Blik - 01.06.1969, Síða 195
með því m. a., að Árni Filippusson,
skóIanefndarformaSur ])arnaskólans,
lánaSi fé úr eigin vasa til þess að
standast straum af rekstri hans.
Svo hélt hugstríS mitt áfram. Ef
til vill hafSi ég ekki fallið í þessa
„gryfju“ af einskærri tilviljun. Frá
unglingsárum mínum hafði ég trúað
á handleiðslu æSri máttar, — trúað
á leiÖandi hönd æðri máttarvalda,
— trúað á íhlutun eða afskipti dul-
inna samhygðar- og velvildarafla, ef
við mannskepnurnar værum þess
verðar, lifðum þannig lifinu. Var ég
verður slíkrar hjálpar?
Ekki minni vitmaður en Grímur
skáld Thomsen kveður þannig í Búa-
rímum:
„Reynt það hefi ég eldri og yngri,
ei þótt ég í svipinn skildi,
að sínum bendir forsjón fingri
firðum, ef þeir hlýða vildi“.
Og hvað segir svo franska, heims-
kunna skáldið Molliér: „Drottinn
ætlar hverjum manni sitt hlutverk“.
Hvenær og hvernig ég öölaöist
þessa trú, er mér enn hulið. Ef til vill
er hún mér meðfædd eins og talna-
minnið og ástríðan að skrifa. Ef til
vill hefur þessi trú mín seytlað inn
í sálarlifið með uppeldinu. Ég bar
ekki þroska til að hugleiöa hana þá
eða meta fremur en flestir aðrir ung-
lingar á gelgjuskeiðinu. En nú ókst
mér skilningur á því, að hún gagn-
sýrði jafnan þá hugsun, sem stjórn-
aði orðum og gjörðum fósturfor-
eldra minna, var „rauði þráðurinn“
í daglegu lífi þeirra og sambúð. ÞaS
var því líkast, sem andstaðan og per-
sónulegu svívirðingarnar við upphaf
lífsstarfs míns yki þessa trú mína og
styrkti. — Ég efldist, — ég var sann-
færður um giftu rnína, og þó ...
Gekk þú jafnan hægt um gleöinnar
dyr og gáðu að þér. Öll starfsævin
var framundan. Aöeins fyrstu sporin
stigin.
Þegar tréð skelfur í stormi sinna
tíða, reynir fyrst og fremst á ræturn-
arar, festu þeirra, þol og þan. BregS-
ist sá styrkleiki eða bili, fellur tréð.
Bili rætur uppeldisins, sem hinn ungi
maÖur hefur hlotið, þegar erfiðleikar
eða aðsteðjandi straumar mannlífs-
ins steðja að, stormar tímans æða og
leitast við að hrífa allt með sér, er
hann eftir sem brak á sjávarströndu.
Þessa sjáum við allt of oft merki í
kringum okkur.
Þegar frá leið, tók ég að kynna
mér fortíÖina, — söguna. I Eyjum
hafði ekki þrifizt sýslubókasafn, eftir
að ríki konsúlanna færðist í aukana
fyrir alvöru og andi þeirra náði und-
irtökunum í bæjarfélaginu. Bóka-
safnið var ekki starfrækt. Þó var það
með elztu sýslubókasöfnum í landinu,
stofnað 1862.
Hvað hafði svo Kolka læknir, sá
mæti maður, skrifað um safnið, þar
sem það var geymt myglað og fúið?
MeðferÖin á því bar menningunni
vitni. Fjórum árum áður en ég hóf
lifsstarf mitt hér í Eyjum hafði lækn-
irinn skrifað í blað sitt, Skjöld: „Nú
er fyrir löngu hætt að lána út bæk-
urnar, enda eru þær orðnar ónýtar
af mylglu og fúa, sem vonlegt er,
dreifðar út um gólfið í kjallaranum
blik 13
193