Vinnan


Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.11.1998, Blaðsíða 12
Vantar þig upplýsingar um málefni sem snerta verka- lýðshreyfinguna, hér heima sem erlendis? Þarftu að finna félög eða stofnanir sem tengjast hagsmunamál- um launafólks? Viltu vita hvað er að gerast á vett- vangi hreyfingarinnar? Viltu kynna þér námsframboð Mímis-Tómstundaskólans eða MFA? Kíktu þá á ASÍ vefinn: www.asi.is. Vonir bundnar við Kvótaþing og Verðlagsstofu misgengi misvægi þarf að leiðrétta og einnig vill fundurinn afnema skerðingará- kvæði vegna launa úr lífeyrissjóðum og tekna maka. Þá er þess krafist að vísitöluteng- ing húsaleigu verði bönnuð enda sé slíkt verðbólguhvetjandi og bitni verst á þeim sem minnst mega sín. Afnám verðtryggingar Formannafundur VMSI skoraði á stjórnvöld að banna verðtryggingar útlána enda valdi slíkar viðbótarálög- ur launafólki ómældum skaða. „Verðtryggingin er ávísun á ranga efnahagsstefnu og vinnur gegn því að menn beri ábyrgð á gerðum sínum. Hún viðheldur háum vöxtum og leggur drápsklyfjar á launafólk. Verðtryggingin hvetur lánveitendur til að meta ekki áhættu eins og þeir ættu að gera. Bankar og sparisjóðir hafa allt sitt á þurru“, segir í ályktun fundarins. Formannafundur VMSÍ mótmælir „Formannafundur VMSÍ, hald- inn á Akureyri 28. og 29. októ- ber 1998, lýsir vanþóknun sinni á því misgengi sem átt hefur sér stað f launaþróun og rétt- indamálum einstakra hópa launafólks í þjóðfélaginu“, segir m.a. f ályktun fundar allra formanna VMSÍ um kjara- mál. Formenn félaga innan VMSI segja ljóst að vamaðarorð forsætisráð- herra til samningsaðila á almennum vinnumarkaði, um að launahækkanir almennra kjarasamninga væru skref fram af bjargbrúninni, hafi ekki átt við þegar ríkisstjómin sjálf kom fram sem atvinnurekandi og gerði kjara- samninga sem innihéldu margfalda þá hækkun sem samið var um á al- mennum vinnumarkaði. Minnt er á að VMSÍ hafi ítrekað varað við þessu misgengi og enda hafi það óhjá- kvæmilega mikil áhrif á gerð næstu kjarasamninga og ætti að vera ríkis- stjóm og atvinnurekendum verulegt áhyggjuefni. Aréttað er réttmæti þess að verka- fólk innan VMSI fái sömu leiðrétt- ingu kjara og réttinda og aðrir hópar hafa náð fram við ríki og sveitarfélög og fundurinn fól framkvæmdastjóm VMSI að óska eftir viðræðum við Fundurinn mótmælir því að greiðslur úr almannatryggingakerfinu skuli allt frá árinu 1992 hafa verið að dragast aftur úr þróun lægstu launa. Þetta samtök atvinnurekenda og stjómvöld til að fara yfir hina alvarlegu stöðu. Umrœður eru oft líflegar ífundarhléum. Hér rœða félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur málin við Sævar Gunnarsson, formann SSI. A 21. þingi Sjómannasambands íslands, sem haldið var í Reykjavík dagana haldið 21. - 23. okt. 1998, var lýst yfir stuðningi við Kvótaþing og Verðlagsstofu skiptaverðs enda bundnar vonir við að þessi til- raun stjórnvalda til að koma verðlagningu á sjávarfangi í eðlilegt horf nái tilætluðum ár- angri. Einnig var ályktað gegn útflöggun skipa og gegn veiði- leyfagjaldi við núverandi að- stæður. / Aályktun um kjaramál er áréttað að þingið telji að Verðlagsstofa skiptaverðs leysi verðlagningarvand- ann aðeins tímabundið: „Endanleg lausn varðandi eðlilega verðmyndun á afla upp úr sjó fæst ekki að mati þingsins fyrr en allur afli er seldur um ftskmarkaði. Að því þarf að vinna í næstu framtíð." Þá hafnar þingið þeim áróðri útvegsmanna að tilkoma Kvótaþings leiði af sér atvinnuleysi fyrir sjómenn og bendir á að þingið dragi ekki úr úthlutuðum veiðiheim- ildum. Utgerðarmenn geti eftir sem áður flutt veiðiheimildir á milli skipa, þeim sé bara gert erfiðara að láta sjó- menn taka þátt í aflamarkskaupum útgerða sinna vegna Kvótaþingsins. Skorað er á sjómenn að vísa fisk- verðsmálum strax til úrskurðamefnd- ar sjómanna og útvegsmanna ef illa gangi að ná samkomulagi Auðlindaskattup sóttur til launafólks Um veiðileyfagjald segir í samþykkt- um þingsins: „21. þing Sjómanna- sambands Islands mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um að leggja auðlindaskatt eða veiðileyfa- gjald á sjávarútveginn við núverandi aðstæður, enda telur þingið fullvíst að slíkar greiðslur yrðu sóttar beint í vasa launafólks." Þá er harðlega mótmælt öllum til- raunum LIU og stjórnvalda til að breyta hlutaskiptakerfi sjómanna. Útflöggun og hentifánar „21. þing Sjómannasambands Islands mótmælir því að lögjafinn hafi með lagabreytingu heimilað útgerðum að flagga skipum sínum inn og út úr landinu." Þingið andmælti einnig þeirri fullyrðingu að alþjóðaskipa- skráning á Islandi leiði til fjölgunar íslenskra sjómanna: „ Þingið telur að alþjóðaskipaskráning hér á landi leiði aðeins til þess að íslenskar skipaút- gerðir fengju rétt til að ráða til sín er- lenda sjómenn á afar lökum kjörum og þannig fækkaði íslenskum far- mönnum enn meira en orðið er.“ Þingið varar við óeðlilegri tilhneig- ingu íslenskra kaupskipaútgerða til að leigja erlend kaupskip með erlend- um áhöfnum til að sinna flutningum fyrir landsmenn og skorar á aðildar- félög ASI að standa fast með far- mönnum í baráttu þeirra fyrir störfum sínum. Engar undanþágur í öryggismálum „21. þing SSÍ krefst þess að Siglinga- stofnun herði allt eftirlit með skipum, tækjum og búnaði þeirra og afnemi allar undanþágur þar að lútandi “ Þá er farið fram á að Siglingastofnun, í samstarfi við Landhelgisgæslu, beiti skyndiskoðunum í auknum mæli. Alþjóðleg sjómannaheimili Árlega koma milli 750 til 850 skip undir erlendum fánum til hafnar á Islandi. Mikill hluti skipverja er af erlendu þjóðerni og á sér hvergi athvarf í íslenskri höfn. Alþjóða- samband flutningaverkamanna (ITF) hefur ítrekað bent íslenskum samtökum sjómanna á þessa stað- reynd og farið fram á úrbætur. Nú er verið að skoða þann möguleika að reisa og reka alþjóðleg sjó- mannaheimili í Hafnarfirði og Reykjavík með styrk frá alþjóðleg- um velferðarsjóði ITF, Seafarers Trust. Að sögn Borgþórs S. Kjæmested, eftirlitsfulltrúa ITF hér á landi, var rætt við fulltrúa Velferðarsjóðs sjó- manna í tengslum við 50 ára afmæli Velferðar- og menningarstofnunar sænska kaupskiptaflotsins, 19. og 20. október sl. Þar var þeirri hugmynd varpað fram að koma upp sambæri- legri aðstöðu fyrir sjómenn í Hafnar- firði og Reykjavík. Borgþór segir að til tals hafi kom- ið að aðilar á vegum Sjómannadags- ráðs myndu sjá um reksturinn en reynt yrði að fá sveitarfélögin til að leggja til húsnæðið. í sjómannaheim- ilunum yrði boðið upp á kaffiveiting- ar og ýmiss konar afþreyingu, al- þjóðleg blöð og tímarit, aðgangur yrði að síma og jafnvel afhentir frí- miðar í sundlaugamar og aðra slíka þjónustu. Þá yrði ýmiskonar önnur þjónusta kynnt sérstaklega, svo sem helstu viðburðir á sviði lista og í- þrótta í bæjarfélögunum, kvik- myndasýningar og viðtalstímar presta. Mikil þörf er fyrir þjónustu af þessu tagi að mati Borgþórs. Hann nefnir sem dæmi að rússnesku sjó- mennimir eigi oft erfitt hér á landi og spyrji eftir sjómannaheimilinu. Yms- ir aðilar hafa reynt að koma til móts við sjómennina og Landakotskirkja hefur t.d. hjálpað sjómönnum frá Fil- ipseyjum enda öflugt starf kvenna af filipseyskum uppruna innan kirkj- unnar. Þá er Þjóðkirkjan að endur- skipuleggja þjónustu sína og Borg- þór segir biskup mjög áhugasaman um verkefni af þessu tagi. Alþjóðasamband flutningaverka- manna kæmi að fjármögnun rekstrar- ins með framlagi upp á um 250 þús- und íslenskar krónur á mánuði fyrir hvort heimili um sig. Stjórn yrði skipuð fulltrúum Sjómannadagsráðs, sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, Verkmannafélagsins Hlífar, Þjóðkirkjunnar. Kristskirkju og eftirlitsfulltrúa ITF á Islandi. Fræðslu- miðstöð verkafólks Á formannafundi VMSÍ var farið yfir næstu skref í starfsmennta- málum enda rúm tvö ár frá því byrjað var að vinna eftir aðgerða- áætlun. Rætt er um að launafólk utan löggiltra iðngreina byggi upp sameiginlega fræðslustofnun í anda þeirra fræðslumiðstöðva sem þekktar eru hjá iðnaðar- mönnum. Slík fræðslumiðstöð yrði sjálfstæð, með eigin stjórn, lög og reglugerðirog með það að markmiði að gera hana sem skil- virkasta og öflugasta. f erindi Kristjáns Bragasonar, starfsmanns VMSÍ, kom fram að hann teldi best ef öll landssambönd launafólks utan löggiltra iðngreina myndu sameinast með atvinnurek- endum um að byggja upp starfs- menntakerfi fyrir sitt fólk. Hér væri um að ræða öflugan hagsmunahóp sem gæti varið hagsmuni okkar fólks þannig að þeirra hlutur í menntun verið sem bestur. Fræðslu- miðstöðin myndi sjá um að byggja upp öflugt starfsmenntakerfi fyrir ó- faglært launafólk í samvinnu við að- ildarfélög sín og fagnefndir starfs- greina. Fagnefndir starfsgreina em hugs- aðar sem sameiginlegur vettvangur launafólks og atvinnurekenda í hverri starfsgrein. Þeim er ætlað að sjá um uppbyggingu námsins fyrir einstakar starfsgreinar. Þeim er ætl- að að gera tillögur að námi og nám- skeiðum. Þá eiga fagnefndir að skil- greina þekkingarkröfur í viðkom- andi starfsgrein, útbúa námskrár og veita faglega umsögn og tillögur um nám í viðkomandi námsgrein. Kristján benti á að ef menn ætl- uðu sér að ná árangri í starfsmennta- málum verkafólks væri nauðsynlegt að semja um endurmenntunargjald í næstu kjarasamningum. Gjaldið eigi að nota til að byggja upp sameigin- legan fræðslusjóð sem hægt verði að nota til að halda námskeið og við uppbyggingu á skilvirku starfs- menntakerfi. Slíkur sjóður yrði al- gjörlega á ábyrgð fyrrnefndrar fræðslumiðstöðvar.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.