Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Síða 5

Vinnan - 01.12.1998, Síða 5
Talsvert launa- skrið meðal iðnaðarmanna Helstu ástæSur launaskriðs hjá rafvirkjum og reyndar jieirum eru vinnustaðasamningar og samningar sem einstaklingar hafa náð fyrir fyrirtœkin sem þeir vinna hjá. Að undanförnu hafa nokkur fé- lög iðnaðarmanna birt niður- stöður launaútreikninga og kannana meðal félagsmanna sinna. Séu laun félagsmanna þessara félaga samkvæmt könnununum borin saman við tölur síðasta árs kemur f Ijés að nokkurt launaskrið hefur átt sér stað umf ram kjarasamn- inga. Vinnustaðasamningan helsta skýringin Séu laun rafiðnaðarmanna á þriðja ársfjórðungi þessa árs borin saman við laun þriðja ársfjórðungs ársins 1997, þá hafa heildarlaun hækkað um 9,8%. Sé aðeins tekið tillit til dag- vinnulauna, er hækkunin 9,2%. - Það er ljóst að það hefur orðið talsvert launaskrið að undanfömu, því samn- ingamir hljóðuðu upp á 4%. Það em líkur á að þessi þróun haldi áfram á næsta ársfjórðungi. Það er mikil vinna framundan og ekki sér fyrir endann á því. Það ber að hafa í huga, að rafiðnaðarmenn koma yfirleitt seint að framkvæmdum, þannig að þensla kemur oft síðar fram hjá raf- iðnaðarmönnum en öðrum hópum. Það teygist þá einnig lengur á henni í hinn endann, sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Aðspurður hvort allir félagsmenn verði varir við launa- skriðið, sagði Guðmundur svo vera. - Þó það hafi ekki verið reiknað út sérstaklega ennþá, þá er ég nokkuð viss um að hækkanir hafa verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Við notum ekki launa- kannanir til að finna út laun okkar fé- laga, heldur reiknum við þau út frá skilum á félagsgjöldum, sem eru á- kveðið hlutfall af laununum. Við erum með okkar eigið innheimtu- kerfi, á meðan aðrir gera þetta gegn- um lífeyrissjóðina. Þetta gerir okkur kleift að vera með okkar tölur nýrri en annars væri, við getum birt tölur einum og hálfum mánuði eftir að árs- fjórðungur er liðinn. Guðmundur var spurður um helstu ástæður launaskriðsins: - Helsta á- stæðan eru vinnustaðasamningar í stærri fyrirtækjum og samningar ein- staklinga í minni fyrirtækjum. Eftir- spumin eftir okkar fólki er einfald- lega það mikil að fyrirtæki em tilbúin að teygja sig lengra til að halda í menn. Svo er menntunin að skila sér. Um helmingur okkar fólks fer á nám- skeið á hverju ári, 1000-1500 manns á ári, að meðaltali í viku hver maður. I Rafiðnaðarskólanum eru 5.000 nemendur á ári, þar af 1.500 beinlínis á fagnámskeiðum. Mörg þeirra nám- skeiða sem ekki falla beint undir þá skilgreiningu nýtast mönnum einnig í störfum. Þó það komi ekki fram í út- reikningunum hverjir hafa farið á námskeið og hverjir ekki, þá er ég sannfærður um að þátttakan í þessum starfsmenntanámskeiðum skilar mönnum bæði hærri launum og meira atvinnuöryggi. Kannanirnar venða liin raunverulega viðmiðun Milli áranna 1996 og 1997 hækkuðu heildarlaun bíliðnamanna um tæp 14%. Án bónuss var hækkunin 11,3%. Samkvæmt nýjustu launa- könnun, sem gerð er af Bfliðnafélag- inu og Félagi blikksmiða í samein- ingu, hafa heildarlaun hækkað um 8,15% milli áranna 1997 og 1998, en án bónuss hafa launin hækkað um ríflega níu og hálft prósent. Haukur Harðarson, formaður Bfliðnafélags- ins segir skýringamar á þessu skriði fyrst og fremst vera einstaklings- samninga. - Vissulega emm við bún- ir að gera nokkra vinnustaðasamn- inga en þeir eru í minnihluta. Það hefur líka verið að gerast hjá okkur að tæknin hefur verið að breytast og fyrirtækin vilja bara halda í góða menn með öllum ráðum. Aðspurður hvort það væri munur milli lands- hluta, þá kvað Haukur svo vera. - Hins vegar em svo fá svör í þessari könnun af landsbyggðinni, að við teljum ekki rétt að birta slíka skipt- ingu. Hækkanir hafa hins vegar verið meiri á höfuðborgarsvæðinu. Við merkjum ekki sérstakan mun eftir því hvað menn em búnir að vinna lengi í greininni. Eftir tvö til þrjú ár í grein- inni eru menn komnir á toppinn, ef þeir á annað borð em góðir. Haukur var spurður hvort það væri eitthvað gagn í þessum könnun- um. - Já, menn em hættir að miða við taxtana í raun, það er miklu frek- ar miðað við kannanimar. Það kemur til með að verða eitthvað skrið áfram, það er enn skortur á mannskap og tæknin er enn að þróast, en það verð- ur lfldega ekki af sömu stærðargráðu og núna, að ekki sé talað um hækk- uninamilli áranna 1996-1997. Menntunin skilar hæppi launum Alls hækkaði tímakaup með bónus hjá málmiðnaðarmönnum á höfuð- borgarsvæðinu um 10,3% milli ár- anna 1997 og 1998. Á landsbyggð- inni var sambærileg hækkun 7,6%. Þegar talað er um landsbyggðina í þessu sambandi, er í raun fyrst og fremst átt við Suðurland, því jámiðn- aðarmenn á Norður- og Austulandi eru utan félags járniðnaðarmanna. Laun netagerðarmanna, iðnaðar- manna og almennra starfsmanna hækkuðu einnig, á bilinu 9,5%- 15,3%, en þær tölur eru með fyrir- vara um fá svör í hverjum hópi, þannig að hvert svar um sig vegur mikið í hlutfallsreikningum. - Þessar tölur eru byggðar á launakönnun sem við gerðum í októ- ber með því að senda spumingar til allra félagsmanna. Þetta er samskon- ar könnun og við gerðum fyrir um ári síðan. Þar spyrjum við um laun, hvernig þau skiptast í dagvinnu og yfirvinnu. Einnig spurðum við um starfsaldur og tækninámskeið og aðra þætti sem geta gagnast okkur við að móta stefnu í kjaramálum til framtíð- ar. Þetta em upplýsingar sem félags- menn spyrja mikið um, hreyfingar og meðallaun, sagði Orn Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna. Nú er ljóst að þetta eru nokkru meiri hækkanir en samið var um. Hverjar skyldu vera helstu skýring- arnar á því? - Já, þetta eru meiri hækkanir en lágmarkshækkanir, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu. Eg held að það skýrist aðallega af tvennu. Það var einn þátturinn í kjarasamningunum að gera ráð fyrir vinnustaðasamningum og þeir eru greinilega að skila mönnum hærri launatölum. Hitt atriðið er, að vegna mikillar eftirspurnar, eru menn að gera betri samninga við fyrirtækin hver fyrir sig. Þetta á sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið. Þetta em ör- lítið meiri breytingar en við gerðum ráð fyrir og erfitt að spá hvort þessi þróun heldur áfram. Það er þó mikil- vægt núna, að menn reyni að festa í vinnustaðasamningum, þar sem þeir hafa ekki verið gerðir, þær launatölur sem menn eru með eða þeir geta náð, því það kemur einhvem tíma að því að það verður samdráttur. Þá er mik- ils virði að vera með tölumar bundn- ar í vinnustaðasamningum. Það vekur einnig sérstaka athygli, að tímakaup þeirra sem sótt hafa sér- stök tækninámskeið er að meðaltali tæplega þremur prósentum hærra en hjá þeim sem ekki hafa sótt slík nám- skeið. - Það er ekkert í almennum kjarasamningum okkar sem segir að menn skuli hafa hærri laun þó þeir hafi sótt tækninámskeið. Þörfm fyrir menn með meiri menntun er fyrir hendi. Eftirspurnin eftir mönnum með meiri þekkingu er þannig að þeir eru metnir á markaðnum sem betri starfsmenn. Launamunur milli þeirra sem eru með tækninámskeið er helm- ingi meiri núna en var fyrir ári síðan. Þetta er að vísu ekki mikið í krónum talið, um 24 krónur á tímann, en það munar um það. Starftmaður! C$t&s^iSt 4þíœimvmm»teð7WðUli^^ , r-oíóiarmaður stéttarfél^ Sýómmkf/*' * I>ar sem vínha 10 manns eða fleiri skulu starfa öryggistrimaðarmaður og öryggisvörður. Til að auðvelda ykkur ábyrgðarmikil vinnuvemdarstörf heldur Vinnueftirlit ríkisins • Þar sem vinna 50 manns eða fleíri skal starfa öryggisnefnd. NÁMSKEIÐ • Þar sem starfa færri en 10 manns annast atvinnurek- andi eða verkstjóri vinnuvemdarmál í samstarfi við starfsmenn og félagslegan trúnaðarmann. um aðbúnað, hollustuhastti og öryggi á vinnustað. Leitið upplýsinga um næsta námskeið. VINNUEFTTRLIT RÍKISINS BíldjhðfJa 16, 112Reylyavík Slmi 567 2500 Fax 567 4086 TO3*aw»r39 Vinnan 5

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.