Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 2

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 2
2 FJARÐARFRETTIR FJflRÐflRFRÉTTIR RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guðmundur Sveinsson ÚTGÁFURÁÐ: Ellert Borgar Þorvaldsson (S. 53454) Guðmundur Sveinsson (S. 51261) Rúnar Brynjólfsson (S. 51298) LJÓSMYNDIR: Ellert Borgar HEIMILISFANG: Pósthólf 57, Hafnarfirði Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: PRISMA Sr. Einar Eyjólfsson Hugvekja Fræ í frosti sefur fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Hér á landi eru páskar haldnir hátíðlegir á þeim tíma ársins er sjá má ýmis tákn þess að vorið sé í nánd. Birtan hefur náð yfirhöndinni og brátt munu hin hvítu klakabönd vetrarins hverfa fyrir hinum græna lit vorsins. Það líf sem legið hefur í dvaia undir klakahellunni mun vakna af löngum svefni og teygja anga sína mót hækkandi sól. Reyndar gerist þetta með sama hætti á hverju vori og er því kannski ekkert undrunarefni nema ef vera skildi einu og einu skáldi. En jafnvel skáldin eru að mestu hætt að leggja við hlustir á vorin þegar „fjallið klökknar, tárin renna“ eins og sr. Matthías kvað um á síðustu öld. Samt væri okkur öllum hollt að leggja við hlustir á vorin til að nema þann lofgjörðaróð þá „sem öll náttúran kveður.“ En það eru ekki allir sem vilja heyra þennan lofgjörðaróð eða trúa að hann megi nema. Má vera að til þess þurfi sér- stakan hæfileika sem ekki sé öllum gefinn. Eitt er þó víst að allir ættu að geta fagnað með sínum hætti yfir vorkomunni sjálfri og því sem henni fylgir, því ylinn í loftinu og angan blómanna hljóta allir að finna. Allt minnir þetta á það sem er að gerast í kirkjunni á páska- hátíðinni. Þar má heyra lofgjörðaróð sem sprottinn er af þeirri fullvissu að „rósin lífsins rauða er risin upp af dauða.“ Eins og skáldin sem forðum fögnuðu vorkomunni í Ijóðum sínum og lýstu því hvernig lífið streymdi fram undan klakabrynjunni fagna kristnir menn yfir því að Kristur lifir. Sjálfur er hann eins og sífelld vorkoma í lífi kristinna manna með því hann dag hvern leitast við að þíða klakabrynjuna sem svo gjarnan vill setjast á hjörtu okkar mannanna. En það er eins með Krist og hjartslátt náttúrunnar að það eru ekki allir tilbúnir að leggja við hlustir og skynja nálægð hans. En þrátt fyrir að það séu ekki allir sem skynja nærveru Krists þá eru þeir þó margir sem vita að koma hans í heiminn á sínum tíma og sá boðskapur sem hann þá flutti var sem vor- koma að mörgu leyti. Þeir viðurkenna að orð hans báru sann- leikanum vitni og kærleiksboðskapur hans hefur komið miklu til leiðar. En sá boðskapur að hann hafi risið upp frá dauðum er þeim um megn að skilja. Samt er þetta grundvallaratriði kristinnar trúar eins og Páll postuli bendir okkur á þegar hann segir: „En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt predikun vor, ónýt líka trú yðar.“ Þetta grundvallaratriði í kristinni boðun verður samt ekki útskýrt með aðferðum vísinda né sannað með þeim lögmálum sem þar eru tekin gild. Gpprisunni er einungis hægt að trúa og þá má ekki gleyma að trúin byggir á reynslu. Og sú trúarreynsla sem fær menn til að trúa á upprisu Krists er reynsla af nálægð hans í heimi hér, sú reynsla sem fær menn til að tjá lofgjörð sína með svofelldum hætti: „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má, hinn blessaði frelsari lifir oss hjá.“ Þessi trú er ef til vill ekki í samræmi við það viðhorf sem svo ríkjandi er í dag og sem byggist á því að allt skuli dregið í efa sem ekki er sýnilegt eða áþreifanlegt en þá skulum við minnast þess að sannleikurinn er sjaldnast sýnilegur eða áþreifanlegur. Nú þegar vorið er svo skammt undan skulum við minnast þess að Kristur er heldur ekki langt undan. Hverjum þeim sem vill býður hann samfylgd gegnum lífið og klakabönd mannlífs- ins vill hann bræða með nálægð sinni. En viljum við njóta nálægðar hans og leiðsagnar á komandi tímum? Því verður hver að svara fyrir sig með það í huga að Kristur sagði sjálfur: „Sjá ég er með yður alia daga allt til enda veraldar." Útgefendur FJARÐARFRÉTTA fœra öllum þeim sem stutt hafa útgáfu blaðsins alúðarbakkir. S(!?)V 18! A'i ' i , Gleðilega paska! szztnz

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.