Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 45

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 45
FJARÐARFRÉTTIR 45 Maríanna Berg: Nú skal dansað í Firðinum Við í Fjarðarfréttum heyrðum nýlega að þrekmiðstöðin ætlaði að byrja með jass-ballett kennslu á eigin vegum. Við drifum okkur uppeftir og spjölluðum lítillega við Marianna Berg. Hún er sænsk en talar ágæta íslensku. Hver er ástœða þess að þú ert hér? Mig langaði til að kynnast öðrum löndum. Var orðin þreytt á Svíþjóð. Hafði heyrt mikið um ísland auk þess var ég hér í nokkra daga fyrir sex árum á Akureyri við fallhlífa- stökk. Mér finnst íslendingar mjög sjálfstæðir og hreinskiptir. Landið er mjög fallegt, sérstaklega eldfjöll- in. Hvað gerðir þú í Svíþjóð? Ég vann seinast við kabarett í Lundi, sem er vel þekktur í Svíþjóð. Samdi ég og setti upp dansa fyrir 12 dansara auk þess kenndi ég jass- ballett við jass-ballettskóla Háskól- ans í Lundi. Það var mikið um að vera og var ég þar með 120 nem- endur. Ég stundaði líka leiklist í tvö ár í Stokkhólmi við Call Flygarens Drama Theater Film Skola, sem er eini einkaskólinn í Svíþjóð á þessu sviði. Annars byrjaði ég að dansa fjögra ára. Fyrst í Svíþjóð, síðan Þýskalandi og Englandi. Ég var í klassískum dansi og síðar í jass- ballett. Hvað œtlar þú að kenna í Þrek- miðstöðinni? Ætli ég byrji ekki eftir páska á jass-ballett og reyni síðan í free style dans sem mér skilst að sé orðin mjög vinsæll á íslandi. Hvernig lýst þér á aðstöðuna í Þrekmiðstöðinni? Þessi aðstaða er mjög góð miðað við hvað gerist í öðrum löndum. Við þurfum að útbúa okkur lítil- lega hvað varðar spegla. Hægt er að velja um nokkra sali eftir stærð hópa. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og vonast til að fá nægan efnivið til að hægt verði að koma upp sýningarflokki. Þar með var hún rokin og vonum við að allir dansáhugamenn veiti þessu framtaki athygli. Eins gæti Leikfélag Hafnarfjarðar komið til með að nýta sér krafta þessa fjöl- hæfa dansara í framtíðinni. Við kvöddum og þökkuðum góðar móttökur. FRAMKÖLLUN Filman lögð inn fyrir kl. 11. Tilbúin fyrir lokun VÖNDUÐ VINNA ____Bókabúó. Strandgötu 3 Hafnarfirði Sími 50515 VIÐ ERUM FLUTT LITUN KLIPPING PERMANENT LAGNING HÁRSNYRTISTOFA HJALLAHRAUN113 SÍMI53955

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.