Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 38

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 38
38 FJARÐARFRETTIR Hvers vegna eru konur mikill meirihluti stéttar þinnar? Á undanförnum áratug hefur konum farið mjög fjölgandi á vinnumarkaði. Bæði er það að atvinnutækifæri eru fleiri og svo að tekjur eins nægja sjaldan til þess að „reka“ heimili. Orðið „KVENNASTÖRF" er ekki gamalt í málinu í þeirri merk- ingu að mikill meirihluti ákveðinnar stéttar eru konur. Okkur lék nokkur forvitni á að komast að því hvers vegna konur leituðu fremur í nokkur þessara starfa. Við ræddum við banka- starfsmann, fóstru, kennara og hjúkrunarfræðinga og fengum þessa aðila til þess að koma með sínar skýringar. Edda Skarphéðinsdóttir er bankastarfsmaður og vinnur við Sparisjóðinn í Norðurbœ: Hér vinna 11 starfsmenn, allt konur, og konur eru mikill meiri- hluti bankastarfsmanna. Konur sækjast fremur eftir þessu starfi en ýmsum öðrum líklega vegna þess að starfið er hreinlegt og krefst ekki líkamlegrar áreynslu. Hér eru mjög margar konur í hlutastarfi og það er örugglega einn þáttur sem konur verða að hafa í huga, því mjög margar þeirra geta ekki tekið að sér fullt starf vegna þess að þær þurfa að annast heimili til viðbótar. Umsjón með heimili kemur einnig oft í veg fyrir að þær geti tekið að sér yfirmannastörf sem krefjast lengri vinnutíma. Laun banka- manna hafa auðvitað áhrif á að karlmenn eru í minnihluta í almennum störfum innan banka- Þuríður Ingimundar- dóttir hjúkrunarforstjóri á Sólvangi og Bessi Jóhanns- son, einnig hjúkrunar- frœðingur þar. Þuríður: Lengi vel var litið á hjúkrunarstarfið sem rómantískt fórnarstarf og menn sáu fyrir sér Florence Nightingale, konuna með lampann. Þetta er erfitt starf og nauðsynlegt að hafa karlmenn einnig í starfinu, því oft er líkamlegt erfiði mikið. Launin hafa fyrst og fremst áhirf á það að karlmenn koma ekki til starfa sem hjúkrunar- fræðingar. Sú kona sem sinnir starfi utan heimilis í hvaða stétt sem hún annars er, vinnur tvöfalt starf. Því eru langflestir í hlutastarfi. kerfisins, en ég vil taka fram að enginn greinarmunur er gerður á launum karla og kvenna sem vinna samskonar störf innan bankans. Hins vegar veigra konur sér hjá því að taka við störfum betur borguð- um sem þeim oft býðst ef þau krefj- ast meiri fráveru frá heimili því enn er litið svo á að það sé konunnar að annast heimilið, þó nokkur breyt- ing hafi orðið þar á sl. ár. Hjúkrunarstarfið er enn hefðbund- ið kvennastarf og ég held að enn sé langt í land að karlmenn flykkist í stéttina meðan launakjörin eru ekki betri en nú. Bessi: Ég er 16. karlmaðurinn sem útskrifast frá Hjúkrunarskól- anum og sá eini sem vinn við öldrun. Ég held að það sé ákaflega nauðsynlegt að karlmenn komi í auknum mæli í stéttina og ég veit að margir hefðu áhuga á því, en ég er sammála Sigríði að launakjörin koma í veg fyrir það. Þó starfið sé erfitt er það mjög fjölbreytt og sjálfsagt ekki mörg störf þar sem maður finnur eins mikið þakklæti fyrir það sem gert er. t .ii£i Hafdís Guðjónsdóttir er kennari við Engidalsskóla: Ástæðurnar eru sjálfsagt margar fyrir því að konur eru í miklum meirihluta kennara við grunnskóla. Konur eru Iíklega um 90% kennar- ar yngstu barnanna. Með breyttu kennsluefni á grunnskólastigi þá held ég nú að einn þátturinn sé sá að karlmenn hafa einfaldlega ekki sett sig eins inn í námsefnið og auðvitað hafa launin mikið að segja, þegar kennarinn jafnvel þarf að stunda aðra vinnu með kennslunni. Konan sinnir heimilinu og getur ekki tekið að sér fullt starf og því hentar starf- ið vel konum, sem þá geta sinnt undirbúningi kennslunnar heima og líta þá eftir börnum sínum um leið. Kennslustarf er eins og eðlilegt framhald af því uppeldisstarfi sem konan hefur sinnt á heimilinu og laðar því ef til vill frekar til sín konur en ýmis önnur störf. Launin hrekja þó sífellt fleiri úr starfi og þó karlmenn hafi fremur horfið úr starfi undanfarið þá má búast við að konur hverfi einnig á braut. Ég vil þó leggja áherslu á að kennslan er oft ákaflega gefandi starf og ég er viss um að kennurum er mjög óljúft að leita til annarra starfa þó ýmsir séu tilneyddir til slíks til þess að sjá sér og sínum farborða. Hugrún Jóhannesdóttir er fóstra og forstöðu- kona á skóladagheimilinu að Kirkjuvegi: Ég álít að karlmenn séu alveg eins hæfir til þess að gegna þessu starfi en launin koma í veg fyrir það að þeir fáist til starfa. Ég man eftir einum sem hafði áhuga á að ráða sig hingað en um leið og hann heyrði um launakjörin þá sást hann ekki meira. Uppeldi barna hefur verið hefðbundið hlutverk konunn- ar og talið sjálfsagt að væri í hennar verkahring. Ég tel mjög æskilegt að karlmenn komi einnig til starfa og í þessu starfi þarf að ríkja jafnvægi. Það er ekki eðlilegt að nær allir sem sinna uppeldi utan heimilisins skuli sín uppvaxtarár. Ég held að margir vera konur og stundum kynnist karlmenn gætu vel hugsað sér þesi barnið ekki nema öðru kyninu öll störf ef þau væru betur borguð. FISSLER stálpottar 0 Ódýrir © Orkusparandi © Faliegir BÚ3ÁHÖLD OG LEIKFÖNG Strandgötu 11 - S 50919

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.