Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Side 1

Vinnan - 01.12.1998, Side 1
Tossarair Pá er þaö staöfest í norrænni skýrslu sem fer í alþjóðlega dreifingu og umræöu aö íslend- ingar eru tossarnir meðal Noröurlandanna í ILO - málum. Hér á landi er ekki einu sinni fariö aö reglum ILO um málsmeðferö, hvaö þá að alþjóð- legri baráttu gegn mannréttindabrotum gegn börnum sé veitt lið. Málsvörnin er sú sama og þegar kemur að réttindamálum launafólks á Evr- ópuvettvangi: Það er svo mikið að gera í ráðu- neyti félagsmála að allt þetta útlenda kvabb þvælist hreinlega fyrir. Rammasamningur ASI og VSI um endurskoðunarákvæði? Til að tryggja að frumkvæði í launaþróun liggi hjá almenna vinnumarkaðnum kemur til greina að gera rammasamning milli ASÍ og samtaka atvinnu- rekenda um vfðtæka endur- skoðun á miðju samningstfma- bili lengri kjarasamninga. Þetta var ein þeirra hugmynda sem varpað var fram í umræð- um um kjaramál á fundi sam- Ódýrt vinnuafl til leigu r Islensk verkalýðshreyfing hef- ur að undanförnu mátt heyja harða baráttu gegn félagsleg- um undirboðum. Nægir þar að nefna innflutning rússneska rík- isfyrirtækisinsTechnopromex- port á ódýru og réttindalitlu vinnuafli frá Rússlandi og Úkra- ínu. Skömmu síðar stöðvaði Sjómannafélag Reykjavíkur leiguskip Eimskipa sem siglir reglubundnar áætlunarferðir til að frá landinu undir hentifána og með áhöfn sem er að mestu frá Filipseyjum og Póllandi. Það er athyglisverð tilviljun að í báðum tilfellum koma við sögu svokallaðar áhafnaleigur sem hafa aðsetur í Limassol á Kýp- ur. Þetta eru fyrirtæki sem sér- hæfa sig í að leigja alþjóðleg- um fyrirtækjum vinnuafl. í Vinn- unni er fjallað nánar um á- hafnaleigurnar og hvernig þær starfa. bandsstjórnar ASI23. nóvem- ber sl. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, varpaði þessari hugmynd fram. Hann benti á að í síðustu kjara- samningum hafi félög og sambönd innan ASI leitað sér fyrirmynda um aðferðir 'og aðkomu til Danmerkur, a.m.k. að hluta til. Eitt af því sem tíðkist í Danmörku sé að á miðju samningstímabili fari ætíð fram end- urskoðun skv. ákvæðum samning- anna. Ari segir hugmynd sína um rammasamning heildarsamtakanna um slíka endurskoðun miða að því að tryggja að endurskoðun samninga á almennum markaði fari fram, óháð því hvaða form hreyfingin hefur á samningsgerðinni að öðru leyti, t.d. hvort heildarsamtökin, landssam- böndin eða einstök félög fari með samningsumboðið sjálft. Markmiðið er að tryggja að frum- kvæðið í launaþróun liggi hjá al- menna vinnumarkaðnum, þeim hluta efnahagskerfisins þar sem verðmæta- sköpun þjóðarbúsins fer fram og svigrúmið í efnahagslífinu verður til. Ari segir þetta frumkvæði hafa færst til opinberra starfsmanna sem sé öf- ugt við það sem gerist í nágranna- löndunum. - Mér virðist sem það sé nauðsyn- legt að almenni markaðurinn hafi einhverja möguleika á því að jafna stöðu sína miðað við aðra eftir að þeir gera samninga. þessi möguleiki getur líka aukið ábyrgð annarra samningsaðila, sérstaklega á opinbera markaðnum, segir Ari. Krefst víðtækrap samstöðu Forsenda þess að hægt sé að ná rammasamningi um endurskoðunará- kvæði af þessu tagi er samstaða um aðkomu heildarsamtakanna. Af um- ræðum á sambandsstjómarfundinum er ljóst að mjög er kallað á aukna samstöðu innan ASI fyrir næstu kjarasamninga. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkmannasambands Islands, sagði það sína skoðun að við þróun á borð við þá sem orðið hefur í kjölfar síð- ustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verði ekki stöðvuð nema með sameiginlegu átaki. Pétur Sigurðsson, formaður Vlf. Baldurs og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, taldi að nú þyrfti að snúa sér til ríkisvaldsins og leggja áherslu á leiðréttingar í lífeyrismálum og á skattamálin. Sipurður Ingvarsson, formaður Vlf. Arvakurs og forseti Alþýðusam- bands Austurlands, sagði að ef sam- staðan væri næg innan raða ASI gæti hreyfingin ráðið öllu framhaldinu í kjölfar kjarasamninga. Björn Snæbjörnsson, formaður Vlf. Einingar, taldi samstöðu innan ASI vera heildarforsendu þess að tryggja betur hlut félagsmanna ASI við næstu samninga. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði samninga á vettvangi ASÍ leggja grunninn að gerð allra kjara- samninga í landinu því enginn annar hópur gæti tryggt að þær forsendur sem kaupmáttur kjarasamninga hvfli á haldi til frambúðar. Frá stofnfundi Menntar. Mikilvægt skref f starfs- menntamálum launafólks Föstudaginn 27. nóvember var stofnað nýtt fálag, Mennt - samstarfsvettvangun atvinnulífs og skóla, sem ætlað er að efla samstarf þessara aðila, í víðasta skilningi, um meuntun. Áður en stofnfundurinn var haldinn, var haldinn síðasti aðalfundur tveggja eldri félaga sem köfðu það sama að sínu viðfangl og þau lögð niður. Þetta voru Starfsmenntafálagið og Skmennt - samstarfs nefnd atvinnulífs og skála. SJÁ BAKSÍÐU BORGARDEKK Borgartúni 36 - Sími 568 8220 TERRA TRAC OTR TERRA TRAC A/T JEPPADEKK STAÐGREIDD 33-1250R15.... 14.104 kr 35-1250R15 ... 16.700 kr ÍIKU íiniiwaÆínmBntniJi FOLKSBILL NÝ DEKK VERÐ FRÁ NEGLD 155R13 3.755 kr. 4.845 kr. 165R13 4.060 kr. 5.150 kr. 175/70R13 5.040 kr. 6.130 kr. 185/70R14 5.250 kr. 6.720 kr. 185/65R14 6.910 kr. 8.000 kr. 195/60R14 6.410 kr. 6.410 kr. 195/60R15 6.830 kr. 7.920 kr. 195/65R15 7.430 kr. 8.520 kr. 215/75R15 6.090 kr. 7.180 kr. im NANKANG V HJOL BA RÐA VERKSTÆÐI SUÐURLANDSBRAUT16 ^ 588 9747 - FAX 588 9722

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.