagnýti þess skipulag skólans tímasetningar (dags- og árstíma) atvinnuástand í héraði skipulag skólans frekara nám? Viðhorf karlanna: Tölvuhluti námsins mætti vera mun viðameiri því þar liggur hagnýtið. Of margt er í boði og þar af leiðandi of lítið af hverju einu, farið full- grunnt í hlutina. Ráðlegt væri að fækka námsgreinum og kafa dýpra í hverja og eina. Árstíminn fannst þeim óheppilegur, á vorin losnar frekar um störf, en tímalengd hvers dags fannst þeim hins vegar ágæt, 8- 15. Viðhorf kvennanna: Þær eru ánægðar með skólann og geta vel hugsað sér frekara nám af svipuðu tagi. Þeim finnst sjálfstyrk- ingarþáttur hæfilegur og fyrirkomu- lag námsins ágætt en möguleikar á atvinnumarkaði lítið aukast, slæmt atvinnuástand í héraði spilar vita- skuld þar inn í. Æskilegra hefði ver- ið að hafa skólann hálfan daginn eins og til stóð í upphafi en árstíminn er hentugur, frá mars og fram í júní. Berglind Steinsdóttir og Hulda Egilsdóttir Anna Fríðriksdóttir „Eg er ánœgð hér í skólanum og hefði komið hingað hvað sem tautaði og raulaði. Bœði finnst mér þetta gagnlegt og gefandi þótt ég sé ekki endilega stöðugt að læra eitthvað nýtt og svofáum við í lokin umsögn sem getur nýst sem meðmœli þegar losnar um á þessum hág- horna vinnumarkaði. Það er til lítils að tala um aukna hœfni til staifa þegar störfin bjóðast alls ekki. Til viðbótar við það sem hér hefur staðið til boða hefði ég viljað sjá kynt undir nýsköpun til að hrinda sjálf einhverju af stokkunum. Ann- ars hefði ég ekkert á móti því að vera áfram í skóla. “ Daníel Einarsson „Mérfinnst ég hafa lœrt margt sem ég ekki kunni, ekki síst í ensku og tölvu- málum sem hefði þó e.t.v. mátt gera hœrra undir höfði. Námsefnið er í samrœmi við vœnt- ingar mínar og ég sé að aðrir í hópnum eru tíka að hafa gagn af. Ég vildi gjarna sitja fleiri á- líka námskeið en efmér byðist vinna myndi ég taka henni og hœtta í námi. Efþað hins vegar harðnar ennfrekar á dalnum í atvinnumálum get ég vel ímyndað mér að égfari í meira nám. “ HVERS VIRDI ER FJÖLSKYLDA PÍIH? Örugg raflögn er ódýr fjölskyldutrygging. Slys vegna lélegra raflagna eru of dýru verði keypt. Búðu fjölskyldunni öruggt umhverfi. Láttu viðurkenndan fagmann lagfæra það sem betur má fara. RAFIÐNAÐARSAMBAND IAC ISLANDS Hafsteinn Oddsson „Ég er alveg sáttur við að vera sest- ur á skólabekk þótt námið sé talsvert frábrugðið því sem ég tel mig hafa fengið upplýsingar um. Ég hefði vilj- að fá meiri og víðtœkari kennslu á tölvu, þ.á m. myndvinnslu, og ég stóð í þeirri meiningu að hér yrði bók- fœrsla o.þ.h. Þetta er ágœtisskóli en fullmikið lagt upp úr ritgerðarvinnu sem kemur mér að litlu gagni. Vegna atvinnuástandsins hefði verið meiri ástœða til að styðja okkur í að koma okkur áframfœri og skapa okk- ar eigin atvinnutœkifœri. “ Valdís Skarphéðinsdóttir „Það sem kom mér mest á óvart var hversu miklu léttara námið reyndist vera en ég hafði búist við. Satt að segja kveið ég svolítið fyrir en raunin er að mér þykir mjög gaman í skól- anum og vildi gjarnan sjáframhald á. Ég sé þetta námskeið fyrir mér sem stökkpall til frekara náms, bœði með tilliti tilfrekari menntunar fyrir sjálfa mig og til að auka möguleika mína á vinnumarkaðinum. “ Merki um □ RYGGll K Samábyrgð W fslands Pósthólf 8320, Lágmúla 9, 128 Reykjavík, sími 568-1400, fax 581-4645 il sjoöfelaga og viðskiptavina Afgreiðslutími Yfirlit send til sjóðfélaga Frá 4. maí til 15. september er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 8.00 til 1 6.00 alla virka daga. Hinn 1. mars 1998 voru send yfirlit til allra greiðandi sjóöfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1997 til 28. febrúar 1998. Sjóðfélagar eru hvattir til að bera þau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. ■ Stofnuð hefur verið séreignadeild við sjóðinn sem hefur það hlutverk að taka við viðbótar lífeyris- sparnaði sjóðfélaga. Þessi þjónusta er góð viðbót við lífeyris- sjóðinn en kemur ekki í stað skylduaðildar að samtryggingar- sjóði. Sjóðurinn hvetur þig til að hafa samband við sjóðinn og kynna þér þessa nýju þjónustu. |+L ■■ Lifeyrir Lífeyrissjóður og lífeyrissparnaður Ellin sem tryggja þér og þínum fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni. lífeyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir b Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Fax 510 5010 Grænt númer 800 6865 Heimasíða: lifeyrir.rl.is Netfang: mottaka@lifeyrir.rl.is 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.