Vinnan


Vinnan - 01.10.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.10.1998, Blaðsíða 1
Baulaðu nú... Hvaö varð annars um Vinnumálastofnun í Technopromexport-málum? Forstööu- maður stofnunarinnar kom aöeins fram á sjónarsviðið, að því er virtist til að verja rússneska verktakafyrirtækið gegn íslensku launafólki og birti svo skýrslu þar sem hann keypti athugasemdalaust marklausa pappíra frá yfirmönnum TPE. Skömmu síðar leysa íslensk stéttarfélög málið í samráði við Landsvirkjun og félagsmálaráðherra stígur fram á sjónarsviðið og gerir þá lausn að sinni stefnu. Eftir situr hin nýja stofnun og hlýtur nú að þurfa að spyrja sig nokkurra gagnrýnna spurninga. Rússarnir fá laun eftir íslenskum samningum Eftir að stéttarfélög og starfsmenn við lagningu Búrfellslínu 3A höfðu hótað að stöðva allar framkvæmdir vegna þess að rúss- neska verktakafyrirtækið Technopromexport ætlaði að halda upp- teknum hætti við að brjóta á rússneskum starfsmönnum sínum, og ganga þar með gegn íslenskum lögum og kjarasamningum, náðist samkomulag um að launin yrðu greidd hérlendis og að Landsvirkjun fylgdist með greiðslum. Að mati Guðmundar Gunn- arssonar, formanns RSÍ, mun þetta samkomulag halda. Rafiðnað- armenn standa hins vegar enn í átökum við undirverktaka vegna aðbúnaðarmála og fyrirvaralausrar uppsagnar trúnaðarmanns þeirra. Svo virtist sem Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytið ætluðu að láta afskiptum sínum af málefnum Technopromexport lokið þegar for- svarsmenn fyrirtækisins höfðu sent óstaðfestar upplýsingar um launakjör rússnesku starfsmannanna. íslenskum samstarfsmönnum Rússana var hins vegar Ijóst að þarna var maðkur í mysunni og á fundi sem Guðmundur Gunnarsson átti með rússnesku starfsmönnunum með aðstoð túlks kom á daginn að þeir fengu aðeins brot af þeim launum sem þeir áttu að fá. Skýringamar sem rússnesku yfir- mennimir gáfu starfsmönnum sínurn var að kostnaður þeirra hefði hækkað svo mjög vegna krafna um betri skjólfatnað, öryggisbúnað, fæði og húsaskjól. Allt þetta var dregið af launum þeirra þvert ofan í gerða samninga. ,A þessum fundi kom til harkalegra deilna milli Guðmundar og talsmanns Technopromexport. - Við ákváðum að fara öðruvísi að þessu og óskuðum eftir fundi með Landsvirkjun enda ástandið alvar- legra en talið var, segir Guðmundur. Hann hafði samband við Alþýðusam- bandið og óskaði liðsinnis heildar- samtakanna ef til þess kæmi að stöðva þyrfti algerlega allar fram- kvæmdir. Krafa um lausn - Á fundinum með Landsvirkjun kröfðumst við þess að fyrirtækið Frá átökunum á Selfossi. Staifsmenn búnir að leggja bílum sínum í vegfyrir flutningabíla rússneska verktakans og stöðva þannigflutning á hálf-samsettum möstrum á uppsetningarstaÖ. héldi eftir hluta af greiðslum til Technopromexport til að ábyrgjast réttar launagreiðslur. Að sögn Guð- mundar náðist svo samkomulag um að endurskoðunarfyrirtæki annaðist útreikninga launa og að launin verði greidd hér á landi. Landsvirkjun rit- aði rússneska fyrirtækinu bréf þar sem þessa var krafist. Forseti ASI boðaði einnig forstöðumann Vinnu- málastofnunar til að láta í ljós á- hyggjur sínar af frammistöðu stofn- unarinnar í málinu og ítrekaði að sú lausn sem var að nást milli Lands- virkjunar og stéttarfélaganna væri sú eina sem ásættanleg væri. - Daginn eftir viðtalið við forseta ASI veitir forstöðumaður Vinnu- Trúnaðarmanni sagt upp vegna starfa sinna Pað að fyrirtæki skuli leyfa sér að reka trúnaðarmann þegar hann er með réttmætar athugasemdir um framkvæmd kjarasamnings, hafa sem betur fer verið óþekkt vinnu- brögð meðal atvinnurekenda raf- iðnaðarmanna hér á landi í ára- tugi, segir m.a. í ályktun haust- fundar trúnaðarmanna Rafiðnað- arsambands íslands. Tilefni álykt- unarinnar er uppsögn trúnaðar- manns starfsmanna sem vinna við að reisa möstur Búrfellslínu 3A. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar mun RSÍ krefjast þess fyr- ir dómi að umræddum trúnaðarmanni verði greidd full laun út samnings- tíma hans og fara fram á að Félags- dómur staðfesti að trúnaðarmaðurinn hafi verið rétt og löglega kosinn og skipaður, verði málið ekki leyst fyrr. Trúnaðarmanninum var sagt upp störfum mánudaginn 21. september og fékk þá skýringu að hann ylli óróa á vinnustað. Guðmundur segir trún- aðarmanninn hafa verið að sinna þeirri lögboðnu skyldu sinni að vekja athygli á því sem ábótavant væri í að- búnaði starfsmanna og uppsögnin því óréttmæt. I ályktun haustfundar trún- aðarmanna RSI segir að þessi fram- koma komi aftan úr grárri fomeskju og lýsi ótrúlega ósvífinni afstöðu for- svarsmanns fyrirtækis gagnvart starfsmönnum. Guðmundur segir að eftir upp- sögnina hal'i viðkomandi fyrirtæki farið að búa til aðrar skýringar og ef- ast um að trúnaðarmaðurinn hafi ver- ið rétt skipaður. Hann segir þetta koma sér á óvart því löglega hafi ver- ið staðið að kosningu og tilkynningu um skipan og engar athugasemdir hafi verið gerðar. Þá hafa forsvars- menn fyrirtækisins látið að því liggja að viðkomandi starfsmaður hafi ekki búið yfir nægri faglegri þekkingu. Fundur trúnaðarmanna RSÍ átelur þessa skýringu harðlega sem ódrengileg vinnubrögð. Guðmundur segir engan hafa efast um fagþekk- ingu trúnaðarmannsins og bent er á í yfirlýsingu frá RSI að hann hafi verið fenginn sérstaklega til að koma að verkinu úr öðru starfi. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa til þess að verja trúnaðar- menn okkar og um leið þau réttindi sem íslenskir launamenn hafa náð fram með áratuga baráttu“, segir í yf- irlýsingu RSÍ. Sjá ályktun haustfundar trúnaðar- manna RSI á bls. 15. málastofnunar rússneska fyrirtækinu enn einn frestinn. Guðmundur segir þann frest hafa mnnið út án þess að neitt kæmi frá Technopromexport annað en hálfgerður skætingur. - Það er ekki fyrr en Landsvirkjun gerir rússnesku yfirmönnunum grein fyrir því að ástandið sé orðið mjög al- varlegt og allt geti farið í bál og brand sem þeir átta sig á stöðu sinni og fallast á þá lausn sem við höfðum farið fram á. Síðar sama dag tekur félagsmála- ráðherra efnislega undir þessa lausn í bréfi til stjórnar Landsvirkjunar. Vinnumálastofnun var þar með sett út úr málinu að mati Guðmundar. Hann vonar að nú sé að ljúka margra mánaða stappi við þetta fyrir- tæki þar sem rússnesku yfirmennimir gengu sífellt lengra framan af, eða allt þar til starfsmenn létu sverfa til stáls og lögðu niður vinnu. Sjá umfjöllun um málefni Technopromexport á bls. 8-9 og ályktun trúnaðarmannafundar RSÍábls. 15. Kaupmáttur vex hraðast hér á landi Kaupmáttur jókst um 6,9% hér á landi á síðasta ári en um 2,4% að meðaltali í við- skiptalöndunum. Þau markmið um kaupmáttarþróun sem sett voru í síðustu kjarasamningum hafa því gengið eftir og gott bet- ur. Það er því sameiginlegt mat ASÍ, VSÍ og Vinnumálasam- bandsins að ekki reyni á ákvæði kjarasamninga um heimildir til viðbragða. Sameiginleg greinargerð ASI og VSI er birt í heild á bls. 15 í Vinnunni. Eyddu í spamað! Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara reglulega með spariskírteinum ríkissjóðs. ‘“vffto, J9 S.4 * f.- LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Veffang: www.lanasysla.is Netfang: lanasyslan@lanasyslan.is Heimilisbókhald 1998 "•I \o\ 1)1 \ SAMIUS 562 6040 8 0 0 6 6 99

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.