Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 44

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 44
44 FJARÐARFRÉTTÍR HANDBOLTAPUNKTAR FH íslandsmeistari í 3. fl. karla. Margir flokkar FH og Hauka komust í úrslit í sínum aldursflokk- um á nýafstöðnu íslandsmóti. Hæst ber árangur 3. flokks karla úr FH, en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu og hampa því ís- landsmeistaratitlinum í ár. FH átti auk þess lið í úrslitum í 2. fl. karla og 2. fl. kvenna. Báðir þessir flokkar stóðu sig mjög vel og skorti aðeins hagstæðari marka- hlutföll í úrslitariðlunum til að komast í úrslitaleikina. Haukar áttu lið í úrslitum í 2. fl. karla, 2. fl. kvenna og 4. fl. karla, sem öll stóðu sig prýðilega. Allt þetta unga fólk ber þess vitni með árangri sínum að mikil gróska er ríkjandi í hafnfirskum hand- knattleik, og framtíðin björt. Haukar í úrslitakeppni II. deildar. Haukar tefldu í vetur fram ungu og efnilegu liði í II. deildarkeppn- inni í handknattleik. Strákarnir voru seinir í gang framan af vetri, en sýndu svo sínar betri hliðar og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni, en þar sem liðin taka með sér stigin úr aðalkeppninni, eru möguleikar Haukanna á I. deildarsæti mjög litlir. En Haukar þurfa engu að kvíða, máttarstólpar liðsins eru ungir og vaxandi handknattleiks- menn, þeirra eru framtíðin. FH stefnir að titilvörn. Islandsmeistarar FH í hand- knattleik stefna að því að endur- heimta meistaratitilinn. Ásamt Vík- ingi, Val og KR heyja þeir nú úr- slitakeppni I. deildar, og hafa 5 stiga forystu eftir fyrstu lotu. Þessari keppni lýkur ekki fyrr en seint í apríl, þannig að of snemmt er að spá um úrslit, en FH-ingum fylgja okkar bestu árnaðaróskir í keppninni um íslandsmeistaratitil- inn. MÓNU páskaegg — úr góðu súkkulaði — á góðu verði OKKAR VERÐ ER UTSÖLUVERD Veitum 10% afslátt á útsöluverðum okkar næstu viku. Allskonar vörur s.s. stakar skyrtur, buxur, kjólar, leður- jakkar, skór og m.m.fl. EINNIG Matarstell, hnífaparasett, pottasett, sjónvörp með innbyggðum kassettuspilurum fyrir útvarp og m.m.fl. vörulistaumboðið Trönuhrauni 6 - sími 65 11 00

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.