Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Qupperneq 13

Vinnan - 01.12.1998, Qupperneq 13
Þjóðin vill efla velferðarkerfið Mun meiri stuðningur er við aukningu útgjalda til heilbrigðiskerfisins nú en fyrir 10 árum síðan. Það er Ijóst að niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa ekki hljómgrunn meðal almennings. Einungis 34% landsmanna telja þjónustu heilbrigðiskerf isins á Islandi góða, samanborið við 60% fyrir áratug. Jafnframt voru tveir af hverjum þremur svarenda sammála þeirri stað- hæfingu að stjðrnvöld verði að viðhalda félagslegri þjónustu, jafnvel þótt það þurfi að hækka skatta og gjöld til þess. Þetta er meðal niðurstaðna f viða- mikilli könnun á viðhorfum ís- lendinga til velferðarkerfisins, sem kynnt var fyrir skemmstu. Könnunin var gerð í október af Félagsvfsindastofnun fyrir BSRB. Könnunin náði til 1500 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá, 18 ára og eldri. Alls svöruðu 1011 einstak- lingar, eða tæp 67,4%. Nettósvörun, þ.e. þegar búið er að draga frá þá sem nýlega eru látnir, þá sem búa erlendis og erlenda ríkisborgara er 68,5%. Þar sem sumar spumingamar í könnun- inni voru þær sömu og spurt var í könnun árið 1989, gefur hún kost á að bera saman viðhorf með áratugs millibili. Jafnframt vom sumar spum- ingar þær sömu í sambærilegri könn- un sem Evrópusambandið hefur látið gera, en það býður upp á möguleika á samanburði við fólk í aðildarríkjum ESB. flðeins 5% íslendinga telja velíerðarþjonustu nf mikla Alls töldu tæp 40% svarenda velferð- arþjónustu á íslandi of litla, 57% töldu hana hæfilega og 5% töldu hana of mikla. Þegar þetta er skoðað nánar eftir afstöðu til tiltekinna verk- efna á sviði velferðarmála, kemur í Ijós að 34% telja þjónustu heilbrigð- iskerfisins góða, samanborið við 60% fyrir 10 ámm. Ekki hafa orðið breyt- ingar á afstöðu til skólakerfisins á þessum 10 ámm, en 35% telja þjón- ustu þess góða. Um 40% telja lög- gæsluna veita góða þjónustu og um 60% eru þeirrar skoðunar um Há- skólann. Afstaðan hefur ekki breyst til þessara tveggja þjónustuþátta á þessu tíu ára tímabili. Allnokkur breyting hefur orðið á afstöðu tii vegagerðarinnar. Þannig taldi fjórð- ungur svarenda hana veita góða þjón- ustu fyrir 10 ámm, en 42% nú. Þó til- tölulega fáir telji ráðuneyti og opin- bera stjómsýslu veita góða þjónustu, virðist hún þó heldur á uppleið í hug- um almennings. Alls töldu 8% þjón- ustuna góða fyrir 10 ámm, en 15% nú. Fimmtungur svarenda telur þjón- ustu almannatrygginga góða, en ekki var spurt um hana fyrir tíu ámm. Telja að auka beni útgjöld til flestra málaflokka Spurt var hvort auka ætti útgjöld til áðumefndra þátta, halda í horfinu eða draga saman. Opinber stjórnsýsla sker sig nokkuð úr hvað varðar fjölda þeirra sem telja að draga beri úr út- gjöldu, en alls töldu 44% ástæðu til þess. Innan við 10% töldu rétt að auka útgjöld til þessa málaflokks, en 47% að halda bæri í horfinu. Alls töldu 84% að auka bæri útgjöld vegna dagpeningagreiðslna til lang- veikra, 82% vegna örorkulífeyris, 78% vegna ellilífeyris, 68% vegna skólkerfisins, 64% vegna heilbrigðis- þjónustunnar, 63% vegna aðstoðar við bamafjölskyldur og 51% vegna dagvistunar bama. Vegna almanna- trygginga töldu 47% að auka bæri út- gjöld, 41% vegna aðstoðar við náms- menn og jafnmargir vegna sam- gangna og um 30% vegna atvinnu- leysisbóta. I öllum þessum tilvikum töldu langflestir þeirra sem á annað borð töldu ekki ástæðu til að auka út- gjöldin, að halda bæri í horfinu. Heilbnigðispjónustan á dagskrá Talsvert meiri stuðningur var við aukningu útgjalda nú en fyrir 10 árum til heilbrigðisþjónustu, skóla- kerfis og almannatrygginga. Færri töldu nú að auka bæri fjárveitingar vegna þjónustu við aldraða, vegna samgangna og dagvistunar bama en fyrir 10 ámm. Það þýðir þó ekki að fáir telji nauðsyn á að gera betur í þessum málaflokkum, því þrír af hverjum fjómm vom þeirrar skoðun- ar varðandi þjónustu við aldraða og rúmur helmingur varðandi dagvistun bama. Meirihluti vill afskipti hins opinbera f könnuninni var spurt hvort svarend- ur vildu „ömgglega afskipti, líklega afskipti eða ekki afskipti" af ýmsum verkefnum sem tengjast velferðar- þjónustunni. Alls vilja 77% að hið opinbera tryggi heilbrigðisþjónust- una, þrír af hverju fjómm vilja að það tryggi ellilífeyri og 55% vilja að hið opinbera tryggi atvinnleysisbætur. Um 60% vilja að hið opinbera hafi beiti sér fyrir því að draga úr launa- mun á vinnumarkaði og jafn margir vilja að hið opinbera tryggi fulla at- vinnu. ísland aftarlega á merinni Þegar útgjöld til velferðarkerfisins á íslandi og í ýmsum nágrannalöndum em borin saman, kemur í ljós að víð- ast hvar í þeim löndum sem við ber- um okkur oft saman við em útgjöldin hærri, sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Á íslandi er hlutfall út- gjalda til almannatrygginga og heil- brigðismála um 19%, lægra en á Grikklandi, írlandi, Portúgal og Spáni, svo dæmi séu nefnd. Svíþjóð trónir á toppnum, með 35,6% og Danmörk kemur næst með 34,3%. Af þeim löndum sem miðað er við, verja 13 meira en fimmtungi vergrar lands- framleiðslu til þessara málaflokka, en einungis 3 em innan við 20%, þar á meðal ísland, sem er á botninum eins og áður segir. Sendum launafólki bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsœldar á komandi ári Ólafur Þorsteinsson, Vatnagörðum 4, Reykjavík Póstmannafélag íslands Skrifstofa jafnréttismála, Pósthússtræti 14, Reykjavík Sökkull sf., Dugguvogi 9-11, Reykjavík Tiffany, heildverslun, Óðinsgötu 7, Reykjavík Sláturfélag Suðurlands svf., Fosshálsi 1, Prentberg ehf., Auðbrekku 4, Kópavogi Reykjavík Umfang hf., Grenásvegi 12, Reykjavík Rafmagnsveitur Ríkisins Sláturfélag Vopnfirðinga, Hafnarbyggð 6 Útvík ehf., Eyrartröð 7-9, Hafnarfirði Rafveita Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, Hafnarfirði Slippstöðin hf., Hjalteyrargötu 20, Akureyri Veislubakstur, Fjölnisgötu 4F, Akureyri Smur- bón- og dekkjaþjónustan sf., Vestmannaeyjahöfn Rekstarvörur ehf., Réttarhálsi 2, Reykjavík Tryggvagötu 15, Reykjavík Vélstjórafélag Suðurnesja Reykjavíkurborg Smurstöð Esso, Skemmuvegi 6, Kópavogi Viggó hf., Egilsbraut 6, Neskaupstað Reykjavíkurhöfn l Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 Vírnet hf., Borgarbraut 74, Borgarnesi Siglufjarðarhöfn Sparisjóður Kópavogs, Digranesvegi 10 Vopnafjarðarhreppur Siglufjarðarkaupstaður Sparisjóður Vestmannaeyja, Bárustíg Völur hf., Vagnhöfða 5, Reykjavík Sjálfsbjörg, Bugðusíðu, Akureyri Sparisjóðurinn Keflavík, Tjarnargötu 12-14, Keflavík Þjónustuskrifstofa Árborgar, Hafnargötu 10, Skeljungur hf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík Stokkseyri Skilmannahreppur Stálsmiðjan hf., Mýrargötu 10-12, Reykjavík Þórshafnarhreppur Skinney hf., Krosseyrarvegi 11, Höfn Steinullarverksmiðjan, Skarðseyri 5, Sauðárkrók Þroskaþjálfafélag íslands Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf., Höfða 2 Stensill ehf., Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík Ægir ehf., Ægisbraut 9, Akranesi Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, Reykjavík Steypustöðin ehf., Sævarhöfða 4, Reykjavík Öryrkjabandalag íslands Skorradalshreppur Sæhamarehf., Ftötum 31, Vestmannaeyjum 1 Vinnan 13

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.