Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 25

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 25
RÓSMUNDUR JÓNSSON: Handknattleikur í Víking síðustu 5 ár Þegar staldraS er vi3, á tímamótum sem þessum, horít um öxl og reynt að gera sér grein íyrir helztu atburðum liðinna ára í handknattleik Vík- ings, kemur margt fram í hugann. Fyrir 5 árum var handknattleiksdeild Víkings búin að hazla sér völl, sem ein af öflugustu hand- knattleiksdeildum landsins á tiltölulega skömm- um tíma. Síðan þá hefur starfsemi deildarinnar aukizt verulega, handknattleiksiðkun fœrð niður til yngri félagsmanna og árangur yfirleitt farið batnandi í öllum keppnisflokkum. Ásamt þessu hefur tekizt að bœta fjárhag deildarinnar smám saman. Mun ég hér á eftir reyna að gera þvi helzta skil í starfseminni. Stjóm og fjárhagur. Formenn deildarinnar undanfarin 5 ár liafa verið: Hjörleifur Þórðanson, kjörinn í janúar 1968, Sigurð- ur Óli Sigurðsson, kjörinn í júní 1969, Sigurður Bjarna- son, ‘kjörinn í októlber 1971 og núverandi formaður Sigurður Jónsson, kjörinn í október 1972. Auk framantalinna formanna, hafa eftirtaldir menn setið í stjórnum dei'Idarinnar á jiessu tímaibili: Pétur Bjarnason, Rúnar Gíslason, Jón Hjaltalín Magnússon, Pétur Sturluson, Árni Árnason, Einar Magnússon, Rósmundur Jónsson, Halldóra Jóhann- esdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir, Viðar Jónasson Björn 'Kristjánsson, Þórir Tryggvason og Guðjón Magnússon. Fulltrúar deildarinnar í H.K.R.R. hafa verið: Árni Árnason til haustsins 1972, en iþá tók Hélgi Cuðmundsison við sæti hans þar. Enda þótt meginþungi starfsins hafi legið á stjórn deildarinnar hverju sinni, hafa fleiri komið við sögu og unnið gott starf. Það fer ekki hjá i])ví, að vaxandi starfsemi deildar- innar hefur stóraukinn kostnað í för með sér. Til dæmis voru gjaldaliðir rekstursreikninga árið 1969 kr. 194.500,00, en sl. ár kr. 883.100,00. Stærstu út- gjaldaliðirnir hafa verið j)jálfunarkostnaður og hús- næðiskostnaður, sem á sl. ári námu tæplega kr. 600.000,00. Helztu tekjustofnar deildarinnar fyrr á árum voru kennslustyrkir og innborguð félags- og æfingagjöld. Þessir tekjuliðir mundu í dag engan veginn duga ti'l reksturs deildarinnar. Stærstu tekjuliðir, sem myndazt hafa á undanförnum árum eru: 1) Sala getraunaseðla, sem hófst á árinu 1969 og gaf af sér á síðastliðnu ári kr. 165.000,00. Þessi fjár- öflun krefst mikillar vinnu og árvekni allra félags- manna. 2) Tekjur af mótum, sem námu á síðastl. ári kr. 240.000,00. Þessi tekjuliður er ekki nýr, en hefur vaxið verulega á undanförnum árum og byggist á því að meistaraflokkur félagsins leiki í 1. deild. 3) S'íðast en en e'kki sízt, ber að telja samning þann, sem deildin hefur gert við Loftleiðir 'hf., sem er í aðalatriðum á þann veg, að keppnislið deildarinnar bera auglýsingu fyrirtækisins á keppnisbúningnum og töskum, en fær í staðinn frá Loftleiðum, áðumefnda búninga og töskur og auk þess 20 farmiða á ári til hverrar endastöðvar Loftleiða erlendis sem óskað er, fram og til baka. Samningur þessi var á sl. ári met- inn á kr. 298.400,00. Samningurinn var gerður árið 1971, og var endurnýjaður ári síðar til 2ja ára. Samstarf við fulltrúa Loftleiða, við gjörð og fram- kvæmd samningsins hafa einkennzt af einskærri lip- urð og velvilja þeirra í okkar garð, og viljum við flytja !})eim okkar beztu óskir. Þessu til viðbótar hafa verið ýmsir smærri fjár- öflunarleiðir, og nýjast af því er liður, sem deildin setti af stað á sl. ári og byggist á Iþví, að safna áheit- um að upþhæð kr. 100,00 — fyrir hvern unninn leik í 1. deild Islandsmótsins og er útlit fyrir að þessi liður gefi af sér ca. 'kr. 100—130.000,00 í ár. Þrátt fyrir stóraukinn kostnað við rekstur deildar- innar, má segja að nokkuð vel h'afi tekizt til með fjáröflun. Þannig 'hefur höfuðstóll samkvæmt efna- hagsreikningum vaxið úr kr. 86.843,19 árið 1968 í 23

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.