Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Side 189

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1941, Side 189
187 sóttarfaraldurinn, sem hófst árið 1786, dó út árið eftir, og áður en næsti faraldur hafði tækifæri til að kveðja sér dyra, var kúabólusetn- ingin -fundin, birt, viðurkennd og upp tekin (kansellíbréf 30. marz 1802, Lovsaml. VI, 570—571) sem bin eina sjálfsagða ónæmisaðgerð við bólusótt og hér sem hvarvetna annars staðar með þeim blessunar- ríka árangri, sem nógsamlega er kunnur. Ástæða er til að ætla, þó að máli þessu lyktaði farsællega fyrir Svein Pálsson, að það hafi engu síður kunnað að hafa nokkur áhrif á lífsferil hans. Það vekur i fljótu bragði nokkra furðu, að Sveinn Pálsson, frændi Jóns Sveinssonar og eflaust eftirlætisnemandi hans, bregður út af því, sem tiðkazt hafði urn alla þá, er á undan honura höfðu að fullu lokið læknanámi hér á landi, að ganga undir opinbert læknapróf eftir þeim reglum, sem þar um giltu (sbr. 4. gr. í erindisbréfi landlæknis, 19. maí 1762, Lovsaml. III, 410—411). Þetta höfðu þeir gert, Magnús Guðmundsson 1763, Hallgrímur Bachmann 1767, Brynjólfur Pétursson 1770, og Jón Einarsson 1776. Jón Pétursson, sem sigldi próflaus til háskólans 1765, hafði ekki endað venjulegan námstíma, sem þá var þrjú ár. Það hafði Sveinn hins vegar gert, enda verið nærri fjögur ár á vegum landlæknis. Undir próf gekk sá, er læknanámi lauk hjá Jóni Sveinssyni næst á eftir Sveini (Ari Arason 1794), og enn sá næsti og síðasti, Ólafur Brynjólfsson (1802), er sigldi frá Jóni Sveinssyni til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn, en lauk prófi áður, eftir því sem hermir góð heimild (kansellíbréf 23. okt. 1802, Lovsamk, VI., 589), þó að það finnist ekki skráð í prófbók landlæknisembættisins.1) I sjálfsævisögu, sem Sveinn Pálsson hefur látið eftir sig, er hann undarlega fáorður um vist sína í Nesi, og ekki víkur hann einu orði að máli þessu eða rekistefnu þeirri, sem út af því varð. En illa fær staðizt skýring hans á tildrögunum til þess, að hann hirti ekki um að ganga undir læknapróf hér heima, en réðst próflaus til utanfarar. Um þetta farast honum orð á þessa leið: „Með byrjun ársins 1787 gaf sál. landphysicus Svendsen frænda sínum Sveini í val, hvort þessi ei heldur vildi láta sig' examínera í medicin og chirurgie hér, eins og þá var títt, biða svo unz hér yrði eitthvert af fjórðungskírúrgiköt- um liðugt, ellegar sigla til Kaupinhafnar og ganga þann akademiska tour í gegnum, hvað síðara Sveinn valdi . . .“ (Ævisaga Sveins læknis Pálssonar eftir sjálfan hann í Ársriti Fræðafélagsins, X, 13). Á þessu sést, að Sveinn hefur verið til prófsins búinn, en engin leið er að skilja, að nokkurt val hafi þurft að vera á milli þess að ljúka próf- inu eða sigla. Gat hann auðvitað sem bezt gert hvort tveggja, og því heldur sem hann fór ekki utan fyrr en að áliðnu sumri, og senni- lega eftir þing' 1787, þ. e. 7. ágúst, eins og hann segir á hinum til- 1) í ritinu Læknum á íslandi, bls. 39, er of mikið fullyrt, þar sem tali<5 er, að próf Ólafs Brynjólfssonar hafi ekki verið skráð í prófbókina. Hefur höf- undunum skotizt yfir að gæta þess, að glatazt hefur aftan af prófbókinni, og er ekki að vænta skýrslu um próf Ólafs i þeim hluta bókarinnar, sem geymzt hefur. Á sama stað er einnig af vangá ofmælt, að öll læknapróf að loknu námi hjá landlæknum hafi farið fram á alþingi. Voru áreiðanlega sum þeirra háð „í við- urvist yfirvalda“ utau alþingis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.