Vinnan


Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.08.1998, Blaðsíða 19
Eru góðæri varasöm? Góðæri! Fólk hefur meira fé milli handanna, leyfir sér meira, kaupir meira, - atvinna hefur aukist og kaupmáttur vaxið. Sumir telja sig algerlega fara varhluta af góðærinu, aðrir hafa áhyggjur af of miklu góð- æri og vara við þenslu. Þannig lýsti Seðlabankinn þvf yfir í byrjun sumars að hagkerf ið þyrfti kælingu. En eru góðæri varasöm? Svarið hlýt- ur að vera nei, góðæri eru ekki vara- söm en þau þarf að beisla eins og aðrar orkulindir til að þau geti nýst til frambúðar. Að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings ASI, er nauðsynlegt að taka í taumana svo góðærið endist sem lengst. Hvers vegna er talað um að góðæri ríki? „Mælikvarðamir á góðæri eru m.a. hagvöxtur, fjölgun starfa, verðlag og kaupmáttur,“ segir Edda Rós. „Und- anfarin ár hefur hagvöxtur aukist meira en í nágrannalöndunum, at- vinnuleysi hefur minnkað og kaup- máttur að meðaltali aukist um 10% frá síðustu samningum. Rétt er þó að hafa í huga að meðaltalsmælingar segja ekkert um dreifingu góðærisins milli þegnanna. Þó að góðæri sé stað- reynd í þjóðarbúskapnum er ekki gef- ið að allir þegnar landsins finni fyrir áhrifum þess. Margt bendir til þess að tekjubil í þjóðfélaginu sé að aukast og að ákveðnir hópar hafi dregist aft- ur úr. Sama gildir um atvinnugrein- arnar. Sjávarútvegurinn og fisk- vinnslan njóta t.d. góðs af miklum verðhækkunum á fiski og auknum afla. Mikill uppgangur hefur verið í byggingariðnaði og framkvæmdum. I almennum iðnaði hefur uppgangur- inn verið hægari." Hvað veldur því að varað er við góðærinu? „Það sem veldur mönnum áhyggjum er að neysla virðist vera að aukast meira en góðu hófi gegnir, þjóðin virðist vera að eyða um efni fram. Þannig spáir Þjóðhagsstofnun því að þjóðartekjur muni aukast um 6,7% á árinu en þjóðarútgjöld um 9,6%. Sé miðað við árið 1990 stefnir í að þjóð- arútgjöld verði fjórðungi meiri í ár. A sama tíma hafa þjóðartekjur hins vegar „einungis" hækkað um fimmt- ung. Þensla er varasöm ef hún ógnar verðstöðugleika og langvarandi kaupmáttaraukningu launafólks. Á sl. 30 árum höfum við nokkrum sinnum upplifað mjög mikla kaupmáttar- aukningu á skömmum tíma. Hingað til hefur slík aukning þó aldrei haldist lengur en í tvö ár. Þá hefur kaupmátt- urinn hrapað aftur, jafnvel langt nið- urfyrir það sem fyrir var. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að menn velta því fyrir sér hvort hægt er að beisla góðærið. Hugmyndin er fyrst og fremst sú að atvinnulífið hafi raunhæfa möguleika á að aðlagast og styrkjast þannig að það standi undir áframhaldandi atvinnusköpun og við- varandi kaupmáttaraukningu almenn- ings.“ Edda Rós bendir á að að vissu leyti megi skýra aukna einkaneyslu með uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Við erum að koma út úr tímabili stöðnunar þar sem fólk hélt aftur af sér en er nú að endumýja bíla, tæki og fleira sem ef til vill var löngu orð- ið tímabært. „Það þarf að hafa í huga að viðskiptahalli vegna aukinnar einkaneyslu getur orðið vandamál,“ segir hún. „Innflutningur hefur aukist gífurlega og útlán banka og spari- sjóða til heimilanna hafa sömuleiðis aukist. Aukin neysla almennings er að stómm hluta fjármögnuð með lán- tökum og það er áhyggjuefni. Til þess að hlutimir gangi upp, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélag, verður að nota góðæri til að grynnka á skuldum sem safnast hafa upp á erfiðum tím- um. Skuldaaukning vegna einka- neyslu á góðæristímum er vont mál. Mikill og stöðugur viðskiptahalli leiðir að lokum til þess að stjómvöld neyðast til að fella gengi íslensku krónunnar og gengisfelling er sem kunnugt er besta verðbólgufóður sem völ er á. Þess ber þó að geta að við- skiptahalli er ekki vandamál ef hann er vegna arðbærra fjárfestinga því þær munu þá standa undir frekari hagvexti í framtíðinni." Staða íslensks atvinnulífs Verðlag hækkaði um 2,3% frá júní 1997 til júní 1998. Þegar verðhækk- anir eru skoðaðar nánar kemur í ljós að innlent verðlag hækkaði mun meira eða um 5%. Innfluttar vörur hafa hins vegar lækkað og þær halda verðbólgunni niðri. Edda Rós segir að ein ástæða þessa sé að gengi ís- lensku krónunnar hefur hækkað. Þeg- ar gengi krónunnar hækkar fá íslensk fyrirtæki færri krónur fyrir útflutning sinn og geta þurft að hækka verðið í erlendri mynt. Hækkað gengi þýðir sömuleiðis að útlenskar vömr lækka í verði. „Seðlabankinn hefur réttilega bent á að hátt gengi virkar sem aðhald fyr- ir íslensk fyrirtæki því að þau neyðast til að halda aftur af verðhækkunum til að standast samkeppni við útlönd,“ segir Edda Rós. „Vandinn er hins vegar sá að ef of langt er gengið er hætta á að við springum á limminu og kippum stoðunum undan íslensku atvinnulífi. Islenskar vömr verða ekki samkeppnishæfar, hvorki hér heima né erlendis, atvinnugreinamar skað- ast og frumkvæði stirðnar. Þetta á ekki bara við um framleiðslu á kexi og sælgæti. Þetta á einnig við um ferðaiðnaðinn, smíði bifreiða, hug- búnaðar og fiskvinnsluvéla. Ef þetta gerist er ljóst að atvinna fólks er í hættu og sömuleiðis kaupmátturinn. Þetta er lýsing á góðæri sem étur sig sjálft. Enn er ástæðulaust að ætla að svo verði í þetta sinn, en við verð- um að vera á varðbergi. Stjómvöld verða líka að varast að kæla hagkerf- ið með verkfærum sem hreinlega kæfa glóð góðærisins. Markmiðið er eins og áður segir að hægja á góðær- inu til þess að það vari lengur - ekki að stöðva það. Hvað er hægt að gera til að viðhalda góðærinu? Edda Rós bendir á að við erum í fyrsta sinn að upplifa góðæri í stöð- ugu umhverfi. Fyrirtækin eru búin að vera að hagræða, eftir tímabil stöðn- unar var slaki á hagkerfinu, vinnuafl ekki nýtt til fullnustu og birgðir til í landinu. Margt bendir hins vegar, að hennar mati, til þess að slakinn sé bú- inn og þurfum að bregðast við. Þá kemur að spumingunni, hvaða stjóm- tæki eru tiltæk? Krafan um tekjuaf- gang hjá ríkinu hefur verið hávær. Menn hafa bent á að hækka þurfi skatta, selja ríkiseignir og draga úr framkvæmdum. Þá hefur vaxtahækk- un einnig verið nefnd. „Til að ná tökum á ríkisfjármálun- um eru tvær leiðir; að stöðva út- gjaldaaukningu ríkissjóðs og auka tekjur," segir Edda Rós. „Gallinn við útgjaldahliðina er sá að heilbrigðis- og menntamálin em stærstu útgjalda- liðir ríkisins og þeir mega ekki við niðurskurði. Launahækkanir opin- berra starfsmanna síðustu mánaða þýða auk þess kostnaðarauka sem fjársveltar stofnanir geta ekki staðið undir án aukinna ríkisframlaga. Hér er því búið að ráðstafa hluta góðæris- teknanna. Staða ríkissjoðs er þannig að á síðasta ári nam tekjuafgangur af al- mennri starfssemi 0,7 milljörðum. Auknar skatttekjur, beinlínis vegna góðærisins, eru gífurlegar. Ef ekki væru þessar góðæristekjur myndi rík- issjóður vera rekinn með miklum halla. Þetta þýðir að þegar almenn- ingur nær tökum á eyðsluseminni og virðisaukaskattur hættir að streyma í kassann, þá stöndum við uppi með ríkisútgjöld sem eru langt umfram tekjur. Það er sorglegt ef við bíðum með að samræma ríkisútgjöld og „eðlilegar" ríkistekjur þar til illa árar. Nú er lag að greiða niður opinber- ar skuldir og minnka þannig vaxtaút- gjöld ríkissjóðs. Á síðasta ári greiddi ríkissjóður tæplega 15 milljarða króna í vexti. Þetta er sama upphæð og ríkissjóður greiddi samanlagt í elli- og örorkulífeyri á árinu öllu.“ Hvað opinberar framkvæmdir varðar bendir Edda Rós á að á sam- dráttartímum geti þær blásið lífi í at- vinnulífið, aukið atvinnu og styrkt kaupmáttinn. Ef ríkið er mjög um- svifamikið á uppgangstímum, eykur það hins vegar þennsluna. „Mörgum þykir mótsagnakennt að draga úr framkvæmdum á uppgangstímum en í raun má segja að ekkert sé eðlilegra því að þannig stendur ríkið fyrir mik- ilvægri sveiflujöfnun í þjóðarbú- skapnum". Á að nota skattkenfið til að auka tekjur níkissjoðs? I síðustu kjarasamningum lagði ASI ríka áherslu á að ná fram skattbreyt- ingum. Sú krafa stafar af því að tekjutengingar skattskerfisins hirða stóran hluta launahækkana hjá bama- fólki. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um skattbreytingar var mikilvæg for- senda þess að launafólk á almennum vinnumarkaði samþykkti gerða kjara- samninga. En hver var niðurstaðan? „Þær skattbreytingar sem ríkisstjóm- in kynnti færa flestum skattalækkun en bamafólk ber nær óbreytta skatt- byrði,“ segir Edda Rós. „Lækkun tekjuskattsprósentunnar um 1% um næstu áramót er talin munu kosta rík- issjóð um 1,5 milljarð króna og ýmsir hafa bent á að það fé sé betur komið í ríkiskassanum. Ef hætt verður við skattbreytingarnar er ljóst að skatt- byrði barnafjölskyldna mun aukast frá því sem var fyrir kjarasamninga og það er óásættanleg niðurstaða. Það er vert að benda á að það er tæplega forsvaranlegt að nota eins þrepa tekjuskattskerfi sem verkfæri til að draga úr eyðslu almennings. Það eru ekki tekjulægstu hóparnir sem em á eyðslufylleríi og ástæðulaust að gera þær fáu krónur upptækar sem þeim hefur hlotnast." Hvað með sölu ríkiseigna? Umræða um sölu ríkiseigna, svo sem Landsbanka, Búnaðarbanka og Fjár- festingabanka atvinnulífsins. hefur verið áberandi í sumar en skoðanir era mjög skiptar í þeim málum. Edda Rós segir að sala ríkiseigna sé ekkert afrek í sjálfu sér. Framkvæmdin sé hins vegar vandaverk og skipti öllu máli um útkomuna. „Ef salan á að slá á þenslu er æskilegt að kaupin séu fjármögnuð með frjálsum sparnaði almennings,“ segir hún. „Mikilvægt er að söluverðmætið velti ekki aftur út í hagkerfið. Peningana þarf að taka úr umferð t.d. með því að greiða nið- ur erlendar skuldir." Enn eitt verkfæri snýr að peninga- málastefnunni og þá er vaxtahækkun nefnd. Edda Rós telur hana ekki góð- an kost þar sem hærri vextir era ekki aðeins hvatning til spamaðar og fæl- ing frá töku neyslulána heldur felur vaxtahækkun í sér kostnaðarauka fyr- ir fyrirtækin í landinu og veikir sam- keppnisstöðu atvinnulífsins. „Vextir á Islandi era nú um 2% hærri en er- lendis. Vaxtahækkun kæmi fyrst og fremst niður á heimilunum og minni fyrirtækjum. Stór fyrirtæki og fjár- sterkir aðilar munu hafa aðgang að ódýrari lánum í útlöndum. Fjármagn mun því streyma inn í landið og við það hækkar gengi íslensku krónunn- ar. Eins og áður segir þýðir hærra gengi að innfluttar vörur lækka í verði og útflutningur verður erfiðari. Viðskiptahalli mun því líklega aukast. Vextir eru því varasamt verk- færi og líklegri til að kæfa góðærið en að framlengja það.“ Sveillujölnun í sjávanútvegi Á sama tíma og margir telja nauðsyn- legt að koma í veg fyrir að 1,5 millj- arðar komist í hendur launafólks í formi tekjuskattslækkunar um næstu áramót, virðist það ekki trufla neinn að auknar veiðiheimildir og hækk- andi fiskverð geta einnig aukið á þensluna. „Þetta umræðuefni er eðli- lega mjög viðkvæmt en það er at- hyglisvert að líta á nokkrar stærðir í þessu sambandi," segir Edda Rós. „Nú blasir við að sjávarútvegurinn er að stórauka tekjur sínar á árinu. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hef- ur hækkað um rúmlega 16% á einu ári sem veldur því að, ólíkt öðrum at- vinnugreinum, finnur sjávarútvegur- inn lítið fyrir hækkun krónunnar. Hér við bætist að þorskveiðikvótinn hefur verið aukinn um 15% fyrir næsta fiskveiðiár. Varlega áætlað má reikna með að verðmæti kvótaaukningarinnar sé 16- 20 milljarðar króna (sumir segja allt að 25 milljarðar). Með auknum kvóta eykst veðhæfi sjávarútvegsfyrirtækj- anna og ef við gerum ráð fyrir að 20% sjávarútvegsfyrirtækjanna veð- setji helminginn af kvótaaukningunni fara a.m.k. 1,6 milljarðar út í hagkerf- ið. Ef 10% kvótans skipta um hendur umfram það sem venjulega gerist gætu aðrir 1,6 milljarðar pumpast út í hagkerfið eða alls 3,2 milljarðar. Við verðum að spyrja okkur hvort það sé raunhæft að ætla að stöðug- leiki geti orðið varanlegur í íslensku efnahagslífi án einhvers konar sveiflujöfnunar í sjávarútvegi. Um- ræðuefnið er viðkvæmt en það hverf- ur ekki þó að við forðumst það. Það er eðlilegt að þessi umræða verði tek- in upp einmitt núna þegar málið er ekki enn orðið spurning um líf eða dauða.“ Hvað gera Danir nú? Mikill uppgangur hefur verið í Dan- mörku að undanförnu og nú er svo komið að menn hafa áhyggjur af því að vöxturinn sé of mikill. Viðskipta- jöfnuður hefur versnað og pressa hef- ur aukist á vinnumarkaði. Einka- neysla er 20% meiri í dag en árið 1993. Danir hafa áhyggjur af sam- keppnisstöðu atvinnulífsins og hafa ákveðið að grípa í taumana áður en markaðshlutdeild tapast og verðbólga hækkar. Koma þarf í veg fyrir að góðærið gleypi sjálft sig, sögðu Dan- ir. Edda Rós segir margt hægt að læra af aðgerðum Dana sem gert hafa ákveðnar breytingar á skattkerfinu. Dregið hefur verið úr vaxtafrádrætti og svokallaðir grænir skattar auknir. Lægsta skattþrepið hefur verið lækk- að og efri stig hækkuð, en um 3-4 þrepa kerfi er að ræða. I markmiði stjómvalda um aukið jafnvægi í Danmörku 1998 („Bedre balanse“/Pinsepakken) felst þannig aukið jafnvægi í spamaði, aukið jafn- vægi hagvaxtar og umhverfisþátta, aukið jafnvægi milli umbunar og erf- iðis lágtekjufólks, aukið jafnvægi milli ólíkra þátta skattkerfisins og aukið jafnvægi milli danskra og er- lendra skattreglna. Hvað ættum við að gera hén heima? „Við þurfum að greina rót vandans áður en við getum tekið á honum,“ segir Edda Rós. „Miklir peningar eru í umferð og mikil einkaneysla hefur sett viðskiptajöfnuðinn í uppnám. Nauðsynlegt er að líta á alla mögu- lega þensluvalda og skilja ekkert undan. Auka þarf frjálsan sparnað í landinu en það verkefni snýst ekki síst um viðhorfsbreytingu. Það er ekki skrýtið þó að fólk finni ekki upp hjá sér að spara þegar hvatningin alls staðar í þjóðfélaginu er til eyðslu. Aðstæður era nýjar, við eram í góð- æri í fyrsta sinn í stöðugleika og al- þjóðlegu umhverfi og þurfum að hvetja fólk til að gera það sem aðrar þjóðir gera við svipaðar aðstæður; að greiða upp skuldir og leggja fyrir. Það gerir fólk bara ef fjárfestingar- möguleikarnir eru aðlaðandi og hvatningin til staðar. Skattafrádráttur vegna lífeyrisgreiðslna eykst á næsta ári og það er skref í rétta átt, hins vegar er spurning hvort það hefði ekki átt að vera stigið fyrr. Við verðum líka að velta því fyrir okkur hvort ekki sé rétt að taka upp sértækar aðgerðir til sveiflujöfnunar í sjávarútvegi. Loks verður að fara fram endurskoðun á skattkerfinu,“ segir Edda Rós Karlsdóttir. Vinnan 19

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.