Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 14
Popparar til sigurs Lykillinn að sigri stjórnmálahreyfingar er að stilla upp gömlum grásprengdum slagarapoppara. Þannig hefur sjálfstœðisflokkurinn beitt Arna Johnsen til sigurs og Reykjavíkurlistinn Helga Pé. að segja mér vitrir menn og talnaglöggir á borð við hagfræð- inga að framboð eigi að ráðast af eftirspum. I kosningum ráðast fram- boðin af einhverju allt öðru. Það var í það minnsta ekki mikil eftirspurn eft- ir öllum þeim listum sem í boði voru í nýliðnum bæjarstjómakosningum. Mörg framboð fóru flatt á því að halda að eftir þeim hefði verið spurt og þau hefðu eitthvað fram að færa. Það er ekki það sem skiptir máli í kosningum, ekki málefni, fólk, árangur eða hugmyndir. Það eina sem ræður úrslitum er popp. Poppuð kosningabarátta Stóm listamir á landinu hafa fundið lykilinn að órjúfanlegri sigurgöngu. Lykillinn er ekki málefni, fólk eða ár- angur. Lykillinn er popp. Uppskriftin er einföld. Það eina sem þarf að gera er að setja poppara á framboðslist- ann, einhvem gamlan slagara-raulara sem hrærir við hjörtum kvenna. (Konur kjósa jú ekki vegna málefn- anna). Þannig hefur sjálfstæðisflokk- urinn náð feykilangt á landsvísu vegna söngsjarma Áma Johnsens og nú hefur Reykjavíkurlistinn tekið upp sama herbragð og látið Helga Pé hala inn atkvæði á vinsældum Ríó Tríós- ins. Grundvallaratriðið er að poppar- arnir séu með grátt í vöngum, spili órafmagnað og syngi á íslensku um íslenskan hvunndag. Broseygðir karl- menn sem raula Sigga litla í lundinn græna og kartöflumar í Þykkvabæn- um koma hvaða konu sem er til að vökna um augun og veikjast í hnján- um. Karlmenn sem hafa svona áhrif geta einir sér unnið allar kosningar. Það er hins vegar engin trygging fólgin í því að stilla upp enskuskotn- um nútímapoppara eða tölvupoppara eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík missteig sig með. Músíkin verður að vera íslensk, ljóðið hjart- næmt, laglínan einföld og rútusöngs- hæf. Davíð Oddson samdi slíkt lag þegar hann var borgarstjóri og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir söng slfkt lag inn á plötu fyrir þessar kosningar. Hvort tveggja leiddi til endurkjörs. í alvöru Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar Það þarf vart að taka fram að Ámi Sigfússon söng ekki. Fortíðanhyggja Reyndar er annar flokkur poppara sem skilar viðlíka árangri og grá- sprengdu raularamir. Það em gamlar bamastjömur. Það ku gefast einstak- lega vel að elta uppi sosum eina gamla barnastjörnu og setja á lista t a I a ð • eins og sannaðist í Reykjavík þegar pilturinn sem söng hlutverk Emils í Kattholti 1978 leiddi Reykjavíkurlist- ann til sigurs, tuttugu ámm síðar. Það eru náttúrlega allir veikir fyrir gömlu vinylplötu hetjunum sínum. Það gef- ur því auga leið að það hefur líka vegið þungt í sigri Reykjavíkurlistans að um svipað leyti og oddvitinn lék Emil, lék móðir annars frambjóðanda listans litlu prinsessuna og gamla kónginn í Sælgætislandi á plötu með Glámi og Skrámi. „Það er grátlegt og leitt, það er grátlegt og leitt, að geta aldrei tuggið neitt...“ Alpjóðlegt henbragð Það em ekki bara íslenskir stórflokk- ar sem hafa áttað sig á mikilvægi poppsins. Þessari sömu popp-her- kænsku hafa stórpólitíkusar úti í heimi beitt með góðum árangri að undanfömu. Demókratar í Bandaríkj- unum stilltu upp saxófónleikara og verkamannaflokkurinn í Bretlandi bassaleikara. Báðir urðu æðstráðandi í ríkjunum. Þá hefur frést að kristileg- ir íhaldsmenn í Noregi spili allir á hörpu. Það er aðeins eitt ár í næstu þing- kosningar og ekki seinna vænna að fara að stilla hljóðfærin, grafa upp gamla plötusafnið og setja nótur á blað. Nú eða þá að senda efnilega kandidata í tónlistarskóla (það má pikka upp fáein lög á einu ári), stofna bílskúrsband eða dusta rykið af gömlum sjarmörum. Þeir sem stefna að sigri verða að muna eftir poppinu. Það nær enginn að sigra nema með rétta tóninum. VfíR 'fí „ : 5KjOtl STí/URfíR SVflRlR /OOO&ft mpfífí L'ft N»í> i<£ypi A Sv/T/T/) B/£P HÁP SKfí/ft / tk i I^ÍX 1 JT/vU. E///S UM " rúfibR u/níZflR TÓA/Ú m 7 2 ' Fypip / þVOÐ/ JflP/.fí /J'HVfíÞ /NK 3 Ru&G \ SEtUHft íLÍtrTpp ‘ipyTu 8 flMBhfr H TÉLA6 TiTII-l- ) FRÓ/V /2 5 BUMBfl r % URG l°6MtR 6 'SKRtfAR /5 H FftFN ftR J 7 EWS r um / MJOG : /i FlSKUp. //✓/Y-<— 8 £m / u/m *- VÆ6/ £L$KU HfíVuR. vÆrz 3 9 PPESTs FRú VSS íEL HVE/NS LBYF/ST ÖSLAD! HE/T/ . mYHN/ SKORfí L'SKK/ þýF/ 9 10 3.Í/NS ST£Ff/ft 5 /i VÆFfí l> FJFR L/ífíD f ERF/fí /2 TÓ/VA/ 5 VHYIfíR 'R HOfí um/ A//u<r/ 10 L/F FÆK! /3 F'A/-U\ Y* ^ fffrS, ' A /2>/Y H 6R0WR KRopp /V ofímHþ Drykk STORu 'ih'ft/l/ ERG/ L£Q /3 /5 VINRA V/V FR'/PA 6 > TTI Lausnarorð síðustu krossgátu eru: Kalt er konulausum. Ódýrt bensín Opið allan sólarhringinn ► Snorrabraut í Reykjavík Starengi í Grafarvogi ► Arnarsmári í Kópavogi ► Fjarðarkaup í Hafnarfirði ► Holtanesti í Hafnarfirði ► Brúartorg í Borgarnesi 03 ódýrt bensín 14 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.