Gisp! - 01.12.1995, Side 18

Gisp! - 01.12.1995, Side 18
saman. Ein fyrstu merki um slíkt samlífi er í verki eftir Stuart Davies, „Lucky Strike" frá 1924 þar sem í bak- grunni myndarinnar er dagblað að það sem er mest áberandi á því er skopmyndaserían „Outdoor Sport" eftir TAD (Thomas A. Dorgan). Með þessu má segja að myndasagan haldi innreið sína í hámenninguna. En reyndar eru málverk Stuart Davies nokkuð einangr- uð fyrirbæri og er það augljóst að hann nálgast viðfangs- efni sitt meir útfrá kúbísku sjónarhorni líkt og kollegar hans Kurt Schwitters og Eduardo Paolozzi sem á þessum árum notuðu m.a. hráefni úr dagblöðum og tímaritum í klippimyndir sínar Cþar á meðal myndasögur) Það er a.m.k. erfitt að álykta að Davies, Schwitters og Poalozzi hafi haft annan áhuga á myndasögunni en sem bak- grunni við formrænar tilrauna. Þegar Richard Elamilton gerir svo hið fræga plakat sitt „What makes today’s homes so different, so appealing" árið 1956 og hefur kápu af „Young Romance" Ceftir Jack Kirby) í stað málverks á veggnum, hafði hann gefið tón- inn fyrir þá „meðferð" sem myndasagan hefur síðan feng- ið í myndlistinni. Ekki sem plastískt form heldur sem inntak; áminning um eilífa tilvist lágmenningarinnar. Eitt það mikilvægasta við poplistina var að hún fjallaði um samtímann með því að nota alþekkt tákn úr samtíma- menningunni, sér í lagi þeirri sem gersneydd var öllum listfræðilegum eða fagurfræðilegum gildum. Þannig má sjá í ofangreindu listaverki Hamiltons tilvitnanir í auglýs- ingar um mat, kvikmyndir, heimilistæki, hljómflutnings- tæki, húsbúnað og fólkið á myndinni ertekið úr þesskon- ar uppstillingum sem kallaðar hafa verið „beef-" og „cheesecake". Allir hlutir í myndinni skírskota til neyslu og samfélagsstöðu eða öllu heldur til goðsagnarinnar sem þessi kynslóð skapaði sér C.Ég neyti-þess vegna er ég.“) og myndasagan þjónar þar sama tilgangi og annað myndefni. Hún er strax í upphafi poplistarinnar komin í ákveðið samhengi sem segja má að hún hafi varla losnað 16

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.