Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 17

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 17
FJAROARFRETTIR 17 Söfnun til kaupa á tækjum fyrir st. Jósefsspítala Ljósmyndabókin FÓLKIÐ í FIRÐINUM er fögur og gagnleg fermingargjöf. Bókin fæst í bókabúóum bæjarins og hjá höfundi aö Austurgötu 10. ÚTGEFANDI. Senn fer af stað almenn söt'nun meðal bæjarbúa til kaupa á nýjum tækjum fyrir St. Jósefsspítala. Við snérum okkur til Árna Sverrissonar, framkvæmdastjóra spítalans og sagði hann að þessi tæki væru afar brýn og væru til röntgenmyndatöku. Verð þessara tækja án tolla og söluskatts eru milli 3-4 milljónir króna. Þessi tæki myndu flýta mjög allri greiningu, en á sl. ári voru gerðar 1673 rannsóknir á röntgendeild á alls 1135 sjúklingum. Erfitt hefur verið að sinna öðrum en inniliggjandi sjúklingum í ýmsum tilfellum. Með nýju tækjunum væri unnt að sinna 3500 - 4000 myndatökum og því hægt að fullnægja þörf Hafnfirð- inga. Það er Bandalag kvenna í Hafn- arfirði sem hefur forgöngu um söfnunina og fá til liðs við sig fjölda félaga og einstaklinga. Áður en langt um líður verður leitað til bæjarbúa og ekki að efa að okkur er öllum metnaðarmál að búa sem best að spítalanum okkar. Þess er því að vænta að ekki verði þess langt að bíða að tæki þessi verði tekin í notkun á st. Jósefs- spítala. Hárgreiðslustofan CARMEN óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra páska FERMINGARGJAFIR í ÚR-VALI M.a.Sjónaukar • Tölvur ■ Vekjarar • Skartgripir og skrín. Verslun Magnúsar Guólaugssonar Strandgötu 19 - Sími 50590

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.