Vinnan


Vinnan - 01.12.1998, Page 19

Vinnan - 01.12.1998, Page 19
Sambandsstjórnarfundur ASÍ haldinn 23 - 24 nnvember Skipulags- mál ASÍ Fulltrúar á Sambandsstjórnarfundi velta fyrir sér skipulagsmálunum. Skipulag ASl var til sérstakrar umræðu á fundi sambands- stjórnar 23. til 24. nóvember sl. þar var gerð grein fyrir þeirri umræðu um skipulagsmál sem fram hefur farið á fundum for- seta ASÍ með aðildarfélögunum víðsvegar um landið. í kjölfar einróma ábendinga frá þessum fundum og reynslu síðustu ára samþykkti sambandsstjórn á- lyktun um herta eftirlitsskyldu miðstjórnar ASÍ, í samráði við viðkomandi landssambönd, með því að einstök aðildarfélög uppfylli skyldur sínar um árlega aðalfundi og skil á ársreikning- um. Hervar Gunnarsson hafði fram- sögu um skipulagsmál á fundi sambandsstjómar og greindi frá því að nú hefðu forsetar átt fund með 50 aðildarfélögum ASÍ en eftir væri að funda með 72 félögum. Lengstu ferðalögunum er þó lokið enda búið að funda með nær öllum félögum ASI frá norðanverðum Vestfjörðum, um allt Norðurland, Austurland og suður að Klaustri. Of snemmt er að draga heildar- niðurstöður af umræðum fundanna en Hervar nefndi nokkur dæmi um viðbrögð við þeim spurningum um skipulagsmálin sem varpað hefur verið fram á fundunum. Hver á verkaskiptingin að vera milli félaga, landssambanda og ASÍ? Viðbrögðin við þeirri tillögu að ASI sjái um sameiginleg mál allrar hreyfingarinnar, landssamböndin um málefni starfsgreinanna og félögin um staðbundin mál og þjónustu við einstaka félagsmanna hafa verið mjög jákvæð að mati Hervars. Hvernig á að bregðast við breyt- ingum á starfsumhverfi verkalýðs- hreyfingarinnar ? Svörin eru yfirleitt á þann veg að hreyfingin eigi sjálf að hafa frum- kvæði að því að laga sig að slíkum breytingum og ráða þannig ferðinni í stað þess að þurfa að þola inngrip annarra aðila. Hvernig sjá félagsmenn einstakra félaga fyrir sér þá þjónustu sem fé- lagið þeirra á að veita? Einnig hér eru svörin misjöfn og tengjast því hvernig þjónustu við- komandi félag veitir nú þegar. þau eru því allt frá því að settar eru fram kröfur um fulla þjónustu til þess að svarað er með spurningunni: Hvenær má búast við að félagið veiti einhverja þjónustu? Hver er afstaðan til samreksturs ASI og landssambandanna? Þegar þessari spurningu er varp- að fram er gjaman spurt á móti hvort hreyfingin hafi þörf fyrir bæði ASI og landssamböndin. Hervar segir augljóst að í hugum félagsmanna sé oft lítill munur á landssamböndun- um og ASI og það skýri m.a. af- hverju kjarasamningar sem gerðir eru af einstökum landssamböndum innan ASI séu kallaðir „kjarasamn- ingar ASI“. Hvaða vald eiga heiidarsamtökin að hafa til afskipta af málefnum þeirra aðila innan samtakanna sem ekki sinna skyldum sínum gagnvart „umbjóðendum “ sínum? Hér verða svörin öll á einn veg að sögn Hervars: Heildarsamtökin eiga að hafa vald til að grípa inn í starfsemi grunneininganna það snemma að sem allra minnstur skaði hljótist af, hvort sem er fyrir félags- menn viðkomandi félaga eða hreyf- inguna í heild. Samband landssambanda Hervar rifjaði upp þá samþykkt síð- asta þings ASI að öll félög með beina aðild skyldu hafa fundið sér aðild að landssambandi fyrir þennan sambandsstjórnarfund en að öðrum kosti skuli skipulagsnefnd ASÍ gera tillögu um slíka aðild og senda fé- lögunum til afgreiðslu með alsherj- aratkvæðagreiðslu. Þeirri afgreiðslu skal lokið eigi síðar en 6 mánuðum fyrir næsta þing ASI eða fyrir lok aprílmánaðar árið 2000. 16 félög „hafa ekki fundið sér“ landssamband og að sögn Hervars er ekki jafn ljóst í öllum tilfellum hvert þau ættu að leita. Fundað hefur verið með nokkrum þessara félaga um málið og mun sú vinna halda áfram. íslensk stjórnvöld fá falleinkunn f ILO málum I nýrri skýrslu Norræna verka- lýðssambandsins um fullgild- ingu samþykkta Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar (ILO) á Norðurlöndunum kemur fram að íslensk stjórnvöld fara ekki að reglum ILO um málsmeð- ferð gagnvart Alþingi auk þess sem mun færri samþykktir hafa verið fullgiltar hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Sambandsstjórn ASÍ krefst úr- bóta. Skýrslan, sem kynnt verður víða um heim, var rædd á nýafstöðn- um fundi sambandsstjórnar ASÍ. í henni kemur fram að skv. reglum ILO beri ríkisstjómum að leggja fyr- ir þjóðþingið tillögur um hvort full- gilda skuli samþykktir ILO. Hér á landi eru samþykktir einungis kynntar án tillagna um frekari máls- meðferð. Af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið frá 1980 hafa 16 aldrei verið ræddar á Þeim sam- ráðsvettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar sem þó er til þess ætlaður. í skýrslunni kemur einnig fram að íslendingar hafa aðeins fullgilt 16 af samþykktum ILO á meðan hin Norðurlöndin hafa fullgilt á bilinu 66 til 100. Þá hafa íslensk stjómvöld ekki enn fullgilt samþykkt nr. 138 um bann við bamavinnu þótt hún sé ein af gmndvallarsamþykktum ILO og eitt mikilvægasta vopnið í hinni alþjóðlegu baráttu gegn bamaþrælk- un. í samþykkt sambandsstjórnar ASÍ eru stjórnvöld átalin harðlega fyrir að fara ekki eftir reglum ILO um málsmeðferð og þess krafist að hafin verði skipuleg yfirferð ILO samþykkta sem ekki hafa verið full- giltar. Þá er þess krafist að samþykkt nr. 138 verði fullgilt án tafar enda sé sérstaða Islands meðal Norðurland- anna í því máli blettur á þátttöku okkar í alþjóðasamfélaginu. Mannnáttindi seit til hliðar Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, spurði í framsögu sinni hvort Islendingar taki alþjóðlegt samstarf um réttindamál launafólks og al- menn mannréttindi nógu alvarlega. Hann taldi mjög halla á þessa mála- flokka samanborið við viðskipta- samninga og umræður um t.d. um- hverfismál. Þegar komi að félags- og réttindamálum séu þau talin flækjast fyrir og verið sé að taka upp eitthvað reglugerðafargan frá Brus- sel eða ILO. Aherslan er á viðskipti, ekki mannréttindi að mati Ara og benti hann á viðskiptasamninga og opinberar heimsóknir til vafasamra ríkja. Með í ráðum og för séu full- trúar fyrirtækja en engir fulltrúar frá verkalyðshreyfingu eða mannrétt- indasamtökum. Samþykkt um eftirlitsskyldu Undanfarið hafa komið upp mál, sem byggst hafa á athugasemdum félagsmanna í ein- stökum félögum innan ASÍ, þess efnis að ekki væru haldnir aðalfundir né aðrir fundir í viðkom- andi félagi svo árum skipti og að ársreikningar væru ekki lagðir fram árlega sem er andstætt lög- um ASI. Þannig hefst greinargerð sem fylgir samþykkt sambandsstjórnar þess efnis að hert skuli eftirlitsskylda miðstjómar ASÍ með því að aðildarfélögin uppfylli skyldur sínar gagnvart fé- lagsmönnum og heildarsamtökunum. f greinargerðinni er bent á að félagsmenn hafi kvartað yfir því að heildarsamtökin, þ.e. ASÍ, hafi ekki þau tæki sem dugi til að taka á málum. Vegna þessara ábendinga fór skipulagsnefnd ASÍ yfir lög sambandsins og þær skyldur sem félög- unum eru lagðar á herðar gagnvart heildarsam- tökunum, svo sem um skil ársreikninga og skýr- slna um starfsemina. í lögum ASÍ er að finna skýr fyrirmæli um að félög skuli halda árlega aðalfundi þar sem flutt er skyrsla stjórnar og lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Þá er einnig tekið fram að aðalfundir skuli haldnir innan 6 mánaða frá því reikningsári lýkur. Þá er kveðið á um að ár hvert skuli landssam- bönd ASÍ senda ASÍ skýrslu um starfsemi aðild- arfélaga sinna og sambandsins sjálfs. Félags- stjómir skulu einnig senda miðstjóm ASÍ skýrslu um félagatölu sína. Tekið er skýrt fram að á hverju ári skuli aðild- arfélög senda ASÍ ársreikninga næsta árs á und- an, áritaða af löggiltum endurskoðendum. Skatt skulu félögin greiða fyrirfram ársfjórðungslega til ASÍ. Haldbetri únnæði Vanræki félög eða sambönd ASÍ þessar laga- skyldur sínar gagnvart heildarsamtökunum hefur miðstjórn ASÍ lítil formleg úrræði önnur en svipta viðkomandi réttindum sem sambandsfélag þar til úr hefur verið bætt. Að mati skipulags- nefndar hefði þetta fyrst og fremst í för með sér að viðkomandi félag væri leyst undan öllum skyldum gagnvart heildarsamtökunum meðan réttindasvipting varir. Því vildi skipulagsnefnd leita að haldbetri úrræðum og vísaði málinu til sambandsstjómar. I lögum ASI kemur fram að sambandsstjóm fari með æðsta vald í málefnum ASI milli þinga og því beri aðildarsamtökum ASI og hverjum þeim sem gegnir trúnaðarstörfum fyr- ir ASI, að hlýða fyrirmælum hennar. I ljósi alls þessa var svo gerð eftirfarandi samþykkt á sambandsstjómarfundi ASÍ 24. nóv- ember 1998: Með vísun til laga sambandsins felur sam- bandsstjórn ASÍ miðstjórn þess, í samráði við viðkomandi landssambönd, að framfylgja 34. grein laganna hvað varðar brot aðildarfélaga skv. 14., 42. og 43. grein laga sambandsins á eftirfar- andi hátt: Hafi skýrslur, skattaskil og önnur þau atriði sem tilvitnaðar greinar kveða á um dregist lengur en til næstu áramóta, eftir frest þann sem grein- arnar heimila, skal miðstjórn hlutast til um að gengið verði eftir ástæðum slíks dráttar og í fram- haldi sjá svo um að úr verði bætt. Miðstjóm skal gæta þess, eða sá aðili sem hún felur framkvæmd þessarar samþykktar, að náið samráð sé haft við lands- og svæðasambönd sem viðkomandi félag er aðili að. Vinnan 19

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.