Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 12

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 12
12 FJARÐARFRÉTTIR Skóladagheimilið: Húsnædið hentar starfseminni vel Skóladagheimilið að Kirkjuvegi hefur nú starfað í 4 ár. Við litum þar við einn daginn og fengum að skoða heimilið í fylgd Hugrúnar Jóhannsdóttur, for- stöðukonu. Við spurðum Hugrúnu hvernig dagurinn gengi fyrir sig á heimilinu. „Við opnum hér korter fyrir átta þannig að hægt er að koma með börnin áður en foreldrar fara til vinnu. Hér geta þau síðan fengið morgunmat. Börnin eru á skóla- aldri, flest á aldrinum 6 til 10 ára. Þau fara á mismunandi tíma og við útbúum fyrir þau nesti í skólann. Þau geta síðan fengið hádegismat og einnig fá þau að drekka seinni hluta dagsins. Börnin eru svo sótt kl. 5. Alls eru hér núna 25 börn. Mörg þeirra læra hér fyrir næsta dag og fá aðstoð til þess og erum við í sambandi við kennara barnanna varðandi heimanámið. Stöðugildin eru 3/i. Þessa stundina vinna hér fóstrunemar um tíma og er það liður í námi þeirra. Mér finnst húsnæðið að mörgu Ieyti henta vel til þessarar starfsemi. Hér eru margar vistarverur og hægt að vinna að mismunandi verk- efnum sem henta hverjum og einum án þess að hver trufli annan. Nauð- synlega þarf þó að bæta hljóðein- angrun i kjallara því að hávaði berst um húsið, sérstaklega ef verið er að smíða, sem alltaf er mjög vinsælt. Húsið er á tveimur hæðum og siðan er kjallari, þannig að rými er gott. Lóðina þarf að lagfæra og ég vona að leiktæki fáist þangað sem allra fyrst“ Þaö var í mörg horn að líta hjá Hugrúnu og starfsfólkinu. Það var greinilegt að börnin undu sér hið besta við nám og þroskandi leiki enda er heimilið allt mjög vistlegt og allt gert til þess að það líkist sem mest venjulegu heimili. Um leið og við þökkuðum góðar móttökur og þar með veitingar sem m.a. voru sérstaklega góð kæfa, gerð á staðnum, þá festir Ijósmynd- arinn nokkur augnablik á filmuna.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.