Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 10

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 10
 KRISTJÁN K. PÁLSSON: Hugleiðingar um knattspyrnuna Hvernig væri, ef iþróttafélögin legðu niður starf- semi sína? Hvað mundu borgaryfirvöld gera, til að hafa ofan af fyrir 600 unglingum, á aldrinum 7—16 óra í hverfi eins og Víkings'hverfið er? Hvað mundi samsvarandi æskulýðsstarf kosta hinn almenna skattborgara? Hvað mundi allur sá fjöldi manna og kvenna gera, sem ánægju hafa af því að yðka og horfa á íþróttir gera í sínum frítíma? Og að lokum, hvernig má það vera, að hægt sé að reka svo iþýðingarmikla starfsemi sem íþróttaihreyf- ingin er, með tiiltölulega fámennum hóp sjálfboðaliða, en ört vaxandi tilkostnaði ? Ég ætla mér ekki að reyna að svara fjórum fyrstu spurningunum, þá ihugsun er ekki hægt að hugea til enda, ef 600 unglingar hefði e'kkert nema götuna og sjoppurnar til að halda sér að, svo þessum spurning- um verður bver og einn að svara fyrir sig. En um uppeldisgildi íþrótta efast enginn. Unglingar læra að vinna saman, styðja og styrkja hvern annan, taka mótlæti og fagna sigrum — þroskast og styrkjast líkamlega og andlega — og verða þannig betri og nýtilegri þjóðfélagsþegnar. Rekstur og stjórn félags eins og Víkings, má skipta í fimm liði. Það er aðalstjórn, er sér um félagslegu hliðina og eignir félagsins, svo eru deildirnar þrjár — knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og skíðadeild, en hver sér hefur sjálfstæðan fjárhag og sér um rckstur og framkvæmdir állar og svo fulltrúaráð fé- lagsins, sem eru eldri félagar sem 'bera hag félagsins fyrir brjósti og vilja halda tengslum við það, en það er öllum eldri Víkingum opið. Þar, sem það var einróma álit stjórnar knattspvrnu- deildar, þegar til tals 'kom að gefa út þetta afmælisrit, var að reyna að kynna fyrir foreldrum og íbúum hverfis okkar almennt helztu verksvið deildarinnar og gefa örlítið innsýn í þá vinnu er á bak við Hggur og þann kostnað sem því er fylgjandi. 8 Stjórn knattspyrnudeildar saman stendur af 5 manna aðalstjórn og Bja til vara, en varastjórn hefur alla tíð verið full virk og setið fundi og starfað að málum, þannig má segja að 8 menn vinni að því að reka deild, sem á síðasta ári kostaði rúmar tvær milljónir, en styrkir frá ÍBR, ÍSÍ og ráðum námu 280 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að fyrir 10 árum, 1962, voru niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings knattspyrnudeildar kr. 16.795,38. Á þessu má sjá, að af mörgu er að hyggja og í mörg horn að líta. Eitt af því er að ráða þjálfara fyrir alla flokka, en nú starfa á vegum deildarinnar 6 launaðir þjálfarar — sem í raun og veru leggja að mörkum mi'da sjálfboðavinnu, því að þetta er bæði tímafrekt og bindandi starf, en sennilega hirðir skatt- urinn bróðurpartinn af launum þeirra, en lauslega áætlað má ætla að þeir leggi fram vinnu, sem svarar til 50—60 klst. á viku hverri, og á því má sjá, að æska hverfisins er ekki afskiptalaus þann tíma. Þá vinna og ómetanlegt starf á vegum félagsins dómarar félagsins, er dæmi leiki fyrir það og má gera ráð fyrir því, að þeir leggi fram allt að 200 vinnutímum á ári, en þeirra starf er bæði vanþakklátt og erfitt, en þörfin brýn og alltaf vantar dómara tiil starfa. Á siðastliðnu ári greiddii knattspyrnudeild hátt á fjórðahundrað þúsund krónur til Reykjavíkurborgar vegna leigu á Réttarholtsskóla til inniæfinga og til Breiðagerðisskóla vegna aðstöðu til æfinga o-g kapp- leikja. Ein helzta tekjuilind deildarinnar hefur verið sala á getraunarseðlum undanfarin ár og er það mikið verk í vi'ku Ihverri, sem unnið er á þeim vígstöðvum og eiginlega ógjörningur að áætila þann tíma sem í það fer, en eflaust fara um 20 klst. á viku hverri hjá deildinni í getraunastarfið. Stjórn knattspyrnudeildar heldur fundi vikulega og ræðir sín mál og er eins og gefur að s'kilja eilíft vandamál að láta endana ná saman. Það má segja, að hver fundur taki um tvo tíma, en svo er að vinna að I

x

Víkingsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.