Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 31

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 31
FJARÐARFRÉTTIR 31 Frá norræna félaginu í Hafnarfirði. vinabæjarmót í Noregi í sumar. Fundur í Gafl-inum 1. apríl Næsta vinabæjamót verður haldið í Bærum í Noregi dagana 13. - 15. júní n.k. Af því tilefni boðar Norræna félagið í Hafnarfirði til fundar í Gafl-inum mánudaginn 1. apríl n.k. Verður þar sýnd kvik- mynd frá Noregi og rætt verður um væntanlega þátttöku félaga í vina- bæjamótinu í Bærum, en líkur eru á að þátttaka verði mikil. Meðal annars er nú gert ráð fyrir þátttöku hafnfirskra íþróttamanna auk þeirrar þátttöku, sem segja má að sé venjubundin, en það er þátttaka fulltrúa Norræna félagsins og bæjarstjórnar. Aðalumræðuefnið á vinabæjamóti að þessu sinni verður um málefni aldraðra. Eru allir, sem ætla að taka þátt í vinabæjamótinu í Bærum hvattir til þess að mæta á fundinum þann 1. apríl. Unglingaráðstefna í Sví- þjóð í sumar. Svo sem venja hefur verið undan- farin ár, verður norræn unglinga- ráðstefna haldin á vegum Norrænu félaganna í sumar. Verður hún að þessu sinni haldin í Leksand í Sví- þjóð dagana 29. júlí til 3. ágúst n.k. Að venju er dagskrá þessa unglingamóts mjög fjölbreytt og áhugaverð. Þáttaka í unglingamótinu er takmörkuð og skulu þátttakendur ekki vera yngri en 16. ára. Þeir skulu senda þátttökutilkynningu til Unglingafulltrúa Norræna félags- ins, Norræna húsinu, 101 Reykja- vík sem fyrst og eigi síðar en 10. júní n.k. Norræna félagið í Hafnarfirði hefur áhuga á að styrkja nokkra unglinga til þátttöku og eru þeir beðnir að senda umsókn sína sem fyrst til formanns Norræna félags- ins, Arnarhrauni 30, 220 Hafnar- firði. Hjá okkur fáið þið allt til að skreyta fermingarborðið Kerti - kertahringi - serviettur, áletraðar - blóm og blómaskreytingar. Nýi mæðraplattinn 1985 frá Bing og Gröndal kominn. Komið með skálar og við skreytum fyrir ykkur. Við höfum einnig páskaservíettur og páskakerti. Verið velkomin BLÓMABÚÐIN Linnetsstíg 3 - Sími 50971. /------------------------------\ Uarumirhinc hf DAISHRAUNI 14. PÓSTHÓLF 283, HAFNARFIRÐI ^SÍMI 53588 / \ Hafnfirðingar • Nágrannar Við erum með vélastillingar, hleðslu- og startaraviðgerðir, auk allra aímennra viðgerða. Reynið viðskiptin, ódýr, fljót og góð þjónusta. Vönduð vinna vanir menn. BÍLASTILUNC SOS HF. 1 REYKJAVÍKURVEGI64 - HAFNARFIRÐI SÍMI 54318 NAFNNÚMER1109-0834 J V J

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.