Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 7
Alþjóðavæðing á tvenns konar hraða Viðmiðunin í átökunum um vinnutímann hefur verið 40 stunda vinnuvika. Þetta takmark er þekkt, rétt eins og 10 sekúnd- urnar í 100 metra hlaupinu. Sums staðar ganga kröfurnar enn lengra, 38 stundir, 35 og jafnvel 32. í Kína og Mongólíu ertak- markið að nást. En hverjum gagn- ast þetta alþjóðlega takmark? Alls ekki verkafólkinu í fataiðn- aðinum í Guatemala sem verður að taka örvandi lyf til að þola þann 18 stunda vinnudag sem það neyðist til að vinna. Ekki fólkinu á Máritíus sem verður að vinna 10 tíma aukalega á viku eingöngu vegna þess að það starfar á svæði sem er að byggja upp út- flutning. Ekki þeim 70 innflytjend- um sem lögreglan í Los Angeles fann í ólöglegri verksmiðju og bjó við hálfgert þrælahald með 17 tíma vöktum. Þessi dæmi eru tekin fyrir í skýrslu ICFTU, alþjóðaverkalýðs- hreyfingarinnar, um brot gegn rétt- indum verkafólks árið 1997. Þessi dæmi, og mörg fleiri, sýna að stytting vinnutímans nær því mið- ur aðeins til lítils hluta heimsins. Fyrir marga karla, konur og börn sem eru hluti af hagkrefi heimsins (gegnum óformlegar leiðir, verk- töku, útflutningsþróunarsvæði ofl.) virðist tíminn hafa staðið í stað og ekki breyst frá því á 19. öld áður en félagslöggjöf varð til og þegar eðlilegt þótti að vinna 70-80 stundir á viku. VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS EFTIRMENNTUN VÉLSTJÓRA Verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur staðið frammi fyrir fækk- un félagsmanna á undanförnum árum. Hreyfingin hefur því þurft að taka sig taki, bæta skipu- lagið og efla félagsaðildina. Víða er reynt að höf ða sérstak- lega til þeirra hépa sem hingað til hafa setið hjá, svo sem kvenna og ungs fólks, og mikil- vægt þykir að verkalýðshreyf- ingin sé virk á hverjum vinnu- stað. Á undanförnum 20 árum hefur at- vinnuleysi og endurskipulagning efnahagsmála leitt til fækkunar fé- lagsmanna í verkalýðshreyfingunni í mörgum löndum Vestur-Evrópu. Milli áranna 1975 og 1995 minnkaði hlutfall félagsbundins launafólks á Bretlandi úr 52% í 32%, í Þýskalandi úr 37% í 30% og í Frakklandi úr 23% í 9%. Á Ítalíu varð fækkun úr 54% árið 1980 í 39% árið 1995. I sumum löndum þar sem hlutfall opinberra starfsmanna er tiltölulega hátt og í löndum þar sem verkalýðs- félög hafa hlutverki að gegna við út- hlutun atvinnuleysisbóta hefur hlut- fall félagsbundins fólks haldist hærra. Samt sem áður hafa orðið meiriháttar skipulagsbreytingar á vinnumarkaðn- um sem verkalýðshreyfingin í álfunni verður að bregðast við. Árið 1995 voru um 65% vinnuaflsins í Evrópu í þjónustugeiranum samanborið við 49% tuttugu árum fyrr. Hlutfallsleg fækkun verksmiðjufólks og verka- karla í erfiðisvinnu sem voru stærstur hluti félagsmanna í verkalýðshreyf- ingunni, hefur knúið hreyfínguna til að hugsa um nýliðun á víðtækari sviðum. Það hefur leitt til þess að reynt er að ná fleiri félagsmönnum í einkageiranum, meðal kvenna, hluta- starfsfólks og ungs fólks. Skipulagsmála skóli TUC, breska alþýðusambandið, hrinti nýlega af stað því sem kalla má „skipulagsmála skóla“ (Organising Academy), svipað og gert hefur verið í Bandaríkjunum og Ástralíu. 36 nemendur hafa verið teknir inn í starfið og munu þeir fá þjálfun frá TUC auk jress sem þeir munu vinna með verkalýðsfélögum að skipulagn- ingu félagsstarfsins og ýmiss konar uppákomum á vegurn félaganna víðs vegar um Bretland. Nýleg rannsókn sem gerð var í tengslum við þetta verkefni bendir til endurvakins áhuga á almennri starfsemi breskra verka- lýðsfélaga. Rannóknin leiddi í ljós að starf verkalýðsfélaga hefur verið að þróast í þá átt að fremur er reynt að efla félagsstarfið og fjölga félags- mönnum á þeim sviðum þar sem hreyfingin hefur þegar nokkur ítök. Sterk tilhneiging er til þess að bæta skipulagið, ekki aðeins að fjölga félagsmönnunum, til dæmis með því að byggja upp og styrkja vinnustaða- félög þannig að um verði að ræða virk áhrif verkalýðshreyfingarinnar á hverjum vinnustað. Öflugra starf á vinnustöðunum í blaði ETUI, Transfer, var skýrt frá því að framfarir í grundvallarstarf- semi verkalýðsfélaga á hverjum vinnustað eru á dagskrá flestra fé- laga. I nokkrum löndum Evrópu hef- ur athyglin beinst að því hvemig efla megi starf vinnustaðafélaga með því að sjá til þess að í boði sé næg fræðsla fyrir fulltrúa félaganna og með því að útvega betri stuðning og ráðgjafaþjónustu frá samtökum verkafólks. Samofið í markmiðið um að bæta vinnustaðafélög er nýliðun hópa sem hingað til hafa verið í minnihluta í verkalýðsfélögum, sérstaklega konur og ungt fólk. í Hollandi hefur FNV breytt stefnu sinni til að laða að kon- ur, til að mynda stefnunni varðandi hlutastörf og barnagæslu. Nú eru 60% nýrra félagsmanna konur. Fjöldi annarra aðferða hefur verið notaður til að hvetja til aðildar og þátttöku hópa sem hingað til hafa set- ið hjá. Boðið hefur verið upp á afslátt af félagsgjaldinu fyrir hlutastarfsfólk og ungt fólk og fjölmörg félög hafa tekið upp sérstakar aðferðir til að ná til unga fólksins. 1 Þýskalandi hefur IG Metall boðið verðlaun, til dæmis útvörp eða geisladiska, handa þeim félagsmönnum sem safna að minnsta kosti 10 félagsmönnum. Pakkar með fjármálaþjónustu, svo sem kreditkort- um og tryggingum eða afsláttum af tryggingum hafa fylgt félagsaðild m.a. í Belgíu, Danmörku, Italíu, Hollandi og Bretlandi. Slík þjónusta getur verið mikilvægur liður í að efla félagsaðildina. Persónuleg fjármála- þjónusta sem fylgir félagsaðild er til dæmis talin vera ástæða þess að Hol- lendingum tókst að snúa við fækkun í verkalýðshreyfmgunni á þessum ára- tug. Fulltrúi hollensku verkalýðs- hreyfingarinnar segir að eitt aðal- markmiðið með fjármálaþjónustunni sé að fólk fái það góða þjónustu frá félaginu sínu að það vilji halda áfram að vera félagsbundið þótt það skipti um starf og fari að vinna þar sem verkalýðsfélög em ekki litin eins já- kvæðum augum. Það gæti komið í veg fyrir fækkun félagsmanna. Snúa þapl pnóuninni við Meðan aðgerðimar sem gripið hefur verið til kunna að hafa dregið úr eða hægt á fækkun félagsmanna þá á enn eftir að snúa þróuninni við í flestum löndum. Ef frá eru talin félög sem hafa hlutverki að gegna við úthlutun atvinnuleysisbóta, hefur verkalýðsfé- lögum í Evrópu ekki tekist að afla nægilega margra nýrra félagsmanna í þjónustugreinum á almennum mark- aði til að vega upp á móti fækkun félagsmanna vegna fækkunar starfa í framleiðsluiðnaði. Samt sem áður er það greinilegt að mörg verkalýðsfélög era að aðlaga sig nýju landslagi iðnaðar og atvinnu- mála í álfunni. Þau hafa verið að nú- tímavæða starfsemi sína og baráttu- aðferðir til þess að tryggja það að verkalýðsfélög verði áfram mikilvæg í augum vinnandi fólks. Þess vegna blasir við að skipulag verkalýðsfélag- anna og hæfni þeirra í að ná í nýja fé- lagsmenn mun verða efst á forgangs- listanum á næstu áram. Byggt á Trade Union World, 4198 Organize - Skipuleggjum okkur! Fjöldinn er sterkari en einstaklingarnir, er inntakið í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Evrópsk verkalýðshreyfing tekur nú skipulagsmálin föstum tökum og leitar allra leiða til að laða að nýjafélagsmenn. Evrópsk verkalýðs- hreyfing spýtir í lófana Vinnan 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.