Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 3
Fleiri og betri störf fyrir konur Þáttur kvenna í efnahagslífi heimsins óx úr 54% áriö 1950 í 67% áriö 1996 og búist er viö því aö hlutfallið fari í 70% áriö 2010. Þrátt fyrir þessa stöðugu en hægu þróun er misrétti kynj- anna viðvarandi í heiminum. hlutfallið er misjafnt milli landa en konur fá greidd aö meöaltali frá 50 og upp í 80% af meðal- launaum karla. Fyrstu aðgerðar- áætlanirnar í Alþjóðlegu verkefni sem stuðla á að fleiri og betri störfum fyrir konur voru teknar til framkvæmda í Eistlandi, Pakist- an og Tanzaníu. í aðgerðaráætl- anunum felst að styrkja á stofn- anir kvenna, gera lagabreytingar og efla upplýsingaflæði um vinnumarkaðinn til kvenna. Jafn- framt á að taka út ákveðna hópa kvenna, styrkja þær í starfi og veita þeim stöðuhækkun. Sams konar áætlanir hafa verið gerðar í Burkina Fasó, Mexíkó og á Vestur-bakkanum og Gaza- svæðinu. Jens Jónssonfrá Þorlákshöfn fœst við járnabindingar en hann byrjaði að vinna við Sultartangavirkjun í október 1997. Að- spurður segir hann að sér líki mjög vel á staðnum. „Hér er góð- ur aðbúnaður, gottfœði og fínir félagar,“ segir hann og bcetir við að félagslífið sé ágœtt. Menn getifarið í borð- tennis, hoift á sjón- varp og gert ýmisiegt fleira. Að sögn Hermanns Sigurðs- sonar, staðarstjóra við Sultar- tangavirkjun hófust framkvæmdir við virkjunina í mars 1997 með gerð stöðvarhúsgrunns og var það Verktakafyrirtækið Istak sem hóf það verk. I júlí 1997 tók Fossvirki Sultartangi við. Þeirra verksvið er að byggja stöðvarhúsið við virkj- uninna og þriggja og hálfs kílometra löng aðrennslinsgöng að stöðvarhúsinu. Aðal verktakar fyrir utan Fossvirki Sultartanga eru SA-verktak sem sér um frá- rennslisskurðinn frá virkjuninni og Sulzer Hydfro, þýskt fyrirtæki sem sér um allan vélbúnað og raf- búnað. Hjá þessum fyrirtækjum eru svo margir undirverktakar, bæði íslenskir og erlendir. Haldið var austur fyrir fjall. Á Selfossi bættist Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Verka- lýðsfélagsins Þórs, í hópinn. Á- fram var haldið í sólríku veðri en nokkuð hvössu upp í Þjórsárdal. Þar mætti okkur slíkt moldrok að undrun sætti og byrgði alla sýn til fjalla. Við létum það ekki á okkur fá og héldum sem leið lá fram hjá Búrfellsvirkjun upp í Sultartanga- virkjun. Matarhlé var ný hafið þegar að við komum í hlaðið við mötuneytið, okkur var boðið til borðs og var það vel þegið. Að loknum snæðingi tók alvaran við hjá hverjum og einum. Við stöðvarhús Sultartangavirkjunar. Frá vinstri Snœr Karlsson, VMSI, Ingibjörg Sigtryggsdóttir,formaður Vlf. Þórs á Selfossi, Atli Bryngeirsson, trúnaðarmaður trésmiða og Már Guðnason, aðaltrúnaðarmaður. A svæðinu starfa um þrjú- hundruð og fimmtíu manns og er vinnuframlag íslendinga um 95% af öllu handverki. Starfsfólkið kemur alls staðar að af landinu. Þáttur erlendu aðilanna er aðalega fólginn í því að sérfræðingar af- henda vöru og þurfa að fylgja henni eftir og aðstoða við upp- setningu, prófanir og fleira. I virkjunnini eru tvær vélasam- stæður og á fyrri samstæðan að vera tilbúin í nóvember 1999, en seinni í janúar árið 2000. Þar með á framkvæmdum að vera lokið, segir Hermann Sigurðsson. G. Róbert Ágústsson „Ég byrjaði að vinna hér í byrjun júní á þessu ári og líkar bara vel, “ segir Sigurður Rúnar Magnússon, trésmiður frá Reykjavík. „Hér er góð aðstaða og gottfrí, “ bœtir hann við, „unnið ísex daga ogfríí þrjá“. I tómstundunum segist Sig- urður Rúnar hotfa á HM ífótbolta og lesa góðar bœkur. Dagsbrúnarmaðurinn As- mundur Indriðason hefur unnið við virkjunina frá því í október 1997 en hann starfar við járnabindingar. Ásmundur segir að sér líki alveg sœmilega við statfið. „Þetta er allt í lagi, en launin mœttu vera betrifyr- ir að vera hérna uppfrá, segir hann. „Hvað frítím- ann varðar er hann ágœtur, nú í sumar að minnsta kosti. Maðurfer meira út og gerir eitthvað. Við spilum golf niðri í Búrfelli, sumir veiða, aðrir hlaupa og hjóla svo það erýmislegt gert“. „Ég hófstörfvið Sultar- tangavirkjun í apríl á þessu ári og mér líkar mjög vel að vinna hérna," segir Jóhann Stefánssonfrá Stöðvarfirði. „Það er góður andi og góðir menn að vinna með“. Jóhann segist staifa sem aðstoðar- maður og vinna tólf tíma á dag,frá klukkan sjö á morgnana til sjö á kvöldin, í sex daga og eiga síðanfrí í þrjá daga. Heimsókn í Sultartangavirkjun Tíðindamaður Vinnunar tók sár ferð á hendur f Sultar- tangavirkjun með Snæ Karls- syni, framkvæmdastjóra Verkamannasambands ís- lands. Snær átti þar erinrii við nokkra trúnaðarmenn vegna ýmissa mála sem komið höfðu upp og þurfti að leysa. Láttu þrífa og bóna bílinn hjá Emmu og Kristjáni ÞRIF • BÓNUN • HREINSUN • DJÚPHREINSUN • BLETTUN • Sækjum og skilum bílnum þér að kostnaðarlausu! • Við tvíbónum bílinn til að ná sem bestum árangri! OPNUNARTÍMI: • Allir bílar eru tryggðir hjá okkur! virka daga: 08.00-19.00 • Gerum tilboð ef þess er óskað laugardaga: 08.00-16.00 lokað sunnudaga Vandvirkni og góð þjónusta Kársnesbraut 112 að neóanverðu, Kópavogi S 554 5100 • GSM sími 896 5900 • Símboói 845 8029 SIGLINGASKOLINN Námskeið til 30 tonna réttinda hefst 31. ágúst. Kennt er á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 7-11 samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) Hefst 22. sept. Inntökuskilyrði 30 tonna próf. Kennt er tvö kvöld í viku eða eitt kvöld og laugardag, Innritun í símum 588 3092 og 898 0599 SIGLINGASKOLINN Vatnsholti 8. Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Vinnan 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.