Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 18

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 18
18 FJARÐARFRÉTTIR TANGO FOX 3 OSCAR FOX CALLING.... Ólafur Friðjónsson, radioamatör, sóttur heim Við sitjum í kvistherbergi og hlustum á fjörugar samrœður Hollendingsins Jan frá Emmen og Hafnfirðingsins Ólafs Friðjónssonar. Ekki væri slíkt í frásögur fœrandi ef ekki kæmi til að þarna töluðu tveir radioamatörar hvor við annan og ekki var annað að heyra en þeir vœru aldavinir þó hvor- ugur hefði annan séð og þeir aldrei talast við fyrr. Það vakti athygli okkar við hringsól og efnisleit um bæinn að hátt mastur gnæfði við himin hjá húsinu nr. 5 við Háabarð, sem við fréttum reyndar síðar að væri fyrsta húsið sem byggt var á Holtinu. Það þurfti nú ekki meiri gáfumenn en okkur til að gruna að þarna byggi radioamatör og við nánari eftir- grennslan kom í Ijós að við fórum nærri um það. Olafur brást vel við beiðni okkar og við mæltum okkur mót þegar skilyrði til sendinga voru hagstæð. Við spyrjum Óla hvencer áhug- inn á þessari tómstundaiðju hefði vaknað. „Það var George heitinn Howser sem fyrst opnaði mér þennan heim. Hann bjó í Kinnunum og við hús hans var heljar mikið mastur, sem eflaust vakti forvitni margra. Hann var mjög fær radioamatör og átti góðan búnað. Hann var í sambandi við fjölda fólks víðsvegar í veröld- inni. Ég man að hann sýndi mér m.a. annars kort frá Hussain Jórdaníukonungi. Það er venja að þegar tveir radioamatörar ná sam- bandi skiptast þeir á þar til gerðum kortum því til staðfestingar. Hussain er mikill radioamatör og þeir George höfðu ræðst við. Ég man að þetta kort frá Hussain var mjög veglegt, skjannahvítt með gullbrydduðum kórónum. En það var sem sagt Georg Howser sem kom mér fyrst á sporið og ég fór að basla við að koma mér upp útbún- aði, sem ekki var nú burðugur í fyrstu. Þarf ekki dýr tœki til þess að hefjast handa sem radioamatör? „Þú getur ráðið því töluvert sjálf- ur. Mín reynsla og ég held flestra annarra er sú að maður þurfi að ganga í gegnum ákveðna þróun og þreifa sig áfram. Þó þú eigir fullt af peningum og getir keypt þér dýr tæki er hálf ánægjan að búa þau sem mest til sjálfur" Óli sýnir okkur fyrsta sendinn sem hann notaði og annan sem var nokkuð veglegri. „Þetta voru fyrstu tækin mín og þau kostuðu fyrst og fremst yfir- legu og heilabrot. Ég var svo hepp- inn að ég naut gegnum síma til- sagnar Vilhjálms Kjartanssonar (þekktari undir nafninu Villi radió) sem er algjör snillingur í þessum efnum. Ég man að hann sagði einu sinni við mig þegar ég sýndi honum lausn mína á ákveðnu atriði sem ég var að glíma við. „Jú þetta er rétt hjá þér, en þetta er samt eins og að ætla frá Reykjavík í Kópavog með viðkomu í Keflavík" En smám saman kom þetta þó ég nái nú ekki með tærnar þangað sem margir radioamatörar eru með hælanaí* Þið radioamatörar hafið með ykkur félagsskap? „Já, já, Hann kallast IRA, þ.e. íslenskir Radioamatörar. Það er erfitt að þýða þetta orð og við höf- um þvi tekið alþjóðaorðið og notað það. Til þess að hljóta inngöngu í félagið þarf að ganga undir sérstakt próf, nýliðapróf, og þér eru gerðar ljósar ýmsar skyldur sem þó verður að taka alvarlega. Það ríkir í raun mikið bróðurþel meðal radio- amatöra og allir leggja sig fram um að aðstoða hver annan. Öll samtöl byggjast á gagnkvæmri virðingu og viss málefni eru ekki rædd. Pólitískar umræður koma ekki til greina og trúmál heldur ekki. Þess vegna eru engin landamæri hjá radioamatörum og sama hvorum megin menn eru járntjaldsins. Tillitssemi er einnig mikil. Menn eru auðvitað misjafnlega góðir bæði þegar notað er morse og einnig koma upp tungumálaerfið- leikar á stundum. Ef þú átt t.d. í erfiðleikum með að skilja morse vegna þess hve hratt er sent, þá sendir þú til baka og undantekn- ingarlaust færðu svar með sama hraða og þú sendir sjálfur. Ég minntist á það áðan að við skipt- umst á kortum við þá sem við náum sambandi við. Þetta tengir okkur enn frekar saman og mörg dæmi eru um að menn haldi síðan sam- bandi áfram og jafnvel komist á gagnkvæmar heimsóknir. Eitt sinn lenti ég i því að vera tengiliður milli hjóna og tel mig hafa átt nokkurn þátt í því að allt endaði í lukkunnar velstandi. Það var þannig að ég komst í samband við nátinga sem sagði að konan sín væri hér á landi og sagðist nauðsynlega þurfa að komast í samband við hana. Ekki var hann alveg viss um heimilis- fangið en gat þó gefið það miklar upplýsingar að mér tóskt að komast að því hvar hún var og komast í samband við hana gegnum sím- stöðina á staðnum. Hjónabandið hékk víst á bláþræði og ég var í stöðugu sambandi við eiginmann- inn á hverju kvöldi og hafði síðan samband við hana og bar á milli skilaboð. Þetta endaði síðan þannig að þau ákváðu að hittast á ákveðn- um stað erlendis og ræða málin. Þar sem ég hafði leikið nokkurt hlutverk og leið reyndar á stundum eins og presti hlýtur að líða undir svipuðum kringumstæðum þá var ég dálítið spenntur að vita hvernig færi. Það leið ekki á Iöngu þar til mér barst heimboð frá þeim hjón- um og allt hafði því farið vel. Einu sinni komst ég í samband við Þjóðverja og í samtali okkar kom fram að hann væri að skipu- leggja heimsókn til Islands. Ég bauð honum auðvitað aðstoð og hann heimsótti mig með fjölskyld- una. Við fórum í ferðalög saman og höfum stöðugt samband okkar í milli. Þannig skapast oft tengsl sem bæði er hægt að hafa gagn og gaman af“ Og nú kveikir Óli á tækjunum og sendir út á öldur Ijósvakans kall- merki sitt: Tango Fox 3 Oskar Fox calling... Ekki líður á löngu áður en svar berst. Það er Hollendingurinn Jan sem lýsir yfir ánægju sinni að ná til félaga á íslandi. Óli segir honum að hjá sér séu menn sem mikinn áhuga hafi á að kynnast því hvernig radio- amatörar starfa. Hann skýrir frá „Radióamatörar hafa í rauninni mjög strangar siðareglur og milli þeirra ríkir mikil tillitssemi og hjálpsemi."

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.