Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 16
i Þá er sumarfrístíminn runninn upp og vísast til margir á leið- inni í ferðalag. Féiagsmenn í verkalýðshreyfingunni eiga vafalaust eftir að flytja inn í orlofshús stéttarfélaganna sem finna má um allt land og eyða þar hluta af fríinu sínu. Aðrir hafa verið forsjálir og keypt orlofsferð til útlanda á stéttarfélagsverði í vetur. Enn aðrir nýta sér stéttarfélagstil- boð innanlands, til að mynda afslátt á gistingu og rútuferð- um, eða bregða sér í ferðalag með stéttarfélaginu sínu. Vinnan er einnig á leið í sum- arfrí og kemur næst út í byrjun september. Gleðilegt sumar og géða ferð! w ö S< S N O N Q a DOMINO'S PIZZA SIMI 58*12345 Félagsmannatryggingar komnar á dagskrá ASÍ Tore Lindbom, fulltrúi sænska al- þýðusambandsins, var gestur ráðstefnu ASI um tryggingamál. Tore fjallaði um reynsluna af félags- mannatryggingum í Svíþjóð og benti m.a. á að iðgjaldaspamaður sænsks launafólks af því að kaupa félags- mannatryggingar er meiri en sem nemur félagsgjaldinu árlega. Þannig margborgar sig að ganga í stéttarfé- lag. Tryggingarnar hafa því bæði mikið gildi fyrir einstaklingana í fé- lögunum og verkalýðshreyfinguna. Tryggingarnar veita félagsmönnum örugga tryggingavemd á mjög hag- stæðum kjömm og þær hafa átt mik- ilvægan þátt í að treysta stöðu verka- lýðshreyfingarinnar og skapa já- kvæðari viðhorf til hennar. Tore útskýrði hvemig trygginga- vemd sænsks launafólks er háttað en um ferns konar tryggingar er að ræða. I fyrsta lagi lögbundnar trygg- ingar á borð við lífeyristryggingar og vinnuslysatryggingar. Þá em trygg- ingar kjarasamninga sem m.a. fela í sér tryggingu vegna atvinnusjúkdóma og atvinnuleysis. Þá eru það félags- mannatryggingamar sem eru ýmiss konar heimilis-, slysa-, veikinda-, og líftryggingar og loks getur fólk bætt við eftir þörfum, t.a.m. bfla- eða hús- eigendatryggingu. Það eru tveir síð- astnefndu flokkamir, viðbætumar við lögbundnar og samningsbundnar tryggingar, sem íslensk verkalýðs- hreyfing hefur verið að horfa til. Grundvallaratriði að um sam- stöðutryggingar er að ræða I Svíþjóð kostar trygging félags- manns u.þ.b. þriðjung af því sem hún kostar á almennum markaði. Kjósi menn að standa utan félaga eiga þeir ekki kost á þessari hagstæðu trygg- ingavernd og kjósi félagsmenn að hafna tryggingapakkanum greiða þeir eftir sem áður sömu félagsgjöld en fá gíróseðil fyrir tryggingunum. Liðsauki til RSÍ og Samiðnar? Gerjunin í skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar held- ur áfram. Nú stefnir allt í að bæði Samiðn og Rafiðnaðar- sambandinu bætist liðsauki. Símamenn hafa óskað eftir við- ræðum við RSÍ um inngöngu og hárgreiðslufólk hyggst ganga úr Þjónustusambandinu og til liðs við Samiðn. í hvoru félag- inu fyrir sig eru nokkur hundruð manns svo liðsauki þessara sambanda verður verulegur. Símamenn á leið inn í RSÍ? Á fundi sambandsstjómar Rafiðnað- arsambandsins þann 9. maí sl. var samþykkt sú ósk stjómar Félags ís- lenskra símamanna að hefja viðræður um aðild FIS að RSÍ. Þar með myndi félagið ganga úr BSRB og gerast eitt af aðildarfélögum ASÍ. Ef félagið gengur í heilu lagi inn þýðir það fjölgun um 550 manns í Rafiðnaðar- sambandinu og að fjöldi kvenna þar margfaldast. Félag íslenskra símamanna var stofnað árið 1915 og voru félags- menn þess opinberir starfsmenn þar til Pósti og síma var breytt í hlutafé- lag. Einar Gústafsson, formaður fé- lagsins, segir að við það hafi strax komið upp raddir um að rétt væri að ganga í ASI. Einar ítrekar að málið snúist ekki um hvaða sambandi fé- lagið er í heldur um kjör og hags- muni félagsmannanna. Einar segir að enginn hafi mótmælt þessari ákvörð- un í félaginu, mikill vilji sé til að gera þetta og fólk fagni því að þetta skref skuli hafa verið stigið. Símamenn eru starfsmenn Lands- símans eftir beytingamar á Pósti og síma og í félaginu em allt frá talsíma- vörðum og skrifstofufólki til tækni- manna. Hluti starfsfólks fyrirtækisins er hins vegar þegar í RSI svo sem rafeindavirkjar og símsmiðir sem ný- lega gengu til liðs við sambandið. Einar bendir á að staðan gagnvart fyrirtækinu yrði allt önnur ef félagið yrði aðili að RSI. - Við yrðum eitt afl og vígstaðan yrði sterkari, bæði fyrir RSI og FIS, við yrðum sterkari sam- an, segir hann. Félag hársnyrtisveina í Samiðn? Félag hársnyrtisveina hyggst skipta um landssamband. Félagið hefur borið úrsögn úr Þjónustusambandinu undir félagsmenn sína í allsherjarat- kvæðagreiðslu og verði hún sam- þykkt mun þetta 300 manna félag ganga til liðs við iðnaðarmennina í Samiðn. Svava Jóhannesdóttir, gjaldkeri Félags hársnyrtisveina, sat þing Samiðnar í sl. mánuði sem áheymar- fulltrúi. Svava segir ástæðuna fyrir vilja félagsins til að skipta um lands- samband meðal annars felast í þeim breytingum sem eru að verða innan Þjónustusambandsins. Þar eru nú aðeins eftir tvö félög, Félag hársnyrtisveina og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Það félag íhugar nú sameiningu við Sókn og Dags- Einar Gústafsson,formaður Félags íslenskra símamanna, kynnir félagið og áhuga þess á aðild að Rafiðnaðar- sambandinu fyrir sambandsstjórnar- fulltrúum RSI. Svava Jóhannesdóttir, gjaldkeri Fé- lags hársnyrtisveina, sat Samiðnar- þingið sem áheyrnarfulltrúi enfélag hennar hyggst skipta úr Þjónustusam- bandinu yfir í Samiðn. brún/Framsókn. Gangi sú sameining eftir mun félagið ganga úr Þjónustu- sambandinu, - og þá yrðum við ein eftir þar, segir Svava. Svava segir að sér lítist mjög vel á Samiðn, að minnsta kosti af þinginu að dæma. - Þingið er mjög vel skipu- lagt og greinilega fullt af góðum hlutum að gerast, segir hún. Hún seg- ir umræðurnar um mennta- og fræðslumálin sérlega áhugaverðar og nefnir tryggingamálin sem athygli- vert verkefni. Tore Lindbom frá sœnska alþýðusambandinu fjallaði um reynslu Svía af félagsmannatryggingum á ráðstefnu ASI um tryggingamát. Meginhluti félagsmannatrygging- anna fer í gegnum FOLKSAM trygg- ingafélagið sem er að hluta til í eigu verkalýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar. Opinberir starfsmenn eru síðan með svipað fyr- irkomulag. Tore ítrekaði að allar ákvarðanir í tryggingamálunum hefðu verið teknar af heildarsamtökunum enda byggðist hagkvæmni þeirra á fjöldanum og víðtækri þátttöku innan hreyfingar- innar. - Grundvallaratriðið er að þetta eru samstöðutryggingar, sagði Tore. -Það er einnig mjög mikilvægt að fé- lagsmenn eru sjálfkrafa tryggðir nema þeir hafni því. Hann benti á að þessi sjálfvirka aðild að tryggingunum hefði oft komið sér vel. Fólk hefði talið sig vera ótryggt þegar óhöpp hefðu átt sér stað en síðan hefði kom- ið í ljós að það var sjálfkrafa tryggt vegna aðildar sinnar að stéttarfélagi. Hagkvæmni héptrygginga Gylfi Ambjömsson, fyrrverandi hag- fræðingur ASI, og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, hafa hingað til séð um undirbúning og upplýsingaöflun í tryggingamálunum af hálfu ASÍ. Gylfi og Guðmundur fluttu erindi á ráðstefnunni og hvöttu mjög til þess að ASI sinnti tryggingamálunum og að hafin yrði markviss vinna að þeim hið fyrsta. Gylfi benti meðal annars á að reynslan af starfsemi lífeyrissjóðanna sannaði hagkvæmni hóptrygginga. Hægt yrði að ná hagkvæmum trygg- ingaiðgjöldum vegna hagstæðrar áhættudreifingar og lágs rekstrar- og innheimtukostnaðar. Gylfi sagði for- senduna þá að hópurinn héldist saman og því þyrftu félög að hugsa um möguleikann á að bjóða upp á alhliða tryggingapakka sem hluta af félags- gjöldunum, eins og gert er í Svíþjóð. Hann benti þó á að mikil vinna væri framundan ef koma ætti málinu á framkvæmdastig, til að mynda þyrfti að endurskoða lagarammann og vinna tryggingafræðilegt mat á þörfinni. - Þetta er tækifæri til að sameina hagsmuni félaga sem vilja bæta þjón- ustuna við félagsmenn sína, félags- manna sem þurfa á ódýrari og víð- tækari tryggingavernd að halda og fjárfesta með tilliti til arðsemi, sagði Gylfi. - Grunnhugsunin er að byggja áfram á kostum samtryggingar/hóp- tryggingar og takast þannig á við áhrif aukinnar samkeppni. Við fiigum að vinua að tnyggingamálunum Eigum við að vinna að tryggingamál- um? var spurning sem Guðmundur Gunnarsson varpaði fram. Sjálfur sagðist hann fullviss um að þetta væri verkefni sem okkur bæri að sinna. Hann benti á að stjórnvöld ynnu markvisst að því að draga úr hlut- verki almenna tryggingakerfisins og þörfin á öflugri tryggingavemd ykist því jafnt og þétt. Hann benti einnig á að einungis 30% af íslenskum heim- ilum eru með heimilistryggingu og örugglega þau sem síst þurfa á að halda. Það væm hinir verra settu sem stæðu óvarðir. Það væri því veruleg þörf á að bæta þá tryggingamögu- leika sem í boði em og gefa fleirum kost á að tryggja sig almennilega. Guðmundur lagði áherslu á að vinna verkalýðshreyfingarinnar að tryggingamálum væri lykilatriði í undirbúningi fyrir næstu öld. I raun snerist spurningin um það hversu langt inn í næstu öld við ætluðum að lifa. Við yrðum að stefna að því með öllum ráðum að það verði áfram aug- ljós hagur af því að vera innan raða verkalýðshreyfingarinnar. -Hagstæð- ar félagsmannatryggingar gætu verið lykilatriði í því. Lokaorðið j Fáránlegt! Hvernig ætti ég að hata tekið eftir því að það væri eitthvert vesen með bankann? Maður getur nú ekki haft hausinn á tveimur stöðum í einu. Ég hef barasta aldrei séð þessar tölur. með APPELSÍNUBRAGÐI

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.