Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 10

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 10
 KRISTJÁN K. PÁLSSON: Hugleiðingar um knattspyrnuna Hvernig væri, ef iþróttafélögin legðu niður starf- semi sína? Hvað mundu borgaryfirvöld gera, til að hafa ofan af fyrir 600 unglingum, á aldrinum 7—16 óra í hverfi eins og Víkings'hverfið er? Hvað mundi samsvarandi æskulýðsstarf kosta hinn almenna skattborgara? Hvað mundi allur sá fjöldi manna og kvenna gera, sem ánægju hafa af því að yðka og horfa á íþróttir gera í sínum frítíma? Og að lokum, hvernig má það vera, að hægt sé að reka svo iþýðingarmikla starfsemi sem íþróttaihreyf- ingin er, með tiiltölulega fámennum hóp sjálfboðaliða, en ört vaxandi tilkostnaði ? Ég ætla mér ekki að reyna að svara fjórum fyrstu spurningunum, þá ihugsun er ekki hægt að hugea til enda, ef 600 unglingar hefði e'kkert nema götuna og sjoppurnar til að halda sér að, svo þessum spurning- um verður bver og einn að svara fyrir sig. En um uppeldisgildi íþrótta efast enginn. Unglingar læra að vinna saman, styðja og styrkja hvern annan, taka mótlæti og fagna sigrum — þroskast og styrkjast líkamlega og andlega — og verða þannig betri og nýtilegri þjóðfélagsþegnar. Rekstur og stjórn félags eins og Víkings, má skipta í fimm liði. Það er aðalstjórn, er sér um félagslegu hliðina og eignir félagsins, svo eru deildirnar þrjár — knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og skíðadeild, en hver sér hefur sjálfstæðan fjárhag og sér um rckstur og framkvæmdir állar og svo fulltrúaráð fé- lagsins, sem eru eldri félagar sem 'bera hag félagsins fyrir brjósti og vilja halda tengslum við það, en það er öllum eldri Víkingum opið. Þar, sem það var einróma álit stjórnar knattspvrnu- deildar, þegar til tals 'kom að gefa út þetta afmælisrit, var að reyna að kynna fyrir foreldrum og íbúum hverfis okkar almennt helztu verksvið deildarinnar og gefa örlítið innsýn í þá vinnu er á bak við Hggur og þann kostnað sem því er fylgjandi. 8 Stjórn knattspyrnudeildar saman stendur af 5 manna aðalstjórn og Bja til vara, en varastjórn hefur alla tíð verið full virk og setið fundi og starfað að málum, þannig má segja að 8 menn vinni að því að reka deild, sem á síðasta ári kostaði rúmar tvær milljónir, en styrkir frá ÍBR, ÍSÍ og ráðum námu 280 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að fyrir 10 árum, 1962, voru niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings knattspyrnudeildar kr. 16.795,38. Á þessu má sjá, að af mörgu er að hyggja og í mörg horn að líta. Eitt af því er að ráða þjálfara fyrir alla flokka, en nú starfa á vegum deildarinnar 6 launaðir þjálfarar — sem í raun og veru leggja að mörkum mi'da sjálfboðavinnu, því að þetta er bæði tímafrekt og bindandi starf, en sennilega hirðir skatt- urinn bróðurpartinn af launum þeirra, en lauslega áætlað má ætla að þeir leggi fram vinnu, sem svarar til 50—60 klst. á viku hverri, og á því má sjá, að æska hverfisins er ekki afskiptalaus þann tíma. Þá vinna og ómetanlegt starf á vegum félagsins dómarar félagsins, er dæmi leiki fyrir það og má gera ráð fyrir því, að þeir leggi fram allt að 200 vinnutímum á ári, en þeirra starf er bæði vanþakklátt og erfitt, en þörfin brýn og alltaf vantar dómara tiil starfa. Á siðastliðnu ári greiddii knattspyrnudeild hátt á fjórðahundrað þúsund krónur til Reykjavíkurborgar vegna leigu á Réttarholtsskóla til inniæfinga og til Breiðagerðisskóla vegna aðstöðu til æfinga o-g kapp- leikja. Ein helzta tekjuilind deildarinnar hefur verið sala á getraunarseðlum undanfarin ár og er það mikið verk í vi'ku Ihverri, sem unnið er á þeim vígstöðvum og eiginlega ógjörningur að áætila þann tíma sem í það fer, en eflaust fara um 20 klst. á viku hverri hjá deildinni í getraunastarfið. Stjórn knattspyrnudeildar heldur fundi vikulega og ræðir sín mál og er eins og gefur að s'kilja eilíft vandamál að láta endana ná saman. Það má segja, að hver fundur taki um tvo tíma, en svo er að vinna að I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.