Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 9

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 9
FJARÐARFRÉTTIR 9 Við byrjuðum hér frammi á kvisti Ráðhússins og vorum lengi framan af í smákytru lengst undir súð þar sem engin leið var að standa uppréttur. Seinna fluttum við svo í herbergið þar sem kringlótti glugg- inn er, en þar var upphaflega ráð- gert að koma fyrir klukku. Þarna hafði verið geymsla á stríðsárunum fyrir dýnur, ábreiður og þess háttar, en nú var því komið fyrir annars staðar og okkur afhent herbergið. Við vorum vitanlega dauðfegnir, þótt ekki væri hátt til lofts eða vítt til veggja, og þótti bara heimilislegt þarna. Fyrstu árin höfðum við engan bíl til umráða. Maður varð því að urðu til flest þekktustu fyrirtæki bæjarins á þessu sviði. Gróskan var mest þegar Norðurbærinn reis á fáum árum. Honum fylgdi geysileg aukning íbúða og þau fáu ár sem mestur hluti hans var byggður má örugglega telja mesta blómaskeið hafnfirskrar íbúðabygginga til þessa. Jafnframt risu hér á þessum tíma fjölmargar byggingar aðrar, m.a. Álverið í Straumsvík. Talið berst nú að frumstæðri aðstöðu starfsmanna bæjarverk- fræðings fyrr á árum og Friðþjófur fræðir okkur um vinnuaðstöðuna í þá daga. ganga um bæinn með mælistik- urnar og klyfjaður því dóti sem starfinu fylgir. Sem betur fer voru þá vegalengdirnar ekki miklar. Seinna fengum við gamlan Weapon, sem kom sér m.a. vel þegar vatnsveitan var lögð úr Kald- árseli. Það er mér minnisstætt við þá framkvæmd að það stóð á end- um að i sömu mund og vatninu var hleypt um nýju leiðslurnar, varð vatnsþurrð i Lækjarbotnum þar sem vatnið var tekið áður. Auk hinna föstu starfa fyrir bæinn hefur þú einnig sinnt nefnd- arstörfum, er ekki svo? Jú, ég sat til dæmis í skipulags- nefnd bæjarins í 17 ár, lengst af sem formaður. Þá hef ég unnið í nefnd- um sem haft hafa einhver ákveðin verk á sinni könnu. Eftirminni- legust er afmælisnefnd bæjarins '58 en þá héldum við upp á hálfrar aldar afmæli Hafnarfjarðar. Ég var Bygginganefnd Hafnarfjarðar. Frá vinstri: Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri, sem situr fundi nefndarinnar, Einai Th. Mathiesen, formaður, Vigfús Sigurðsson, Hjálmar Ingimundarson, Björn Ólafsson og Sveinbjörn Sigurðs- son. Friðþjófur Sigurðsson, byggingafulltrúi og Björn Árnason, bæjarverkfræðingur sitja einnig fundi nefndar- innar. Friðþjófur hefur átt mjög gott samstarf með iðnaðarmönnum í bænum. Hér er hann ásamt Herði Þórarinssyni, múrarameistara. framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem að flestra dómi þótti mjög vel heppnuð. Þar átti indælisveður stærstan hlut að máli og olli því að ótrúlegur fjöldi fólks sótti hátíða- höldin. Aðalhátíðin fór fram á Thorsplaninu, en sunnar á Strand- götunni dunaði dansinn. Fólks- fjöldinn sem tók þátt í þessu var svo mikill að ég varð dauðhræddur um að hið fámenna lögreglulið réði ekki við neitt ef eitthvað færi úr- skeiðis. En Jón heitinn Guðmunds- son, yfirlögregluþjónn, róaði mig, og sem betur fer fór allt vel fram. Margt fleira er mér minnisstætt frá þessari afmælishátíð, svo sem sögu- sýning á Bókasafninu, hátíðar- fundur bæjarstjórnar, heimsóknir fólks frá vinabæjunum á Norður- löndunum o.fl. Þá var komið upp sérstökum hliðum við bæjarmörk- in og í tengslum við hátíðina varð núverandi merki bæjarins til. Ég fékk það verkefni að teikna vitann í þeirri mynd sem hann er í núna. Bæjarmerkið okkar hefur þó enn ekki fengið löglega staðfestingu og þykir mér það miður. Ertu alls kostar ánægður með þitt starf, þegar þú lítur yfir farinn veg? Ég tel mig hafa verið mjög hepp- inn með lífsstarf. Það hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt, þó oftast hafi verið mikið að gera. Ég hef getað unnið úti í góðum veðrum og inni í slæmri tíð. Ég hef fylgst með

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.