Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 1
Hentistefna Til aö þjóna stærra álveri skiptu Eimskip tveimur af Fossunum út fyrir stærri skip á einni af föstum áætlunarleiöum sínum. Inn komu systurskip undir hentifána Antigua og Barbuda: Lagarfoss, sem Eimskip keyptu, og Hanseduo, sem Eim- skip leigja. En þá bregður svo viö aö fil- ipseysku og pólsku hásetarnir á Han- seduo, sem komnir eru á þessa siglinga- leiö Eimskipa, fá ekki aö njóta sömu kjara og réttinda og giltu um íslensku farmenn- ina, fyrirrennara þeirra. Þaö er svo enn skrítnara að kjarasamningar um borö virðast ekki lengur koma Eimskipum viö! Lögbann á aðgerðir gegn hentifánaskipi Eftir árangurslausar tilraunir til að koma á gildandi ís- lenskum kjarasamningi um borð af einu leiguskipum Eim- skipa sem er í reglubundnum áætlunarsiglingum hingað til lands, greip Sjómannafélag Reykjavíkur loks til aðgerða gegn skipinu í höfninni í Straumsvík. Aðgerðunum lauk án samninga þegar sýslumað- urinn í Hafnarfirði féllst á lög- bannskröfu samtaka atvinnu- rekenda. Miðað við eðli máls- ins er þó Ijóst að þvf er fjarri því lokið. Leiguskipið Hanseduo er í reglubundnum áætlunarsigl- ingum á siglingaleiðinni Reykja- vík - Immingham - Rotterdam, á móti systurskipi sínu, Lagarfossi sem er í eigu Eimskipa. Bæði skipin eru skráð undir hentifána Antigua og Barbuda. Þar sem Hanseduo er í áætlunarsiglingum fellur skipið undir samþykkt evr- ópsku farmannasamtakanna innan Alþjóðasambands flutningaverka- manna (ITF) þess efnis að um borð skuli gilda kjarsamningar viðkomandi landa eftir nánara samkomulagi þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga. ITF hefur einnig gert samþykkt um þá meginreglu að ábyrgðin á kjarasamningum um borð liggi hjá þeim aðila sem á, leigir eða ræður allri áætlun kaupskips. I tilfelli Hanseduo er það Eimskipafélag Islands. Eimskip neita hins vegar að ganga frá íslenskum kjarasamn- ingi við Sjómannafélag Reykja- víkur og vísa til þess að skipið sé í eigu þýskra aðila og að um borð séu í gildi lágmarkskjarasamning- ar ITF um alþjóðlegar kaupskipa- siglingar. Hanseduo - áætlunar- skip Eimskipa eða ekki? Jónas Garðarsson, lormaður Sjómannafólags Reykjavíkur, ó bryggjunni í Straumsvík við lientilánaskip Eimskipa félagsins, Hanseduo. í baksýn hafa félagar hans stöðvað alla losun og lestua til að knýja á um að gerður verði íslenskur kjarasamningur um horð í pessu kaupskipi eins og flestum öðrum sem sigia hingað reglubundnar áætl- unarsiglingar. Eftir árangurslausar tilraunir til að koma á íslenskum kjarasamn- ingi um borð í þessu áætlunarskipi Eimskipa gripu félagar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur til að- gerða. Þeir mættu að hafnarbakk- anum í Straumsvík aðfaranótt 27. október sl. og stöðvuðu alla losun og lestun. Aðgerðirnar stóðu alla nóttina og fram á kvöld daginn eftir. Þá kom í ljós að sýslumaður- inn í Hafnarfirði hafði fallist á beiðni um lögbann. Sjómenn urðu því frá að hverfa við svo búið. Siðleysi Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélagsins, er mjög ósáttur við lögbannsúrskurðinn enda telur hann að verið sé að ganga gegn viðurkenndum rétti stéttarfélaga til að verja lögmæta hagsmuni umbjóðenda sinna með aðgerðum. Hann bendir á að afskipti lögreglu af málinu hafi hafist löngu áður en lögbannskrafan var tekin fyrir hjá sýslumanni. Jónas nefnir í því sambandi að lögreglan hafi ítrek- að reynt að stöðva aðgerðimir og kalla menn til skýrslutöku þótt hún hefði ekkert mál í höndunum. Hann segir allt málið af hálfu Eimskipa og sýslumannsins vera siðleysi. - Við verðum að koma skikki á þessi mál. Eimskipafélagið talar um nauðsyn sveigjanleika en þeir hljóta að geta borgað sanngjörn laun þótt það sé um borð í leigu- skipi. Það má ekki verða saman- semmerki á milli sveigjanleika og þrælahalds, segir Jónas. Hann á von á að sjómenn fylgi málinu fast eftir enda um gífur- lega mikla hagsmuni að tefla. Sjá myndir frá aðgerðum Sjómannafélags Reykjavíkur á bls. 3. og umfjöllun í leiðara bls. 2. s Ifrétt á heimasíðu Eimskipafélags íslands (www.eimskip.is) frá 4. júlí 1997 segir orðrétt: „Eimskip hefur gengið frá kaupum á rúmlega átta þúsund tonna gámaskipi og fyrirhugar fljótlega að kaupa eða leigja annað skip af sambærilegri stærð. Þessi skip munu koma í stað Dettifoss og Bakka- foss sem eru í reglubundnum áætlanasigl- ingum á Suðurleið frá Reykjavík og Straumsvík til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi. [...] Markmiðið með þessum breytingum á skipakosti er fyrst og fremst að auka ílutningsgetu skipa félags- ins á Suðurleið um 30% vegna stækkunar álversins í Straumsvík, en félagið hefur annast flutninga fyrir Islenska álfélagið frá því framleiðsla hófst í Straumsvík fyrir tæpum 30 árum.“ Eimskipafélagið keypti ekki annað skip í stað Dettifoss eða Bakkafoss heldur leigir þýska skipið Hanseduo sem skráð er á Antigua-Barbuda og hefur það í reglu- bundnum áætlunarsiglingum á móti systur- skipi Hanseduo, hinum nýja Lagarfossi eins og lesa má um í þjónustuáætlun fyrir- tækisins fyrir Suðurleiðina á fyrrnefndri heimasíðu. Fyrirtækið setti einnig tvo ís- lenska stýrimenn um borð. Hvers vegna fær hin erlenda áhöfn, sem komin er á þessa siglingaleið í stað félags- manna Sjómannafélags Reykjavíkur, ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem félagið hefur samið um við Eimskipafélagið? Hin raunvemlega skýring dylst engum á meðan talsmenn Eimskipa gera sitt besta við að pakka kaupum sínum á ódým vinnuafli inn í hefðbundinn felubúning hentifánaútgerða. Samningar um réttarstöðu foreldra s Avegum ASÍ og VSÍ er nú unnio að samningum um réttarstöðu foreldra á vinnumarkaði. Verið er að semja um réttindi til töku foreldraorlofs í sam- ræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Þá vinna samtökin í sameiningu að því að undirbúa breytingar á greiðslufyrirkomulagi til foreldra í fæðingar- og for- eldraorlofi. Sú vinna er enn á frumstigi en til stendur að kynna hugmyndimir fyrir öðmm samningsaðilum og stjómvöldum. =»ru ifeJ* á kton'Ji, púB p. ERT ÞÚ VIÐBÚIN VETRI KOMUNGI?

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.