Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 19

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 19
FJARÐARFRÉTTIR 19 „Það eru margir mjög góðir radioamatörar hér í Hafnarfirði miklu færari en ég. Þeirra á meðal má t.d. nefna Harald Sigurðsson, síma- verkfræðing og bæjarfulltrúa , Ægir Bessason, framkv.stjóra og Kristinn Sigurðsson, flugumferðarstjóra." nöfnum okkar og það stendur ekki á svari frá Jan. Hann ávarpar okkur alla með nafni og segir að enginn verði svikinn á því að taka þátt í starfi radioamatöra. Þeir Óli skipt- ast á upplýsingum um tækin sem þeir nota og almennum upplýsing- um um heimastöðvarnar. Þetta er ákaflega notalegt samtal og ekki að heyra annað en að þarna töluðu aldakunningjar um daginn og veg- inn. Gn það var greinilegt að áhugi margra var nú vakinn því að nú hljómuðu kallmerki úr öllum átt- um og allir kölluðu í Tango Fox 3, Oskar Fox. Áður en lengra er haldið er rétt að skýra frá því að þessi torkennilegu orð eru einkennisorð, þar sem T F 3 er ákveðið svæði á íslandi (3) og O F einkennisstafir Ólafs Friðjónssonar. Næst komumst við í samband við Svía sem gjarnan vildi lýsa því yfir hve mikið ævintýri það væri að vera radioamatör. Hann átti heima í Erikslund og skiptust þeir Óli á létt- um spaugsyrðum, þar sem Óli kom honum í skilning um yfirburði íslenskunnar með því að þýða Erikslund fyrir hann, þ.e. skógar- svæði sem hann Eiríkur hefði átt. Fór svo sannarlega vel á með þeim og óskaði Svíinn Whalter okkur alls hins besta. Óli varð að stytta sam- tölin því alltaf hljómaði á bak við beiðni um að komast í samband við Islendinginn og kunningja hans sem væru að kynna sér þetta sam- eiginleg áhugamál radioamatöra. Það var Spánverjinn Enrique frá Valcio sem varð hlutskarpastur. Greinilegt var að honum var um- hugað um að sannfæra okkur um ágæti þessa félagsskapar. Það var ekki laust við að við skrásetjarar þættumst vera nokkuð þýðingar- miklir þegar nöfnin okkar hljóm- uðu með hinum ýmsu framburðar- einkennum sem fylgja mismunandi tungumálum. Öll samtölin fóru fram á ensku en menn voru mis- munandi sterkir á svellinu. Enrique lýsti fyrir okkur veðrinu á Spáni og sagðist vona að sjá okkur þar þó síðar væri. Ekki var fyrr búið að kveðja Enrique frá Spáni þegar Harald frá Flensborg í Þýskalandi heilsaði okkur með nafni og bauð okkur velkomna til starfa. Milli þeirra Óla fór fram skemmtilegt spjall um Flensborg og þau tengsl sem Hafnarfjörður hefur átt við þann stað. Inn í þær umræður kom m.a. Flensborgarskólinn og greinilegt var að Harald tókst ailur á loft. En það var ekki til setunnar boðið því Englendingurinn Alan frá Peters- borough vildi gjarnan heilsa okkur og láta í Ijós ánægju sína með að ná sambandi við íslendinga. Enn heyrðist í mörgum en skil- yrðin fóru dvínandi og Óli varð að tilkynna að hann yrði að loka stöð- inni. Hann tók þó við nokkrum samtölum í viðbót en sendi svo út kveðjukallmerkið og lokaði stöð- inni. „Þið sjáið á þessu að það er hægt að halda áfram í það óendanlega. Fyrstu árin mín í þessu var stundum verið að langt fram á nótt því satt þest að segja eru sumir sem maður kemst í samþand við svo skemmti- legir að nánast er ógjörningur að slíta sambandi við þá. Mörgum finnst líka spennandi að ná sam- bandi við ísland, sem margir vita ákaflega lítið umí‘ Hefurðu nokkra hugmynd um hvað þú hefur náð samhandi við marga? „Nei, biddu fyrir þér. Þeir skipta þúsundum. Ég var í þessu vakinn og sofinn fyrstu árin en þetta hefur verið minna í seinni tíð. Óli bendir okkur á marga, þykka kortabunka á borðinu. „Þessi kort hef ég fengið send frá þeim sem ég hef náð sambandi við. Ég hef síðan sent svarkort á móti. Nú þarf ég að senda þessum sem við höfum spjallað við og fæ áður en langt um líður kort frá þeim“ Við spyrjum Óla hvort hann hafi náð sambandi við fólk úr öllum heimsálfum. Hann dregur fram stórt landakort og bendir okkur á þau lönd sem hann hefur komist í kynni við gegnum radioamatör- starfið. Nálega öll lönd í Evrópu eru í þeim hópi. Hann hefur á öldum Ijósvakans farið yfir þvert Rúss- land, mörg ríki í Afríku, komist til Ástralíu, ferðast um Suður- Ameriku fram og aftur og spjallað við menn vítt og breytt um Asíu. „Ég vil fyrst og síðast leggja áherslu á að mér finnst það vera ákaflega mannbætandi fyrir hvern og einn að taka þátt í starfi radio- amatöra. Fyrir utan það að víkka sjóndeildarhringinn og afla sér heimilda um ný og áður ókunn lönd, þá kemst maður í nánari snertingu við mannlegt samfélag. Þrátt fyrir ólíkar þjóðtungur og mismunandi siði þá erum við öll lík og með meiri skilningi milli manna þá aukast vonandi líkur á betra mannlífi. Ég leyfi mér að halda fram að í starfi radioamatöra sé við- leitni í þessa áttí‘ „Mér leið líkt og presti sem er að koma sættum milli hjóna.“ ....og úr tækinu heyrist: „Hello, Gudmundur, Runar and Borgar. This is Jan from Holland." Óli bregður á leik með heima- smíðaðan sendi, sem kostaði mikil heilabrot á sínum tíma. Hér verður settur punktur í spjallið við radioamatörinn Ólaf Friðjónsson. Ekki þar fyrir að við stöldruðum enn lengi við hjá þeim hjónum Ólafi og Kötlu sem bar í okkur veglegat veitingar. Og Óli lét gamminn geysa eins og honum einum er lagið og kitlaði hlátur- taugar okkar svo að menn fundu til verkja daginn eftir. Þá hlið Óla þekkja flestir Hafnfirðingar, en ekkert verður skrásett af þeim við- ræðum hér. Við þökkum fyrir að fá að skyggnast inn í ævintýraheim radio- amatörsins og skýringin á 15 m háu mastri við húsið að Háabarði 5 er fengin.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.