Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Heimsókn á Vestfirði Undanfariö hafa forystumenn Alþýöusambands íslands heimsótt verkalýösfélög og fyrirtæki á Vestfjöröum. Þeir hafa m.a. heimsótt Verkalýösfélagiö Brynju á Þingeyri, Súganda á Súgandafirði auk félaga á ísafiröi og m.a. rætt skipulagsmál hreyfingarinnar. I heimsókninni til Þingeyrar var hin rómaöa Vélsmiðja Guömundar G. J. Sigurðssonar heimsótt, en þar er að finna tæki og tól frá fyrri tíma, næstum öll í nothæfu ástandi. Á síðunni má sjá svipmyndir frá þessum heimsóknum. Valdís Bára Krístjánsdóttir virðirfyrir vinnuaðstöðunna í Vélsmiðju Guðmundar G. J. Sigurðssonar. Heimsókn í Pólstœkni á Isafirði. Taliðfrá vinstrí: Ingólfur Eggertsson,forfaðir rafeindatœkni á Islandi, Orn Ingólfsson, framkvœmdastjóri fyrirtœkisins, Hervar Gunnarsson, Grétar Þorsteinsson og Björn Grétar Sveinsson Guðmundur Friðgeir Magnússon var formaður Brynju um þriggja áratuga skeið Starfsfræðsla og kjaramál fiskvinnslunnar rædd Þátttakendur á ráðstefnunni heimsóttu fiskiðjuver Granda. A myndinni sést Brynjólfur Bjarnason útskýra vinnslulínuna. Helgina 6.-8. nóvember hélt Verkamannasambandið ráð- stefnu um málefni fiskvinnsl- unnar á íslandi. Efst á baugi ráðstefnunnar voru starfs- fræðsla og kjaramál fisk- vinnslunnar. Til ráðstefnunnar mættu fulltrúar verkalýðsfé- laga víðsvegar að af landinu, tæplega 100 manns. Erindi á ráðstefnunni fluttu Jón Kjart- ansson, formaður Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja, Elínbjörg Magnúsdóttir, varaformaður deildar fiskvinnslufólks innan VMSÍ, Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva og Kristján Bragason, vinnumarkaðsfræðingur hjá VMSÍ. Jón Kjartansson sagði í erindi sínu að mitt í öllu talinu um góðæri í landinu, væri enginn hópur jafn illa leikinn og fiskvinnslufólk, að und- anskildum öryrkjum og ellilífeyris- þegum. Það ætti bæði við, þegar rætt væri um laun og atvinnuöryggi. Hann rakti baráttu síðastliðinna 20 ára fyrir kauptryggingu handa fisk- vinnslufólki. í lögum um greiðslur Atvinnuieysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks frá 1995, er at- vinnurekendum gefið sjálfdæmi um hvort talið er „ ... réttlætanlegt að vinna afla af rekstrarlegum ástæð- um, svo sem vegna ónógs magns eða hráefnisverðs". Þeir dagar sem sjóðurinn endurgreiðir fiskvinnsl- unni geta orðið allt að 60 á ári á hvern fiskvinnslumann með kaup- tryggingarsamning, að viðbættum launaskatti og lífeyrissjóðsframlagi atvinnurekandans. Fiskvinnslufólk þarf að bíða í fjóra mánuði eftir að komast á slfkan samning. Miðað við reynslu undangenginna ára, greiðir Atvinnuleysistryggingasjóður milli 140 og 150 ársverk fiskvinnslu- manna. Jón benti á, að þetta væri á sama tíma og útlendingar væru flutt- ir inn í hundraðavís til að vinna í fiski. f lok erindis síns fjallaði Jón um menntun og menntunarmöguleika fiskvinnslufólks og benti á að þró- unin í greininni gerði æ meiri kröfur til aukinnar þekkingar. — Forystu fiskvinnslufólks bíður því stórt og örðugt verkefni, bæta kjörin, tryggja atvinnuöryggið og auka menntun fiskvinnslufólks og gera þar með kjörorð danskra verkamanna að okkar: Útrýmum orðinu ófaglært verkafólk!, sagði Jón að lokum. Imynd fiskvinnslunnar Elínbjörg Magnúsdóttir, varafor- maður deildar ftskvinnslufólks innan VMSÍ fjallaði um ímynd fiskvinnsl- unnar, sem hún taldi eiga við að stríða ímyndarvanda. Hún sagði það þekkta staðreynd að fólk fer úr ftsk- vinnslu í verr launuð störf og velti fyrir sér ástæðum. Hún taldi, að lík- lega væri um að ræða nokkra sam- hangandi þætti, svo sem launin, vinnuaðstöðu, möguleikar til að „vinna sig upp“ væru takmarkaðir, vinnan væri einhæf og fleira í þeim dúr. Elínbjörg sagði lykilatriði til að komast úr þessum vanda, að fisk- vinnslufólk efldi sjálfsmynd sína og starfsins. Það þurfi að stórauka starfsmenntun, ekki síst í sambandi við tækni. Auka þurfi atvinnuöryggi og bæta vinnuaðstöðu. Hér hefur verkalýðshreyfingin hlutverki að gegna. Auka þarf upplýsingaflæði til starfsmanna og stuðning við trún- aðarmenn á vinnustöðum og tryggja þeim öfluga símenntun. Næstum tíundi hven starlsmaður útlendingur Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva sagði um 6.300 störf unnin í greininni á þessu ári. Hann vék að starfsmenntamál- um og sagði um tíu þúsund manns hafa lokið grunnnámskeiðum í fisk- vinnslu. Hann taldi orðið tímabært að þróa þessu vinnu áfram og bjóða upp á framhaldsnám og nýjar náms- brautir, enda hefði svokölluðum lykilstörfum á gólfinu farið fjölg- andi og þörf væri fyrir sérstakar námsbrautir fyrir þá sem þeim gegna. Tilraunir með kaupaukakerfi Kristján Bragason hjá Verkamanna- sambandinu kynnti á fundinum til- raunir með kaupaukakerfi sem reynt hefur verið í nokkrum frystihúsum, sem greiða starfsfólki í frystingu laun eftir þessu kerfi. Um er að ræða hvetjandi kerfi, sem ætlað er að auka framleiðni í fiskvinnslunni. Forsenda þess að hægt sé að greiða eftir þessu kerfi er að hægt sé að vigta fisk frá hverjum einstaklingi í snyrtingunni. Kerfið byggir á per- sónubónus sem miðast við afköst hvers og eins, en einnig hópbónus. Kerfið er enn á tilraunastigi, en þar sem það hefði verið reynt, t.d. á Dal- vík, hefði það reynst vel, þó á þvf væru ákveðnir gallar sem þyrfti að sníða af. Potturinn þar sem enn eru steyptar línuskífur. Vinnan 3

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.