Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 8
Tryggvi Þor Aðalsteinsson ræðir við Bertil Jonsson, forseta sænska alþýðusambandsins, ítilefni af 100 ára afmæli þess. ,,Verkefnin þan siiinu og hrir elnni öld“ Forseti sænska alþýðusambands- ins, LO, er Bertil Jonsson og er sá ellefti í röðinni. Ferill hans og frami í sænskri verkalýðshreyfingu hefur verið með hefbundnum hætti og minnir á marga fyrri forseta. Bertil, sem er fæddur 1940, er frá Ljusdal í Halsingland þar sem hann starfaði í tréiðnaðinum. Um þrítugt varð hann forystumaður stéttarfélags síns í Ljusdal og í byrjun áttunda ára- tugarins var hann kjörinn formaður landssambands tréiðnaðarmanna. Arið 1991 var hann kjörinn varafor- seti LO og tók við sem forseti sam- takanna fáum ámm síðar og var end- urkjörin á síðasti þingi. Sem verka- lýðsleiðtogi er hann hógvær og orð- var. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir vissan ágreining við forustumenn jafnaðarmanna og sænsku ríksstjómina, því Bertil telur að stjórnvöld hafi á síðustu árum gengið allt of hart fram í spamaði og niðurskurði í opinberri starfsemi. Nú hefur efnahagur Svía batnað og sam- skipti LO og jafnaðarmanna einkenn- ast meira af samhug og samstarfi. Undir forystu Bertils hefur LO starfað með hefðbundnum hætti að flestum hagsmunamálum félags- manna, samstímis sem LO reynir að styrkja stöðu sína í samfélaginu, nú þegar samtökin hafa ekki lengur það hlutverk að semja um kaup og kjör allra félagsmanna. Sérgreinasam- böndin annast kjarasamninga. I byrjun júní hitti ég Bertil á skrif- stofu hans í höfuðstöðvum LO við Norra Bantorgið í Stokkhólmi en er- indið var að spjalla við hann í tilefni af því að í ár er LO 100 ára. Samtalið snerist samt lítið um liðna tíma, meira um nútíð og framtíð. Leggja á grunn að nýju sænsku velfenðansamfélagi Trúðu þeir sem stofnuðu Landsorgan- isationen, LO, á sínum tíma að þeir hefðu stofnað samtök sem yrðu 100 ára? - Já ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið fullir bjartsýni. I Svíþjóð var þá brýn þörf fyrir heildarsamtök verka- lýðshreyfingarinnar. Fjölmörg mál voru sameiginleg hagsmunamál verkafólks en þá þegar störfuðu ein- stök verkalýðssambönd eftir starfs- greinum. Ég held að þeir hafi haft þá framtíðarsýn að þessi nýju heildar- samtök myndu lifa í hundrað ár og gegna þýðingarmiklu hlutverki. Með hvaða hœtti hefur LO haft á- hrifá þróunina síðast liðin 100 ár? - LO eru mikilvæg samtök sem hafa haft mikil áhrif í samfélaginu. Vissulega var baráttan erfið í byrjun, áður en verkalýðssamtökin voru al- mennt viðurkennd. Umfangsmikil verkföll 1909 voru erfið og leiddu til þess að verkalýðsfélögin áttu undir högg að sækja í nokkur ár. Margir yf- irgáfu félögin en komu seinna til baka og LO lét mikið að sér kveða á fyrstu áratugunum. LO beitti sér hart fyrir kosningarétti kvenna, sem þær öðluðust 1921. Þá fyrst má segja að Svíþjóð geti kallast lýðræðisríki. Árið 1938 fengum við „Saltsjöbadssamn- inginn“, sem svo kallast, en það var samkomulag á milli LO og SAF (samtök atvinnurekenda) um sam- skipti þessara aðila, e.k. vinnulög- gjöf. Grundvallaratriði samkomu- lagsins er vilji beggja aðila að tryggja vinnufrið og þróun atvinnulífs og þjóðfélags út frá hagsmunum beggja. Segja má að samkomulagið hafi gilt fram yfir 1980 eða þar til atvinnurek- endur sneru við blaðinu. Samkomu- lagið var mikilvægur þáttur í upp- byggingu sænska velferðarsamfé- lagsins. Lengi ríkti það sem kallaðist „Saltsjöbadsandinn“ sem einkenndist af gagnkvæmum skilningi og sam- starfi verkalýðssamtakanna, atvinnu- rekenda og ríkisvaldsins um stöðug- leika á vinnumarkaðnum og þróun at- vinnulífsins til hagsbóta fyrir fyrir verkafólk, fyrirtækin og landið í heild. Árið 1951 samþykkti LO stefnu hreyfmgarinnar um samstöðu í launamálum. Sú stefiia er enn í fullu gildi og byggir á að greiða skal sömu laun fyrir sambærileg störf og að við gerð samninga skulu þeir sem hafa lægst Iaun fá mest af því sem er til skiptana. Þessi grundvallaratriði varðandi launamál hafa einnig verið mikilvægur þáttur sænskrar velferðar. - Saltsjöbadsandinn er því miður IMín skoðun er að við leysum ekki vandamálin með stöðugum ágreiningi ng ánekstnum. Samstarf ep betpi leið og skilap meipi ápangpi. Sjálfup heí ég tekið fpumkvæði að stapli í beim tilgangi að skapa samstöðu á ný og leggja gpunn að nýju sænsku velfepðapsamfélagi. Bertil Jonsson forseti sœnska alþýðusambandsins í viðtali við Vinnuna: „LO sækir styrk sinn til 2,2 milljóna félagsmanna og við viljum taka ábyrgð á þróun launamála og með þeim hœtti stuðla að stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífi landsins. “ horfinn. Atvinnurekendur hafa aðra skoðun og stefnu núna. Þeir hafa ekki lengur áhuga á samstöðu aðila vinnu- markaðarins um þróun þjóðfélagsins. SAF starfar nú sem pólitísk áróðurs- samtök á hægri væng stjómmálanna og árekstrar á milli LO og SAF em algengari nú en áður. Mín skoðun er að við leysum ekki vandamálin með stöðugum ágreiningi og árekstrum. Samstarf er betri leið og skilar meiri árangri. Sjálfur hef ég tekið frum- kvæði að starfi í þeim tilgangi að skapa samstöðu á ný og leggja grann að nýju sænsku velferðarsamfélagi. Nú þegar Svíþjóð er enn frekar en áður hluti af efnahagsmálum um- heimsins er afar mikilvægt að þetta takist. Hpeyfingin vepðup að hafa áhpit á sviði stjópumálanua Náið samstaifLO og stjórnmálasam- taka jafnaðarmanna er eitt af ein- kennum sænskrar verkalýðshreyfmg- ar. Mun slíkt samstarf halda áfram nœstu ár? - Já, það er ég sannfærður um. Forystumenn LO fyrir 100 árum gerðu sér glögga grein fyrir því að verkalýðshreyfingin verður að hafa náið samstarf við þann stjómmála- flokk sem berst fyrir hagsmunum verkafólks. I raun og vera vora það verkalýðsfélögin í Svíþjóð sem stofn- uðu stjómmálaflokk jafnaðarmanna og það sama gerðist á öðram Norður- löndum. Norræna verkalýðsþingið var, þegar fyrir meira en hundrað árum, vettvangur samstarfs verka- lýðssamtakanna og jafnaðarmanna- flokkanna í Skandinavíu. Seinna kom SAMAK til sögunn- ar, sem er samstarfsráð jafnaðar- mannaflokkanna og alþýðusamband- anna á Norðurlöndum. Islendingar hafa þó ekki tekið þátt í því á sama hátt og aðrir. Fyrir rúmum hundrað árum tók norræna verkalýðsþingið frumkvæðið að myndun heildarsam- taka verkalýðssamtakanna í löndun- um og þá voru alþýðusamböndin stofnuð, flest um svipað leyti. Danska alþýðusambandið heldur líka upp á 100 ára afmæli í ár og norska alþýðu- sambandið 1999. Menn sáu að ekki var hægt að leysa öll mál með samn- ingum við atvinnurekendur. Verka- lýðssamtökin verða líka að hafa áhrif á sviði stjómmálanna. Besta aðferðin til að hafa áhrif, til dæmis á löggjaf- arþingum landanna, er að hreyfingin standi á bak við einn flokk, verka- lýðsflokk. Svo hefur það verið í Sví- þjóð í hundrað ár og ég er sannfærður um að á næstu öld mun þetta sam- starf halda áfram. Ég er þeirrar skoð- unar að það beri að efla samstarfið á milli verkalýðssamtakanna og jafnað- armanna í Evrópu, ekki síst vegna vaxandi hlutverks Evrópubandalags- ins. Á hvern hátt starfar LO á alþjóða- vettvangi í þeim tilgangi að gœta hagsmuna félagsmanna ? - Eitt af mikilvægustu viðfangs- efnum verkalýðshreyfingarinnar í ná- inni framtíð er að efla alþjóðasam- starfið. í Evrópu er mikilvægt að rétt- indi verkafólks verði ekki bundin við landamæri ríkja. Við höfum unnið mikið í þessum málum, m.a. í sam- bandi við félagsmálaumræðuna í ESB. Eins og fólk þekkir flýtur fjár- magn frjálst á milli landa og landa- mærin eru opin hvað varðar vörur, þjónustu og vinnuafl. En þegar kom- ið er að réttindum verkafólks, þá er allt meira eða minna lokað og bundið við hvert land fyrir sig. Við verðum að sjá til þess að þetta breytist þannig að réttindi verkafólks og verkalýðs- samtakanna nái til fleiri landa. Tök- um sem dæmi samúðarvinnustöðvan- ir. Við verðum að geta stutt hvert annað í ólíkum löndum, á sama hátt u menn skyndihjálp Einnig: • Móttaka þyrlu á slysstað • Sálræn skyndihjálp • Starfslok • Námskeið fyrir barnfóstrur Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp • Sumarnámskeið Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp; endurlífgun, meðvitundarleysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. Slys á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma í veg fyrir slík slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir. Skráning á námskeiðin er hjá Rauða kross deildum eða á aðalskrifstofu Rauða kross íslands, sími 570 4000. RAUÐI KROSS ISLANDS www.redcross.is 8 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.