Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 10
Nú verða allir að taka þátt og greiða í lífeyrissjóð! Með því að greiða í samtryggingarsjóð öðlast allir, karlar og konur, giftir og ógiftir, barnafólk og barnlausir, sam- svarandi réttindi. Hverju breyta nýju I íf eyrissjóðal ög in? Hér á eftir er farið yfir helstu atriði þeirra laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem tóku gildi 1. júlí sl. Áhersla er lögð á að skýra hverju lögin breyta fyrir almennt launafólk í landinu. flllip verða að taka þátt I nýju lögunum er ítrekuð sú laga- skyld að allir launamenn og sjálfstætt starfandi verði að greiða í lífeyrissjóð og skal iðgjaldið vera a.m.k. 10% af heildarlaunum fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Hjá launa- fólki ákvarðast skipting iðgjalds af gildandi kjarasamningi og á almenn- um vinnumarkaði er skiptingin yfir- leitt þannig að launafólk greiðir 4% og atvinnurekandi 6%. Skattfrelsi lífeyrisiðgjalda Þegar launafólk greiðir í lífeyrissjóð eru ekki reiknaðir skattar af iðgjöld- unum. 4% framlagið er því dregið frá skattstofninum. Samhliða nýjum lög- um um lífeyrissjóði var ákveðið að heimila fólki sem vill greiða hærra iðgjald til lífeyrissjóða að draga allt að 6% iðgjald frá skattstofni. Þessum 2% getur launafólk ráðstafað til að auka lífeyrisspamað sinn. Skilgreining líteyrlssjóða Með nýju lögunum verður sú framför að nú er skilgreint hvaða skilyrði líf- eyrissjóðir verða að uppfylla til að nota það nafn. Meginskilyrðið er að sjóðirnir verða að ábyrgjast öllum sjóðfélögum lágmarks ellilífeyri alla ævi auk lífeyris vegna örorku eða andláts. Þetta þýðir að nú er ekki lengur hægt að koma sér hjá því að taka þátt í uppbyggingu lífeyristrygg- inga með því að safna peningum inn á bankabækur sem kallaðar voru líf- eyrissjóðir. Aðild að lífeyrissjóði Aðild að lífeyrissjóði ræðst hér eftir eins og hingað til af þeim kjarasamn- ingi sem ákvarðar lágmarkskjör í hverri starfsgrein fyrir sig. Oflun líf- eyrisréttinda er því áfram hluti af um- sömdum kjörum hverrar starfsstéttar eða starfshóps. í undantekningartil- fellum getur verið um það að ræða að ekki sé til neinn kjarasamningur um viss sérhæfð starfssvið eða starfs- greinar. Þá þurfa viðkomandi að sækja um aðild að einhverjum sjóði skv. reglum sjóðanna. í lögunum er miðað við lágmarks- tryggingu sem öllum ber skilyrðis- laust að verða sér út um. Lágmarkið er ævilangur ellilífeyrir frá 70 ára aldri hið síðasta. Upphæðin skal nema a.m.k. 56% af þeim mánaðar- launum sem greitt hefur verið af að jafnaði á 40 ára inngreiðslutíma. Þá skulu allir hafa tryggt sér jafn háan örorkulífeyri auk þess sem lágmarks- lífeyrir skal einnig fela í sér maka- og bamalífeyri. Flestir lífeyrissjóðir á almennum markaði tryggja sínum sjóðsfélögum nú þegar mun betri lífeyrisréttindi en sem nemur þessu lágmarki. Samsettur lííeyrir Lífeyrissjóðir geta ákveðið að breyta starfsreglum sínum þannig að iðgjaldagreiðslum sjóðsfélaga sé skipt. Þá er skilgreint hvað greiða þarf til að uppfylla skilyrði um lág- markstrygginguna. Því iðgjaldi sem er umfram lágmarkstrygginguna geta viðkomandi sjóðsfélagar þá ráðstafað að eigin vali, t.d. í lífeyrissparnað í formi séreignar en ekki tryggingar telji þeir það hagstæðara. Með sama hætti getur allt launa- fólk ákveðið að nýta sér skattfrelsið á 2% viðbótariðgjaldinu til lífeyris- sjóða með því að greiða það annað- hvort í lífeyristryggingar eða lífeyris- spamað. Sjóðfélagi hefur heimild til að ákveða að greiða viðbótariðgjald, umfram lágmarkstryggingu, til ann- ars aðila en síns lífeyrissjóðs ef sá að- ili uppfyllir skilyrði laganna. Lífeyrissparnaður Lífeyrisspamað má aðeins greiða út eftir sérstökum reglum sem skýrðar eru í lögunum. Þar er meðal annars kveðið á um ekki megi taka lífeyris- sparnað út nema á ákveðnum ára- fjölda. Sú nýbreytni er komin í lögin að almennir lífeyrissjóðir launafólks mega nú taka við og ávaxta lífeyris- sparnað. Búast má við að fjöldi launafólks muni nýta sér það til að lýmka enn fjárráð sín eftir að ellilíf- eyrisaldri er náð eða til að komast fyrr á eftirlaun. Lífeyrisrétti jafnað til maka I lögunum eru skilgreindar þrjár leiðir sem hægt er að fara til þess að jafna lífeyrisrétt til maka. I nokkuð einfaldri mynd eru þær eftirfarandi: 1. Sjóðsfélagi getur ákveðið að allt að helmingur ellilífeyrisgreiðslna hans renni til maka. Greiðslur falla niður þegar sjóðsfélagi deyr en deyi maki á undan renna allar greiðslumar til sjóðsfélagans. 2. I síðasta lagi 7 árum áður en taka ellilífeyris getur hafist má sjóðs- félagi fara fram á að allt að helming- ur uppsafnaðra ellilífeyrisréttinda hans sé notaður til að skapa sjálfstæð réttindi fyrir maka eða fyrrverandi maka. Réttindi sjóðsfélagans skerðast þá sem því nemur. 3. Sjóðsfélagi getur ákveðið að ið- gjald hans renni að hálfu til þess að mynda sjálfstæð lífeyrisréttindi maka. Þegar reiknað er út hvort sjóðsfélagi standi við skilyrði um lágmarkstryggingarverndina - 56% af þeim tekjum sem greitt er af að jafnaði - er litið svo á að tekjum hafi einnig verið skipt. Sjóðsfélagi og maki þurfa því hvort um sig að tryggja sér lágmarkslífeyri miðað við að tekjum sé skipt með sama hætti og iögjaldinu. Kynningartilboð! Savo 50HL skrifstofustóllinn cinn fullkontn.tsli skriístofustóll .i in.irkaðnum. McO stillanlegri seludvpt, stillanlegum ormum þvngdarstillingu á b.tki og véltisctu („vipp") sem fylgir hreyfingum þínum sjáífkrafa. Slitsterkt ákl.eói. Kynningartilboö aöeins kr. 38.360« 5 ára ábyrgö! Býöur nokkur betur? Skeifunni 6, Reykjavik, sjmi 568 7733, fax 568 7740. Komið - skoðið - sannfærist Almenn Grundvöllur lífeyriskerfa Grunnhugmyndin er einfaldlega að tryggja framfærslu þeirra sem lokið hafa starfsæv- inni. Flestallir standa fyrr eða síðar í þeim sporum og megin markmiðið er því að tryggja hag fólks. Það er almenn siðferðileg krafa í vestrænum ríkjum að öllum sé tryggð mannsæmandi framfærsla og því verða líf- eyriskerfi að ná til allra með einum eða öðr- um hætti. Séu ekki til almennir lífeyrissjóðir sem uppfylla þessi skilyrði lendir það ein- faldlega á ríkissjóði að fjármagna lífeyri til allra með skattheimtu. Vegna þessa er aug- Ijóst að skoða verður lífeyrissjóðina í sam- hengi við almannatryggingar og önnur fé- lagsleg úrræði samfélagsins. Sjóðssöfnun/Gegnumstreymi Gegnumstreymiskerfi: Yfirleitt gmndvölluð á skattheimtu ríkisins. Skattheimta hverju sinni á að standa undir lífeyrisgreiðslum til þeirra sem komnir em á lífeyrisaldur. Sjóðssöfnunarkerfi: Með greiðslu iðgjalda er safnað í sjóði sem með ávöxtun eiga að standa undir lífeyrisskuldbindingum í fram- tíðinni. Fastréttindasjóðir/ Fastiðgjaldasjóðir Fræðilega er hægt að skipta lífeyrissjóðum í tvo flokka: Fastréttindasjóðir byggja á því að sjóðsfé- lögum er lofað ákveðnum gefnum réttindum á gmndvelli ákvarðaðs iðgjalds. Ahættan af rekstri sjóðsins er yfirleitt borin af sjóðsfélög- unum sameiginlega eða af bakhjarli, t.d. launagreiðanda. Almennu lífeyrissjóðimir á íslandi em fastréttindasjóðir og sjóðsfélagar taka sameiginlega ákvörðun um breytingar á réttindum eða iðgjöldum ef eignir og skuld- bindingar standast ekki á. Fastiðgjaldasjóðir byggja á því að réttindi hvers og eins sjóðsfélaga ráðast af þeirri ávöxtun sem fæst á iðgjöld. Hver einstakur sjóðsfélagi ber áhættuna sjálfur. Þetta er ein- kenni á svokölluðum séreignasjóðum. Sameignarsjóðir einkennast af því að með greiðslu iðgjalda öðlast greiðandinn ákveðin réttindi til elli-, örorku- og fjölskyldulífeyris en ekki ákveðna peningalega séreign. Mis- jafnt er eftir aðstæðum hvort og hvemig rétt- indin nýtast og í því felst samtrygging sjóðfé- laganna. Ahættunni af misjöfnum aðstæðum er dreift mjög jafnt og því er hægt að tryggja öllum viðunandi réttindi. Sameignarsjóðimir íslensku em fastréttindasjóðir. Séreignarsjóðir einkennast af því að hver sjóðsfélagi er með sérstakan reikning og hann og afkomendur hans fá aldrei greitt meira né minna úr sjóðnum en sem nemur iðgjaldi hans og þeirri ávöxtun sem það hefur borið. Séreignarsjóðir eru því eðli málsins samkvæmt fastiðgjaldasjóðir. Séreignarsjóðir tryggja ekki ellilífeyri til æviloka - innistæð- ur geta klárast mörgum árum áður. Til að fá að taka við lífeyrissjóðsiðgjöldum samkvæmt nýju lögunum verða því séreignarsjóðimir að bjóða upp á sameignardeildir til viðbótar eða selja sjóðsfélögum sérstakar lífeyristrygging- ar með öðmm hætti. Tryggingafnæðilega jétt" Tengsl iðgjalda og réttinda em mismunandi. í séreignarsjóðum eru tengslin nánust en þau em veikari í sameignasjóðunum þar sem vik- ið er frá því sem væri fullkomlega trygginga- fræðilega ,,rétt“ til að tryggja öllum lífeyri. Það teldist tryggingafræðilega „rétt“ að sérhver einstaklingur yrði metinn í áhættu- flokk og áynni sér réttindi út frá iðgjöldum í samræmi við það. T.d. þyrftu konur að greiða hærri iðgjöld en karlar til að öðlast sömu rétt- indi þar sem þær lifa að jafnaði lengur; fólk sem vinnur í atvinnugreinum með háa slysa- tíðni ætti að greiða meira vegna örorkulífeyr- is; barnafólk ætti að greiða meira en ein- hleypir vegna fjölskyldulífeyris og svo fram- vegis. I íslensku samtryggingarsjóðunum greiða karlar og konur, giftir og ógiftir, bamafólk og bamlausir, sömu iðgjöld til að öðlast sam- svarandi réttindi. 10 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.