Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 29

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 29
Handknattleikurinn í blómanum Undir ötulli stjórn margra gódra Víkinga hefur handknattleikurinn blómstrdS og dafndð innan félags- ins, og í dag telst Víkingur meSal þeirra stóru í hand- knattleiknum, og ekki vantar nema herzlumuninn svo toppurinn náist. Of langt yrdi að telja upp alla þá, sem þar hafa komið vi<5 sögu, en nefna má menn eins °g Árna Árnason, SigurS Jónsson, Pétur Bjarnason, Hjörleif Þórðarson, Sigurð Gíslason, Sigurð fíjarna- son, Sigurð Óla Sigurðsson og fleiri. Til að kynnast eilítiS nánar hinu gróskumikla starfi í handknattleiksdeildinni, snérum viS okkur til nokk- urra keppenda, og eins og viS var aS búast, kom margt fróSlegt fram í svörum þeirra. Seinni hlutinn slakur. Fyrstan hittum við að máli fyrirliða meistaraflokks karla, Rósmund Jónsson, þann leikmann sem mesta keppnitsreynslii hefur allra þeirra sem Víkingur teflir nú fram til 'keppni. Rósmundur hefur verið í meistara- flokki frá því 1958, eða í 15 ár, og hann hefur verið fyrirliði um árabil. Þá Ihefur Rósmundur mestan lei'kja- fjölda allra Víkinga, rétt tæplega 300 leiki, fyrst sem útileikmaður en síðan sem markvörður, en þannig er það einmitt í dag. Það er gaman til þess að vita, að iþessi Síungi keppnismaður ætlar að æfa enn um hríð, O'g við riðum á vaðið og spurðum hann um ný- lokið keppnistímabil. „Því er ekki að neita að ég er heldur óánægður. Ryrjunin lofaði góðu, við náðum langþráðu marki að verða Reykjavíkurmeistarar, en frammistaða okkar í Islandsmótinu var anzi slök seinni 'hlutann“. Hverjar telur þú ástæðurnar? „Þær eru eflaust margar, en ég hygg að sú ástæð- an sé 'helzt, að allir leikmenn slökuðu á, að Einar.i Magnússyni undanskildum". Þú hefur þó trú á liðinu? „Já, ég hef mikla trú á liðinu. Við höfum aldrei fyrr átt jafn marga góða einstaklinga og ekki heldur jafn marga efnilega pilta. Varnarleikurinn og mark- varzlan er okkar stærsta vandamál, og sóknarleikur- inn er ekki Iþað góður að ekki megi bæta hann, eink- um hvað varðar skipulag á öllum leik liðsins. Ef það tekst að kippa þessu í 'lag, er enginn vafi á því að Víkingur getur orðið lið í sérflokki hér á landi, þvi ekki vantar okkur efniviðinn. Ég vil að lokum henda á eitt atriði, sem 'hefur valdið mér miklum áhyggjum, enda mér nákomið. Það er, að nú í mörg ár skuli ekki hafa komið frambæri- legir markverðir upp úr yngri flokkum félagsins. Þetta er iþað sem veldur mér mestum áhyggjum“. Áhuginn aS glœSast. Meistaraflokkur kvenna kom mjög á óvart með frammistöðu sinni í byrjun Islandsmótsms i ár. Hann var efstur eftir fyrri umferðina með sjö stig, og Víkingar voru jafnvel farnir að gera sér vonir um að íslandslbikarinn ætlaði loksins að hafna í heimil- inu við Hæðargarð. En i síðari umferðinni seig á ógæfuhliðina, Víkingsstúlkurnar fengu ekki nema tvö stig og höfnuðu í þriðja sæti. „Þetita urðu mér að sjálfsögðu nokkur vonbrigði, en ég get þó ékki sagt að ég sé mjög óánægð með 27

x

Víkingsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.