Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 11

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 11
þeim málum, sem leysa þarf Ihverju sinni, þannig að áætla má að vinnutími stjórnarmanna á vegum deild- arinnar sé aldrei undir 30—35 stundir á vi'ku hverri. Sem dæmi um hvernig að æskunni er búið og eitt af þeim ótal mörgu verkefnið sem við er að fást, skal hér sagt frá einu máli, sem nú er unnið að. Um miðjan marz fékk knattspyrnudeildin bréf frá Danmörku, þar sem félagið Averda býður Víking þátttöku í alþjóðlegu unglingamóti, unglinga fæddra á árunum 1956 og 1957. í þessu móti taka þátt félög frá Júgóslavíu, Búlgaríu, Ungverjalandi Tékkósló- vakíu, Austurríki, Vestur-iÞýzkalandi, Noregi, Svíþjóð, Víkingur og svo gestgjafarnir. Boð þetta er höfðing- legt þar sem boðið er 14 leikmönnum og þrem farar- stjórum, frítt uppihald og gisting dagan 5.—11. júní. Nú skyldu menn halda að þetta yrði ekki svo dýrt ferðalag fyrir drengina á sama tíma og stjórnmála- flokkar og ferðaskrifstofur auglýsa y2 mánaðar ferðir til Kaupmannahafnar fyrir félaga A.S.Í. og B.S.R.B. fyrir 8.600,00 kr. og þar um kring! En hvað skeður, þrátt fyrir það, að á fundum Norðurlandaráðs hafi verið rætt og komið fram tillaga um sameiginlegan sjóð til eflingar samskipta iþróttaæsku Norðurlanda til nánari samskipta, þökk sé þeim er að stóðu, þó enn hafi ekki náðzt árangur, en vonandi kemur það ef málinu er fylgt eftir. En iþetta var nú ekki svo einfalt. Þegar barið var dyra hjá íslenzku flugfélögunum, þá kom upp að far- gjald fram og til baka kostar um 25 þús. kr., en jú, hópafslátt var hægt að fá og 10% afslátt að auki fyrir drengina vegna þess hve ungir þeir væru! Eða kr. 20 þús. fyrir þjálfara og farastjóra og kr. 17 þús. fyrir drengina. Og lái svo hver og einn mönnum þó þeim sárni svo hrópílegt óréttlæti — en þetta er að- eins eitt dæmi af mörgum, sem við er að kljást og mikillar vinnu krefst að koma kostnaðinum niður í viðunandi tölu. Að því er nú unnið ásamt nefnd frá drengjanna hálfu er reyna að afla peninga til farar- innar, þannig að ferðin megi verða þeim viðráðanleg. Þannig má segja að af mörgu sé að hyggja og í mörg horn að líta og eitt er það verkefni, sem nú er orðið árlegur viðburður hjá deildinni, en það er að senda 30 drengi 10—12 ára í viku í sumarbúðir íþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni, ásamt þjálfara og tveim til þrem öðrum aðstoðarmönnum og eru þetta mjög þroskandi og ánægjulegar ferðir hjá drengjunum. Eins og að framan greinir eru verkefnin óþrjótandi í ihverju félagi og samanlagður tími í sjálfboðavinnu er um 6000 klst. eða sem svarar fullu ársstarfi þriggja manna, því vill stjórn knattspyrnudeildar hvetja for- eldra þeirra drengja, sem æfa hjá okkur og keppa, Stjórn knattspyrnudeilclar. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson, Kristján Pálsson, for- maður, Jóhannes Tryffgjvason, Eiríkur Þorsteinsson. Efri röð: Vilberg: Skarphc‘ðinsson, Már Jóhannsson, Vilhelm Andersen. ojr ÁsReir Ármannsson.

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.