Víkingsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 25

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Qupperneq 25
RÓSMUNDUR JÓNSSON: Handknattleikur í Víking síðustu 5 ár Þegar staldraS er vi3, á tímamótum sem þessum, horít um öxl og reynt að gera sér grein íyrir helztu atburðum liðinna ára í handknattleik Vík- ings, kemur margt fram í hugann. Fyrir 5 árum var handknattleiksdeild Víkings búin að hazla sér völl, sem ein af öflugustu hand- knattleiksdeildum landsins á tiltölulega skömm- um tíma. Síðan þá hefur starfsemi deildarinnar aukizt verulega, handknattleiksiðkun fœrð niður til yngri félagsmanna og árangur yfirleitt farið batnandi í öllum keppnisflokkum. Ásamt þessu hefur tekizt að bœta fjárhag deildarinnar smám saman. Mun ég hér á eftir reyna að gera þvi helzta skil í starfseminni. Stjóm og fjárhagur. Formenn deildarinnar undanfarin 5 ár liafa verið: Hjörleifur Þórðanson, kjörinn í janúar 1968, Sigurð- ur Óli Sigurðsson, kjörinn í júní 1969, Sigurður Bjarna- son, ‘kjörinn í októlber 1971 og núverandi formaður Sigurður Jónsson, kjörinn í október 1972. Auk framantalinna formanna, hafa eftirtaldir menn setið í stjórnum dei'Idarinnar á jiessu tímaibili: Pétur Bjarnason, Rúnar Gíslason, Jón Hjaltalín Magnússon, Pétur Sturluson, Árni Árnason, Einar Magnússon, Rósmundur Jónsson, Halldóra Jóhann- esdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir, Viðar Jónasson Björn 'Kristjánsson, Þórir Tryggvason og Guðjón Magnússon. Fulltrúar deildarinnar í H.K.R.R. hafa verið: Árni Árnason til haustsins 1972, en iþá tók Hélgi Cuðmundsison við sæti hans þar. Enda þótt meginþungi starfsins hafi legið á stjórn deildarinnar hverju sinni, hafa fleiri komið við sögu og unnið gott starf. Það fer ekki hjá i])ví, að vaxandi starfsemi deildar- innar hefur stóraukinn kostnað í för með sér. Til dæmis voru gjaldaliðir rekstursreikninga árið 1969 kr. 194.500,00, en sl. ár kr. 883.100,00. Stærstu út- gjaldaliðirnir hafa verið j)jálfunarkostnaður og hús- næðiskostnaður, sem á sl. ári námu tæplega kr. 600.000,00. Helztu tekjustofnar deildarinnar fyrr á árum voru kennslustyrkir og innborguð félags- og æfingagjöld. Þessir tekjuliðir mundu í dag engan veginn duga ti'l reksturs deildarinnar. Stærstu tekjuliðir, sem myndazt hafa á undanförnum árum eru: 1) Sala getraunaseðla, sem hófst á árinu 1969 og gaf af sér á síðastliðnu ári kr. 165.000,00. Þessi fjár- öflun krefst mikillar vinnu og árvekni allra félags- manna. 2) Tekjur af mótum, sem námu á síðastl. ári kr. 240.000,00. Þessi tekjuliður er ekki nýr, en hefur vaxið verulega á undanförnum árum og byggist á því að meistaraflokkur félagsins leiki í 1. deild. 3) S'íðast en en e'kki sízt, ber að telja samning þann, sem deildin hefur gert við Loftleiðir 'hf., sem er í aðalatriðum á þann veg, að keppnislið deildarinnar bera auglýsingu fyrirtækisins á keppnisbúningnum og töskum, en fær í staðinn frá Loftleiðum, áðumefnda búninga og töskur og auk þess 20 farmiða á ári til hverrar endastöðvar Loftleiða erlendis sem óskað er, fram og til baka. Samningur þessi var á sl. ári met- inn á kr. 298.400,00. Samningurinn var gerður árið 1971, og var endurnýjaður ári síðar til 2ja ára. Samstarf við fulltrúa Loftleiða, við gjörð og fram- kvæmd samningsins hafa einkennzt af einskærri lip- urð og velvilja þeirra í okkar garð, og viljum við flytja !})eim okkar beztu óskir. Þessu til viðbótar hafa verið ýmsir smærri fjár- öflunarleiðir, og nýjast af því er liður, sem deildin setti af stað á sl. ári og byggist á Iþví, að safna áheit- um að upþhæð kr. 100,00 — fyrir hvern unninn leik í 1. deild Islandsmótsins og er útlit fyrir að þessi liður gefi af sér ca. 'kr. 100—130.000,00 í ár. Þrátt fyrir stóraukinn kostnað við rekstur deildar- innar, má segja að nokkuð vel h'afi tekizt til með fjáröflun. Þannig 'hefur höfuðstóll samkvæmt efna- hagsreikningum vaxið úr kr. 86.843,19 árið 1968 í 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víkingsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.