Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 46

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Blaðsíða 46
46 FJARÐARFRÉTTIR T BÆJARMÁLA - JLpunktar * Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að mæla með því að fluorskolun verði tekin upp í grunnskólum bæjarins. Mun þetta gert í þeim tilgangi að draga úr tannskemmdum hjá skólabörnum og afsala sér um leið því meti sem talið er að hafnfirsk börn eigi í tann- skemmdum. * Ný hafnarreglugerð hefur verið samþykkt í hafnar- og bæjarstjórn. Ýmis ný ákvæði eru í reglugerðinni, en merkast þeirra er ákvæði um skilyrðis- bundinn rétt skipstjórnar- manna, stærri skipa, til að sigla um og inn í höfnina án hafn- sögumanns. * Sigurður Sigurðsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður íþróttahússins við Strandgötu. Sigurður starfaði áður sem bað- vörður við Sundhöll Hafnar- fjarðar. * í úttekt um orkusparandi aðgerðir í húsnæði bæjarins kemur m.a. fram, að við ákveðnar aðgerðir t.d. í skólum bæjarins, mætti spara allt að kr. 1,5 milljón. * Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa slökkvibíl af gerðinni MAN. Kaupverð er áætlað tæpar 3,3 milljónir króna. * í þrígang hefur verið sótt um nætursöluleyfi fyrir biðskýlið (Bolluna) við Flatahraun og jafnoft synjað af bæjarráði. Með síðustu umsókn var lagður fram undirskriftarlisti íbúa í nágrenni skýlisins, þar sem þeir segjast ekki vera andvígir nætursölu á þessum stað. * Og enn um Austurgötu 6. Gissur V. Kristjánsson hdl. óskar eftir viðræðum milli eig- enda Austurgötu 6 og bæjar- stjóra um það hvernig staðið skuli að niðurrifi húseignar- innar. Já, upp með kúbeinið og kúluna. Fyrir 1. júní eda... Eins og bæjarbúum er eflaust kunnugt hefur seint gengið að fá botn í hugsanlega strætisvagna- þjónustu Landleiða innanbæjar. Á bæjarstjórnarfundi nýverið var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að takist ekki samningar við Landleiðir hf. um endurbœtur á leiðakerfi þeirra fyrir 1. júní 1985, verði strætisvagnaakstur innan- bæjar boðinn út, samkvæmt leiða- kerfi og ferðatíðni sem kveðið verður á um í útboðsskilmálum. Verði þeir skilmálar lagðir fyrir bæjarstjórn til samþykktar áður en til útboðs kemur. Vœntanlegur rekstraraðili miði fargjaldatilboð við að reksturinn standi undir sér. Þó verði gert sér- stakt samkomulag um aksturskóla- barna sem bœjarsjóður greiði framlag til.“ FYRIR PÁSKANA, Glæsilegt úrval af páskaeggjum á hagstæðu verði. Einnig konfektkassar, konfekt- pokar ásamt miklu úrvali af innlendu og erlendu sœlgœti fyrir sælkera. KÖKUR — BRAUÐ — MJÓLK — RJÓMI Leitið ekki langt yfir skammt. Opið alla daga frá kl. 8.00 - 23.30 G/eði/ega /?ás/ca. ÍÍLAU!)!) Hverfisgötu 56 - sími 52017 Frá sýningu Sigurbjörns 0. Kristinssonar Sigurbjörn Ó. Kristinsson sýndi í Hafnarborg 31 olíumyndir dagana 2. -17. mars sl. Allar myndirnar voru málaðar á síðustu tveimur árum. Sigurbjörn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en þetta var fyrsta einkasýning hans í 20 ár. Sigurbjörn stundaði myndlistarnám bæði hér heima og erlendis. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og allmargar myndanna seldust.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.