Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 4

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 4
Rautt spjald og víti vegna réttindabrota! Alþjóðaverkalýðshreyfingin (ICFTU) fagnar fimmtíu ára af- mæli ILO samþykktar nr. 87 um réttinn til stofnunar og starf- semi verkalýðsfélaga. Afmæli hafa þó oft verið meiri fagnað- arefni þvf brotið er gegn þess- um réttindum f öllum heims- hornum nú til dags. Til þess að vekja athygli á málinu og f til- efni þess að afmælið bar upp á sama tfma og HM í knattspyrnu hefur verið búin til tafla þar sem þjóðum heims er skipt í riðla eftir heimsálfum og gefin eru gul spjöld, rauð spjöld og jafnvel dæmd víti ef brotið er gegn grundvallarréttindum verkalýðshreyfingarinnar. Hálfrar aldar afmæli ILO sam- þykktar nr. 87 var þann 9. júlí sl. eða á sama tíma og HM í knattspymu stóð sem hæst. í töflu ICFTU fá 30 lönd rauð eða gul spjöld og dæmt á sig víti eftir því hvemig grundvallar- réttindi verkalýðshreyfingarinnar (ILO samþykkt 87) hafa verið virt sl. fjögur ár eða frá síðustu heimsmeist- arákeppni. ICFTU valdi sex lönd frá hverri heimsálfu sem dæmi um stöðu réttindamála verkafólks í heiminum. I töflunni er tekið fram hvort tiltekin J lönd hafi fullgilt samþykkt nr. 87 og I síðan er brotum gegn samþykktinni lýst og gefin eru rauð og gul spjöld eftir atvikum eða dæmd víti fyrir mjög alvarleg brot. Loks er tekið fram hvort orðið hafi einhverjar meiriháttar beytingar til framfara á tímabilinu. flfpíka Nígería fær rautt spjald vegna hand- töku og fangelsunar verkalýðsfor- ingja í olíuiðnaðinum. Swazíland fær rautt spjald og víti vegna harðneskjulegrar vinnulöggjaf- ar og stanslausra ofsókna á hendur verkalýðsforingjum, þar á meðal Jan Sithole sem Vinnan birti viðtal við á sl. ári. Eþíópía og Zimbabwe fá gul spjöld og víti. Eþíópía vegna ofsókna á verkalýðsfélög og fangelsunar og drápa á foringjum þeirra. I Zimbabwe em réttindi verkalýðsfélaga takmörk- uð og yfirmaður miðstöðvar verka- lýðsfélaga landsins var barinn tii óbóta á sl. ári. Ástralir fá gult spjald vegna þess að löggjöf dregur úr mætti verkalýðsfé- laga til að vemda félagsmenn sína og vegna þess að ráðnir vom málaliðar til þess að brjóta félög hafnarverka- manna á bak aftur. Búrma fær aug- ljóslega rautt spjald þar sem starfsemi verkalýðfélaga er bönnuð í landinu og verkalýðsforingjar lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Kína fær einnig rautt spjald vegna alvarlegrar takmörkunar á starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga og fangelsun- ar foringja þeirra eða „endurmennt- unar með vinnu“ eins og það er kall- að. Indónesía fær rautt spjald og dæmt er víti á landið vegna þess hve haldið er aftur af starfsemi frjálsu verkalýðshreyfingarinnar og fangels- unar Muchtar Pakpahan, foringja hennar. Það er þó tekið fram í dálkn- um framfarir að Muchtar hafi verið sleppt úr haldi í maí Suður-Ameríka Kólumbía fær rautt spjald vegna hræðilegs ofbeldis og morða á hundruðum félagsmanna verkalýðs- hreyfingarinnar. Víti em dæmd fyrir hvert ár vegna dauða fjölda félags- manna. Gvatemala fær rautt spjald vegna kerfisbundinnar hindrunar á störf verkalýsðfélaga og víti vegna morða á þeim sem reyna að mynda félög. Kosta Ríka fær rautt spjald vegna þess að verkafólk sem reynir að stofna félög sætir stanslausum árás- um af hálfu atvinnurekenda og stjómvalda. Bandaríkin fá gult spjald vegna þess að atvinnurekendur hóta að loka fyrirtækjum í helmingi þeirra tilfella sem starfsmenn reyna að mynda félög. Evrúpa Hvíta-Rússland fær rautt spjald fyrir strangar takmarkanir á starfsemi frjálsra félaga og fyrir það hvemig lögreglan hefur ráðist inn í aðalstöðv- ar verkalýðshreyfingarinnar. Kosovo fær rautt spjald fyrir skelfilega meðferð á verkalýðsfor- ingjum, og dæmt er víti vegna þess að lögreglan hefur pyntað félags- menn í verkalýðshreyfingunni til dauða. Bretland fær gult spjald fyrir lög- gjöf sem andsnúin er verkalýðshreyf- ingunni, þótt tekið sé fram að fram- farir hafi orðið eftir að stjóm verka- mannaflokksins tók við völdum. Þýskaland fær einnig gult spjald. Mið Austurlönd Verkalýðsfélög eða starfsemi verka- lýðsfélaga, eru bönnuð í vel flestum löndum Mið-Austurlanda. Iran, þar sem verkalýðshreyfingin er undir stjórn ríkisstjórnarinnar, fær rautt spjald, rétt eins og Sýrland. Sádí-Arabía fær líka rautt spjald en þar er öll starfsemi verkalýðsfélaga bönnuð - sem og félagslegir samn- ingar. Líbanon fær gult spjald en starfsemi verkalýðsfélaga er leyfð þar í landi. Hins vegar hefur verið þrengt mjög að henni á sl. ámm. Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Alþjóðaverkalýðshreyfmg- arinnar http://www.icftu.com ICFTU vefsíðan er hluti herferðar fyrir frjálsum samningum sem í gangi er út árið 1998.1 tengslum við herferðina eru verkalýðsfélög beðin að tryggja það að verkafólk alls staðar í heiminumfái rétt til að stofna félög og starfsrœkja þau. Verkalýðsfélög munu hvetja stjórnvöld til að undir- rita, fullgilda ogfœra texta ILO sam- þykkta nr. 87 og 98 inn ílöggjöfsina ogfarafram á það við atx’innurekend- ur að þeir virði efni þeirra jafnvel þótt þeir starfi í löndum þar sem þær hafa ekki verið fullgiltar. ORÐABÆKURNAR Ensk-íslensk & íslensk-ensk svört ......................1200 Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul ........................1790 Ensk-íslensk (34.000 orð) raub...........................1990 íslensk-ensk (35.000 orö) raub .........................1990 Ensk-íslensk & íslensk-ensk raubar tilbob ..............3590 Ensk-íslensk & íslensk-ensk raubar í gjafaöslcju .......3990 Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul .......................2200 Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul........................2200 Ítölsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ......................3300 Frönsk -íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa .......2990 Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul ....................1490 Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul ....................1490 Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa.............2890 Fást hjá öllum bóksölum Orbabókaútgáfan PAGEPR0 6:6 eintök ó min. 600x600 dpi, PCL 5e snmhæfður. Verð kr. 29.925.- PAGEPR0 12:12 eintök á mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: NetkorþPostScript og pappírsbakki. PAGEPR0 20: 20 eintök á min. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. C0L0R PAGEPR0: Fyrir PC og Mac. 3 eintök í lit, 12 eintök sv/hv. á mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort, PostScript og pappírsbakki. MINOLTA l#C IVIll IDUIMHul SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 510 5520 UPPLYSINGAR A LJOSHRAÐAI LASERPRENTARA BYLTINGIN FRA MINOLTA. -Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART! LITAPRENTARI 4 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.