Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 8

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 8
8 FJARÐARFRÉTTIR „Ég hef verið heppinn með lífsstarf" Rætt við Friðþjóf Sigurðsson byggingafulltrúa Friðþjófur Sigurðsson, bygg- ingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hefur ákveðið að láta af störfum nú í vor, eftir langt og giftusamt starf. Á þessum tímamótum þótti okkur Fjarðarfréttamönnum til- hlýðilegt að sækja Friðþjóf heim á skrifstofu byggingafulltrúa í Ráð- húsinu og forvitnast nokkuð um hans langa starfsdag. Við stiklum á stóru í þessu viðtali, en byrjum auðvitað á byrjuninni: Hvenær hófst þú störf hjá Hafnarfjarðarbæ? Ég byrjaði hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar árið 1944 og var ráðinn aðstoðarmaður Valgarðs Thorodd- sens, sem þá vann sem rafmagns- verkfræðingur hjá Rafveitunni. Undir hans stjórn vann ég við að mæla fyrir lóðum og að staðsetja hús. Þegar Sigurður Ólafsson var ráðinn bæjarverkfræðingur 1946 fóru þessi störf að heyra undir hann og fluttist ég þá til hans, fyrst að hluta til, en síðan alfarið eftir nökkur misseri. Sigurður var bæjarverkfræðingur til 1959 og allan þann tíma vann ég við mæl- ingar hverskonar og úttekt á bygg- ingum undir stjórn þessa ágæta manns. Á þessum árum stækkaði bærinn ört, Kinnarnar urðu til, Hringbrautin, gamla Álfaskeiðið og loks Öldurnar, Arnarhraun og Hvaleyrarholtið. Mitt starfssvið og starfsvettvangur urðu því brátt ákaflega víðtæk og sjaldan velt fyrir sér hvenær sólarhrings var unnið, jafnvel um miðja nótt ef mikið lá við. Jón Bergsson tók við af Sigurði og var bæjarverkfræðingur til árs- ins 1964. Um eins árs skeið (1961- 62) gegndi ég þó alfarið störfum bæjarverkfræðings, þvi þá stóð yfir verkfall verkfræðinga. Á því ári var geysilega mikið að gera hjá mér og vinnudagurinn langur, jafnvel frá 7 á morgnana til 12 á miðnætti. Þá voru auk margs konar bygginga- framkvæmda, steyptar þrjár götur í bænum, Vesturgatan, Skúlaskeiðið og hluti Strandgötunnar, svo að eitthvað sé nefnt. Við embætti bæjarverkfræðings af Jóni tók Guðmundur Óskarsson og síðan Björn Árnason, núvernadi bæjarverkfræðingur, sem tók við 1965. Ég hef því starfað með 5 bæjarverkfræðingum á þessum árum og hef kunnað prýðilega við þá alla. Ég tók svo við starfi bygginga- fulltrúa árið 1967 og hef starfað sem slíkur til þessa dags. Á mínum starfsferli hef ég fylgst náið með þróun byggðar í bænum og þeirri gífurlegu breytingu sem orðið hefur á vinnuháttum og framförum við húsbyggingar. Frá því að ég hóf störf hjá Hafnar- fjarðarbæ hefur bæjarbúum fjölg- að úr 4000 í 13000 og í samræmi við það hefur fjöldi íbúðarhúsa marg- faldast. Sem dæmi um það má nefna að frá 1967, þegar ég tók við embætti byggingafulltrúa, hafa verið fullgerðar um 2000 nýjar íbúðir í bænum. Þá má einnig hafa í huga að fjöldi íbúa í hverri íbúð er nú u.þ.b. einum færri til jafnaðar en var fyrir 40 árum. Hefurðu ekki stundum lent í árekstrum við húsbyggjendur eða verktaka á þessum langa ferli? Auðvitað hefur ýmislegt komið upp á, en það hafa allt saman verið smámál. Frá því ég hóf störf hafa þrívegis verið settar nýjar reglu- gerðir um húsbyggingar, og í hvert sinn sem ný reglugerð gengur í gildi tekur það menn eðlilega nokkurn tíma að átta sig á breytingunum. Ég hef því í slíkum tilfellum stundum orðið að neita úttekt þar til hlut- unum hefur verið kippt í lag. Þetta hefur valdið nokkrum smáárekstr- um, en allt hefur þetta jafnað sig og ekki orðið til þess að sletta upp á vinskapinn við þá sem átt hafa í hlut. Þegar á heildina er litið ber ég hafnfirskum hýsbyggjendum gott orð, svo og þeim húsasmíða- meisturum og verktökum sem ég hef átt samskipti við, enda hef ég lært heilmikið af þeim flestum. Þá hefur samstarfið við bygginga- nefnd bæjarins gengið prýðilega. Ég held að þau einkunnarorð sem ég hef haft að leiðarljósi í starfi hafi auðveldað mér mikið sam- skipti við fólk. Friðþjófur bendir okkur á áletr- un sem blasir við á skrifborðinu: „Hygginn maður fer með vald sitt af hófsemd og varast að halda sig ávallt öðrum snjallari.“ Þau eru ófá húsin hér í Firðinum sem Friðþjófur hefur teiknað. Hvernig stóð á því að hann fór að fást við það? Það kom hreinlega af sjálfu sér. Hér var skortur á arkitektum og þeir fáu sem voru starfandi fengust nær eingöngu við stórbyggingar. Ég fór því að taka þetta að mér, og hafði gaman af. Brátt hlóðst utan um þetta og á tímabili teiknaði ég yfir 60% allra íbúða sem byggðar voru hér. Geturðu nefnt einhver hús sem þú hefur teiknað? Það er erfitt að nefna einstök hús, ég teiknaði mjög mörg hús á Hvaleyrarholtinu um miðjan 6. ára- tuginn, m.a. húsið hans Óla Frið- jóns, sem var fyrsta húsið sem var reist þar. Til gamans má geta þess að Holtið var í daglegu tali nefnt „allsleysa" meðan það var í bygg- ingu, enda mikill berangur þarna suður frá í þá daga. Nú er þetta hins vegar orðið gróið og snyrtilegt hverfi og „allsleysu“ nafnið gleymt. Nú, ég teiknaði mörg hús við Arnarhraun og þar í grennd og þegar nýja Álfaskeiðið fór að byggjast teiknaði ég m.a. fyrsta fjölbýlishúsið sem þar reis. Það hús byggði Verktækni, en þessi hús eru fyrstu eiginlegu fjölbýlishúsin í bænum. Þau voru byggð af verk- tökum sem síðan seldu íbúðirnar almenningi, en áður höfðu bygg- ingafélög staðið að byggingu minni fjölbýlishúsa. Verktakafyrirtækin áttu eftir að setja mikinn svip á þessar framkvæmdir í kjölfar „blokkanna“ við Álfaskeið og þá Friðþjófur ásamt Guðjóni Arngrímssyni og Tryggva Stefánssyni.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.